Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 10
^~^S^Öi^.XÆ«^.^-^::S;í;L ::;::.:^;:V::U:::.:.:.:..::L^::::C:.;::::ÍW:V^v:^::::V>::>:^.:. .v:L:v:v>v,.^.:V.^v::x.;ö:;^i; Vegurinn hjá Teigarhorni. Líklega er túngarðurinn hlaðinn í tíS Weyvadts. — (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). orð lék á, að hann væri ekki varkár á sjó. V. Weyvadtshjónin riðu hægt heim í kaupstaðinn. Hljóðlátt hauströkkur færðist yfir Berufjörð. Léttar bárur gjálfruðu við gjögur og hleina, og stjörnurnar tindruðu á dimmbláum himni. Þetta var friðsælt kvöld með eilítinn svala í lofti, fyrirboða þess, að senn færi vetur að. Weyvadt bjóst við því, að unga fólkið væri komið á undan þeim hjónum heim í kaupstaðinn. Þeim brá því í brún, er þau stigu af baki við kaupmannshúsin og komust að raun um, að bátsins hafði ekki orðið vart. Weyvadt þóttist undir eins vita, að slys hefði borið að höndum. Hann skundaði þegar af stað inn með sjó. En nú var komið myrkur, svo að leit var torveld. Fleira fólk fór á eftir honum, og eftir skamma stund fund- ust höfuðföt af fólkimi á bátnum í flæðarmálinu drjúgan spöl innan við kaupstaðinn. Þá duldist ekki lengur, hvað gerzt hafði. Hinn illi grunur hafði hlotið staðfestingu. Mikil leit var gerð hina næstu daga, bæði á sjó og larídi. En hvernig sem leitað var, fannst ekki annað rekið en hundurinn, vasabók Níelsar Emils og eitthvað smálegt, auk höfuðfata þeirra, er fundust þegar í upphafi. Báturínn fannst hvergi' og engar ár- ar úr honum, og stoðaði ekki, þótt slættsværi. Ætlað var, að báturinn hefði farizt á grunnsævi nærri landi, en þar var botn stórgrýttur og mjög vaxinn þsra, svo að óhægt var um vik: Weyvadtshjónin bárust lítt af, einkum kaupmaðurinn, og borfði svo í fyrstu sem þetta mikla áfall myndi ríða honum'að fullu. Segir sagan, að hann hafi þá orðið gráhærður á fáum dögum. ¦ i Á mánudegi hálfum mánuði eftir sjysið kom skip frá Kaupmannahöfn á Djúpavog. Á því voru þær Weyvadts- systur, Nikólina og Súsanna, sem nú höfðu lokið námsdvöl sinni erlendis. Þær höfðu auðvitað engan grun um það, hvað gerzt hafði, og biðu með tilhlökkun samfundanna við foreldra sína og systkin eftir langan aðskilnað. En sú tilhlökkun snerist í sára sorg, er þær stigu fæti á land. VI. Margs konar kviksögur komust á kreik um slysið. Einhver þóttist hafa séð bátinn snúa um þveran fjörð í húminu um kvöldið, en koma síðan aftur til sama lands, og sagði hann, að sér hefðu virzt segl lækka óðfluga, er hann kom upp undir ströndina, og hverfa að lokum. Sú saga flaug um byggðir, að vasabókin, sem fannst, hefði verið skraufþurr, og hlyti því Níels Emil að hafa komizt á land. En engin furða var, þótt sagan af atburði iþessum tæki á sig ýmsar myndir, því að hún barst mann frá manni eftir margs konar krókaleiðum. Til Reykja- víkur spurðust tíðindin til dæmis fyrst með bréfum frá SkotlandL Getgátur voru náttúrlega margar um það, með hvaða hætti báturinn hefði farizt. Fólk ímyndaði sér Helzt, að hann hefði sokkið í öldusogi við