Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Qupperneq 16
j . . . frú . . . ég er alveg búinn að
gleyma seinna nafninu“.
„Þú ert ágætur“, sagði konan.
„Amý 'ætti að duga“.
„Ah“, sagði Chalfont. „Þú lítur af-
skaplega vel út, Amý. Óskaplega
finnst mér gaman að sjá þig aftur hér
eftir alla þessa — mánuði.— annars
hljóta að vera nokkur ár siðan. Síð-
ast sáumst við . . . “.
„Eg man ekki greinilega eftir þér,
góði, en auðvitað, þegar ég tók eftir
því, að þú horfðir á mig . . . ég held
það hafi verið í Jermyngötu, sem
við . . . “.
„Jermyngötu", sagði Chalfont. „Á-
reiðanlega ekki í Jermyngötu. Þar
hef ég aldrei .... Það hlýtur að hafa
verið, þegar ég átti ibúð í Curzon-
stræti. Þar átti maður unaðsleg kvöld.
Síðan það var, hef ég flutt á heldur
fátæklegri íverustað, en þangað léti
ég mig elcki dreyma um að bjóða þér
. . . . En kannske gætum við laum-
ast í burt í eitthvert lítið hreiður,
sem þú átt. Skál, elskuleg. Þú hefur
aldrei verið unglegri".
„Skál. Gangi þér allt í haginn“,
sagði Amý. Ohalfont engdist. Hún fitl
aði við pelsinn með fingurgómunum.
„En þú veizt . . . ég er hætt að vinna
við þetta“, sagði hún.
„Ha, hefurðu tapað peningum kann-
ske?“ sagði Ghalfont. „Kæra frú mín,
ég hef orðið fyrir sama áfalli. Við
verðum að hugga svolítið hvort ann-
að. Eg býst við, að það gangi illa í
viðskiptunum. Já, eiginmaðurinn þinn
— mig minnir að hann hafi verið
þreytandi maður, sem reyndi af
fremsta megni að blanda sér inn í
sælu okkar. Þau voru hrein sæla —
ekki satt? — þessi kvöld okkar í Cur
zongötu".
„Þú hefur fengið þetta skakkt inn
í þig> góði. Eg var aldrei í Curzon-
stræti. En er þú ferð aftur í tímann,
þetar ég prófaði „eiginma'nnsglæfr-
ana“ — en það eru ár og aldir síðan
það var — þegar hestastallarnir voru
inn af Bond Street. Hvernig er hægt
að ætlast til, að þú munir eftir því.
Eg skil það nú. Og þetta vesen með
„eiginmann“ gekk aldrei verulega
vel. Eg býst ekki við, að hann hafi
Utið út fyrir að vera eiginmaður. En
nú er ég hætt störfum. Ó, nei, ekki,
ég hef ekki tapað peningum", sagði
hún og liallaði sér fram, unz hann
fann koníakslyktina af litlum holdug-
um vörum hennar. „Eg hef ekki tapað
peningum. Eg hef grætt peninga".
„Þú ert heppin“, sagði Chalfont.
„Það var öll fagnaðarhátíðin, skil-
urðu“, sagði Amý til skýringar.
„Eg lá veikur í rúminu, meðan á
henni stóð“, sagði Ohalfont, „mér
skilst, að allt hafi gengið mjög vel í
sambandi við hana“.
„Það var yndislegt, dásamlegt“,
sagði Amý. „Eg sagði við sjálfa mig:
Hvers vegna ættu ekki allir að gera
sitt til, að hún heppnaðist vel? Þess
vegna hreinsaði ég göturnar".
„Eg skil ekki almennilega", sagði
Chalfont, „áttu við skreytingarnar?“
„Nei, nei, alls ekki“, sagði Amý,
„en mér leizt ekki á, að allir þessir
náungar frá nýlendunum væru í Lond
on, þá sæju þeir stelpurnar í Ward-
ourgötu og Bond Street og úti um
allt. Eg er hreykin af London, og mér
fannst ekki réttmætt, að við fengjum
á okkur orð . . . “.
„En fólk verður nú að lifa“, sagði
Chalfont.
„Auðvitað verður það að lifa. Var
ég ekki sjálf í þessu, góði?“
„Ó, varst þú í þessu?“ sagði Ghal-
font. Þetta var talsvert áfall fyrir
hann; hann skotraði augunum hingað
og þangað, hann óttaðist, að honum
væri veitt eftirtekt.
„Sjáðu til . . . ég opnaði hús og
sagði skilið við stelpurnar. Eg tók á
mig alla áhættuna, og svo hafði ég
auðvitað önnur útgjöld. Eg varð að
auglýsa".
„Hvernig — hvernig fórstu að því
að kunngera þetta?“ Hann gat ekki
varizt því að hafa eins konar atvinnu-
mennskuáhuga.
„Það var enginn vandi, ljúfurinn.
Eg opnaði ferðaskrifstofu. Auglýsti
ferðir til undirheima Lundúnaborg-
ar. Næturkabarett í Limehouse og þar
fram eftir götunum. Og alltaf var ein
hver gamall náungi, sem bað leiðsögu
manninn um að sýna sér eitthvað út
af fyrir sig eftir á“.
