Tíminn Sunnudagsblað

Date
  • previous monthSeptember 1962next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Issue
Main publication:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Page 13
al annars nokkrar spesíur og hafði leyft Gróu, tengdamóður sinni, að taka eina af þeim, ef henni lægi á, og ýmis peningaviðskipti átti Jón við menn í sveitinni um þessar mund ir. Við suma skipti hann peningum, öðrum greiddi hann smáskuldir. — Voru peningar þessir, sem Jón hafði í höndum, af ýmsum gerðum, sumt dönsk smámynt, en annað þýzkar spesíur og spænskir pjastrar. Þorláki bónda Einarssyni á Vatni lánaði hann tvo áttskildinga og einn tískilding, og svokallaða Leópoldsspesíur fékk hann honum til þess að borga með kindakrof, sem hann hafði fengið hjá yMarteini Marteinssyni, sambýlis- manni Þorláks. Árni á Stóra-Vatnshorni var ekfci skartgjarn maður, og þótti honum lítils vert um gullhringinn, sem hann hafði að veði fyrir matarskuldinni. Fór hann fljótt að ámálga það við Jón, að hann leysti út hringinn með peningum, því að hann hefði ekk- ert við hann að gera. í lok febrúar- mánaðar kom Jón svo með peninga upp í skuldina, fimm heilar spesíur þýzkar og þrjár hálfar danskar. Lét Árni hringinn af höndum alls hugar feginn, en fór í skemmu sina með peningana, því að þar varðveitti hann silfursjóð sinn í kistuhandraða. Nokkru síðar gerðist það, að Þor- lákur á Vatni greiddi Árna skuld með tískildingnum og öðrum átt- skildingnum frá Jóni Andréssyni. — Þegar Árni fór að skoða þessa skild- inga, þótti honum liturinn óhreinn, og varð af því nokkur umræða með- al heimilisfólksins á Stóra-Vatns- horni. Þar var vinnumaður, Jón Hall grímsson að nafni, og tók hann ann- an skildinginn og mælti: „Ég ætla að bera mig að því að brjóta hann“. „Gerðu það“, svaraði Árni. „Ég á hann, þó þú brjótir hann“. Tók þá Jón Hallgrímsson að sveigja skildinginn milli fingra sér og hrökk hann við það í sundur. Þótti þá sýnt, að ekki væri allt með felldu, enda var hann þvílíkur í sárið, sem í honum væri tinblendingur, og var margt um þetta talað. Árni geymdi nú brotin um hríð, unz Marteinn bóndi Marteinsson, sam býlismaður Þorláks á Vatni, kom einn dag. Rak Árni í hann skilding- ana og bað hann skila þeim til Þor- láks .Mun hann þá hafa fengið vitn- eskju um, að þeir væru frá Jóni Andréssyni runnir, því aö iáom dög- um síðar hvarflaði það að honum, að vert væri að skoða betur peningana, sem hann hafi fengið upp í matar- skuld fólksins í Fremra-Skógskoti. Sótti hann þá í skemmuna og bar til baðstofu, þar sem hann kvaðst vilja láta prófa hálfan spesíudal í viðurvist heimilisfólksins. Sagði hann Jóni, vinnumanni sinum, að láta pen inginn á kistilfjöl og slá á með hamri. Og það var ekki að sökum að spyrja: Peningurinn hrökk sundur í tvennt við hamarshöggið. Árni þóttist að vonum illa svikinn Fékk hann mann til þess að teikna það, sem á peningana var letrað, og lét skrifa Skúla sýslumanni Magnús- syni á Skarði svolátandi bréf: „Anno 1817, þann 27. febrúar, kom Jón Andrésson frá Syðra-Stóra-Skógs- koti og útleysti pant Gróu Sigurðar- dóttur sama staðar, sem var gull- hringur, með þessum peningum: — Tveimur Leópoldsspesíum af 1691, tveimur spesíum af þýzkri mynt Caro- li 6ta af 1718, einni spesíu Ferdin- andi 3ja af 1649 og þremur hálfspesí- í febrúarlok kom Jón meS peningana upp í skuldina, T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 709

x

Tíminn Sunnudagsblað

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
13
Assigiiaat ilaat:
556
Saqqummersinneqarpoq:
1962-1974
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
03.03.1974
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Fylgirit Tímans
Saqqummersitaq pingaarneq:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

30. tölublað (30.09.1962)

Actions: