Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 3
gera sér grein fyrir, að hann »# j hættu. Skutultaugin, sem er hringuð upp í húðkeipnum fyrir framan vefði manninn, rennur út, og hvakirinn dregur belginn á kaf. Veiðimaður- inn rær sem ákafast á eftir. Innan lítillar stundar skýtur belgnum upp, og þá veit hann, í hvaða átt hvalur- Grænlenzk stúlka með tvær tennur úr náhveli. Tannrótin nær henni í hné. inn stefnír. Hann rær af enn meira kappi en áður, svo að hann komist fram fyrir belginn, óg hann veit, hve langt hann þarf að fara, því að hon- um er kunnugt um lengd taugarinn- ar. Hann fer líka nærri um það, hvar hvalurinn muni koma upp. Þegar hval urinn sést nálgast vatnsskorpuna, þrífur veiðimaðurinn riffil sinn og skýtur hann til bana. þegar hann kemur úr kafinu. Síðan er róið heim með fenginn í eftirdragi, og verður þá mikið um dýrðir, þegar veiðimenn irnir koma að landi. Þegar vetur fer að, halda bæði land dýr og sjávardýr suður með strönd- um Vestur-Grænlands. Það gera ná- hveli og hvíthveli líka. En þeir nema ætíð staðar við mörk íss og auðs sjáv- ar, því að þar geta dýrin komið upp til að anda. Hvíthvelinu er gefið meiri varygð. Náhvelið fer sér ekki óðs- lega. Þess vegna ber oft við, að þess- ir hvalir verða innlyksa í ísnum norð arlega við vesturströnd Grænlands og þyrpast þar samafi í vakir. En þetta verður þeim stundum dýrkeypt, þeg- ar frost er hart. Þegar að kreppir. geta hvalirnir að vísu brotið allt að fimmtán sentimetra þykkan, is, en það hrekkur ekki ævinlega til. Þá flykkjast stundum svo margir hvalir saman í eina vök, að þeir geta tæp- ast náð þar allir andanum. Stundum frelsar breyting á veðurfari cða ís- reki þá úr þessum háska, en stund- um verða þrengslin við vakirnar líka svo mikil, að þeir, sem minna mega sín, kafna i kösinni. Þegar slík kös hefur safnazt sam- an í vök, hvílir andardráttur hval- anna eins og ský í frostbitrunni yfir ísnum. Og þá uppgötva grænlenzku veið'imennimir fljótt, hvers kyns er, séu þeir einhvers staðar í námunda. Eréttin berst eins og eldur í sinu á milli byggða, og menn flykkjast með byssur og skutla. Hvalirnir eru skotn- ir með rifflum, jafnótt og þeir koma upp, og í næstu andrá eru skutlar festir í þeim, svo að þeir sökkvi ekki. Harðfengustu veiðimennimir hafa þó stundum ekki fyrir því, heldur gripa berum höndum í öndunarop hval- anna og halda þeim þannig við skör- ina, unz þeir fá hjálp til þess að draga þá upp. Fyrir nokkrum árum vorti tvö eða þrjú náhveli felld með þessum hætti í vökum í Bjarneyjarflóa. Voru vakim ar þar í röðum, og syntu tíu til tutt- ugu hvalir fram og aftur í sífellu við 'hverja vök. En þar fór svo sem stund um vill verða, að ekki tókst að koma á land nema nokkru af hvölum þeim, sem þar voru veiddir. Það ber sem sé oft við, að Grænlendingar deyða mikinn fjölda af hvölum í vökum, en koma ekki nema litlu á land. Blóðbað ið verður fólkinu elcki til gagns nema að litlu leyti. En þess ber líka að gæta, að stundum hefði megninu af þessum hvölum verið búinn dauði, þótt menr.irnir hefðu ekki komið til. í grimmdarhörkum, sem haldast vikum saman, lýkur leiknum íft á þá lund. að þróttmestu hvalirnar leggjast um kyrrt í vökum með tönn ina gnæfandi upp í lofticj, en hinir, sem ekki fá' þokað þeim frá, kafna undir þeim. Þess vegna rekur dauð náhveli oftar en nokkra aðra tegund hvala. (Heimild: Grönland — Narhvalen — Grönlandernes höjt værdsatt'M jagtvildt) 8MW>—I—B—Brt—MMfflBWB>lWT.Hna6—WBWWaBÍMmWaUWllfl»1»S TÍU ÞÚSUND ÁR I næsta bla’Si mun birtast frásaga af því, hvernig saga gróíurfars og jafnvel þjóUmenningar á NortJur- iöndum í tíu þúsund ár hefur verií lesin af rúnum, er frjókorn jurta og trjáa hafa letrað í jartfveginn. Þau hafa varðveitzt í mýrum og seti á hotni tjarna og fenja, á me<San J>rjú hundruÖ kynslóíir manna hnigu í valinn, og beíi<$ þess, atJ vísindin kæmust á þaU stig, aU gáturnar yrUu ráUnar. Þegar sýnishornin, sem vísindamennirnir hafa safnaU úr jarUvegssniUnm sínum, hafa veriU rannsök- uU í rannsóknarstofunum, leysist gátan hver af ann- arri, unz loks er hægt aU rekja samfellda sögu þúsund- ir ára aftur í timann, ef imyndunaraflinu er stöku sinnum gefinn laus taumur til þess aU geta og álykta og fylla í eyUurnar. Og svo tygjast fornfræUingarnir verkfærum steinaldarmanna, leita sér uppi ósnortinn skógarlund og hefjast |>ar handa meU sömu vinnu- brögUum og J»eir ætla, aU beitt hafi veriU í árdaga ræktunarmenningar á NorUurlöndum, til þess aU færa sönnunaf á kenningar sínar. Hvernig ruddu steinaldarmenn skóga og gerUu sér akra? Hvers vegna hvarf álmur úr dönsku skógunum, þegar menn eignuUust búfénaU? ÞiU híUiU næsta blaUs. TÍMINR - SUNNUDAGSBLAU 51

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.