„En snjallt", sagði Chalfont.
„Og sýndi þegnskap líka. Þetta
hreinsaði göturnar á viðeigandi hátt.
Auðvitað valdi ég bara þær beztu.
Eg var mjög vandfýsin. Sumar voru
auðvitað með múður, af því að þær
sögðu, að öll vinnan lenti á þeim, en
eins og ég sagði þeim, átti ég hug-
myndina".
„Svo að nú ertu hætt?“
„Eg græddi fimm þúsund pund.
Þetta var sannarlega jafnframt mín
fagnaðarhátíð, þótt ekki gætirðu séð
það á mér. Eg hafði alltaf í mér að
vera sniðug verzlunarkona, og ég
vissi, sjáðu, hvernig ég gæti teygt út
viðskiptin. Eg kom þessu sama á lagg-
irnar í Brighton. Eg blátt áfram
hreinsaði göturnar i Englandi, ef svo
má að orði komast. Þetta var langtum
skemmtilegra fyrir þá frá nýlendun-
um. Það hefur verið mikið af pening
um í umferð í þessu landi undanfarn-
ar síðustu vikur. Fáðu þér annan,
elska, þú lítur ekki rétt vel út“.
„Æ, ég ætti að fara að fara“.
„Ó, láttu ekki svona. Þetta er há-
tíð, ekki satt. Við skulum vera kát.
Vertu nú sætur.“
„Ég held ég sjái vin ...“
Hann leit hjálparvana kringum sig.
Vinur! Hann gat ekki einu sinni mun-
að eftir nafni á nokkrum vini. Hann
varð að gjalti fyrir persónuleika, sér
sterkari. Hún blómstraði þarna eins
og vænt, skrautlegt haustblóm. Hon-
um fannst hann gamall: Fagnaðar-
hátíð mín — ekki annað. Trosnuð
' ermin kom í Ijós. Hann hafði gleymt
að koma hendinni fyrir. Hann sagði:
„Jæja, kannske, en bara einn. Eigin-
lega ætti ég að borga,“ og þegar hann
horfði á hana slá í borðið og kalla á
þjóninn á þessum þungbúna, virðu-
lega stað og virða að vettugi mótbár-
ur hans, gat hann ekki annað en verið
undra-ndi yfir því, hve sjálfstraust
hennar og hreysti var óréttmætt.
Hann hafði snert af liðagigt, en hún
tilheyrði nautnum kjötkveðjuhátíðar
með holdi og hamsi. Hún virtist í
raun og sanni tilheyra fánunum og
örvandi veigunum og fjaðraskúfunum
og skrúðgöngunum. Hann sagði ósköp
auðmjúklega: „Eg hefði haft gaman
af að sjá skrúðgönguna, en ég var
ekki upplagður. Það var gigtin,“
sagði hann afsakandi. Hann hafði góð-
an smekk að upplagi’, sem nú hafði
sett ofan, svo að hann hefði getað um-
borið sjálfkrafa lífsgleði lágstéttar-
fólksins. Hann dainsaði með glæsi-
brag, en alþýðan hefði boiið hann
ofurliði í dansinum á gangstéttunum;
sem elskhugi var hann aðlaðandi með
form sitt og uppeldi, en þar hafði
hann heldur ekki getað staðið því
snúning, þar sem það elskaðist blint
og ölvað og hamslaust og barmafullt
af hamingju í skrúðgörðunum. Hann
hafði vitað, að hann mundi verða ut-
angátta, hann hafði haldið sér frá því;
en það var niðurlægjandi að komast
að raun um, að Amý hafði ekki farið
á mis við neitt.
„Voðalegt er að sjá þig, góði,“ sagði
Amý. „Lof mér að lána þér tvö eða
þrjú pund.“
„Nei, nei, ég get ekki tekið við
þeim, alveg satt.“
„Ég reikna með því, að þú hafir gef-
ið mér helling á þínum góðu dögum.“
En hafði hann gert það? Hapn
mundi ekki eftir henni. Það var orðið
svo langt síðan hann hafði legið með
kvenmanni nema í viðskiptalegum til-
gangi. Hann sagði: „Ég get ekki tekið
við þeim. Ég get það ekki.“ Hann
reyndi að skýra fyrir henní ástæðuna,
meðan hún þreifaði ofan í veskið.
„Ég tek aldrei við peningum —
nema, sjáðu, frá vihum.“ Svo bætti
hann við í örvæntingu: ...... eða í
viðskiptalegum tilgangi.“ En hann
gat ekki slitið augun frá þeim. Hann
var blankur, og það var harðbrjósta
af henni að veifa framan í hann fimm
punda seðli. „Nei ... ég meina það.“
Það var langt síðan markaðsverð
hans hafði verið svona háft: fimm
pund.
„Ég veit, hvernig það er, góði,“
sagði Amý, „ég hef verið í þessu
sama, og ég veit alveg, hvernig þér
líður. Stundum vildi það til, að karl-
Framhald á 166, siðu.
160
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