boða, og sumir gátu sér þess til, að h'ann hefði siglt í rökkrinu á grunn við svonefndan Æðarstein, innan við Gl^ðivík innri, þar sem forðum féll boðinn á skiþ Þorsteins Síðu-Hallsson- ar, þegar hann fór að Þórhaddi bónda og sonum hans. Það, sem úr báti Weyvadtsfólksins rak, fannst einmitt á þeim slóðum, og engum blandaðist hugur um, að hann hlaut að hafa sokkið mjög skyndilega. • Viku ef tir hvarf bátsins rak lík Frið- riku. Leið svo og beið, að ekki fannst fleira, þótt oft væri gengið um fjör- urnar, fyrr en hinn 7. desembermán- aðar um haustið, að Jóhann Pétur fannst rekinn. Ekki verður séð, hve- nær hitt fólkið rak upp, því að prests- þjónustubók Hálsþinga er þann veg færð, að af henni er helzt að ráða, að allar stúlkurnar hafi verið jarðaðar sama dag og Friðrika, en allir karl- mennirnir sama dag og Jóhann Pétur. En það getur ekki staðizt. Hitt er lík- legt, að líkin hafi flest rekið á land litlu eftir að Jóíhann Pétur fannst. Weyvadtshjónin virðast hafa jafnað sig furðanlega eftir þetta mikla slys, þegar frá leið. Tíminn læknar flest sár og breiðir mjúka blæju yfir það, sem liðið er. Þau héldu rausn og umsvif- um sem áður, og af búskap sínum í Teigarhorni lét Weyvadt ekki. En hljóðlátara yar og gleðisnauðara en áður í kaupmannshúsinu, þar sem að- eins lifðu eftir fimm systur af hinum mikla barnahópi. Þegar Weyvadt féll frá, tæplega sjötugur að aldrí, fluttist ekkjan að Teigarhorni, og þar bjó Nikólína síð- an alla ævi og frændfólk hennar, niðj- ar gamla Weyvadts, eftir hennar dag. Fékkst Nikólína lengi við ljósmynda- töku, og mun hafa þótt prýðisgóður ljósmyndari. Hún var meðal hinna fyrstu, er hér tóku ljósmyndir, ásamt séra Helga Sigurðssyni, Tryggva Gunnarssyni og Sigfúsi Eymundssyni, er var lærður ljósmyndari eins og Nikólína. Hún hafði einnig með höndum veð- urathuganir, og frá henni stafar það orð, sem á leikur um þokuna á Djúpa- vogi. Það er sagt, að henni hafi vaxið í augum þokubönd á fjöllunum við Berufjörð. En engri rýrð kastar það á ljósmyndarann á Teigarhorni, þótt hún væri svona kröfuhörð við veður- guðina. Hún var einnig mjög vel að sér í steinafræði og seldi steina frá Teigarhorni, er var frægur staður fyr- ir margar eftirsóttar tegundir steina, í söfn víða í Norðurálfu. Nikólína giftist aldrei, en allmargt fólk 'hérlendis er komið út af systr- um hennar. Einnig er nokkuð af niðjum Weyvadts gamla í Danmörku, því að einkasonur Lovísu og Lúðvíks Jónssonar, hafnsögumanns á Djúpa- vogi, Níels Sófus, fluttist til Kaup- mannahafnar og er þar enn á lífi. (Helztu heimildir; Norðanfari, Þjóðólfur, Tíminn, Weyvadtsætt- in eftir Bjarna Jónsson frá Unn- arholti, sóknarmannatöl og prests þjónustubæku.r Hálsþinga, Lbs. 303 b fol., Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson, íslenzkar ævi- slkrár, Samgöngur og verzlunar- hættir eftir Þorleif Jónsson í Hól um, Lögfræðingatal, Tímarit Bók menntafélagsins, sögn Jóhönnu Lúðvíksdóttur. 154 T í M I N N-, SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.