Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 14
Þannig láqu hin fornu skip í leirnum á botni Hróarskeldufia rðar. Grjó’tiS hefur aS mestu leyti veriS hreinsaS ofan af þeim og sjónum dælt brott, áSur en myndataka fór fram. Hjarta. fornleifafræðinganna gladdist við þessa sýn — og skyidi enginn lá þeim með mjúku og smágerðu heyi, og vafalaust hefur hann verið skartbú- i'm. Sverð lá við hlið hans, o.g gyrtur hefur hann verið belti með spennum, doppum og málmleggingum. Á fót- um hefur hann haft gegnskorna ilskó, og við ristarbeinin, þar sem ólarnar ihafa mætzt, voru þrjár silfurslegnar bronskringlur. Við ökklana voru fal- legir bronssporar, lítill bikar og hníf ur við hlið hans, leirker við höfðalag og fætur. Ofan á hann hafa verið breiddir skinnkoddar með heyi. Yfir þetta allt hafði svo verið hlaðin dys mikil. Það færðist mikill hugur í forn- leifafræðingana við þennan fund. — Þelr höfðu veður af: annarri gröf skammt frá þessari. En sá, sem þar hvíldi, hafði aðeins verið grafinn í hálfum báti, og sverðið við hlið hans var mun styttra en hitt. Við rann- sókn kom í ljós, að þarna hafði ver- ið grafinn ungur drengur, ekki eldri en tólf ára. Var aldurinn ákvarðaður af tönnum, sem fundust. En það, sem þegar hafði fundizt, var býsna merkilegt. Af haugfénu varð tvennt ráðið: Þessar grafir voru frá fyrstu öld tímatals okkar, og þetta fólk hafði haft viðskipti við íbúa meginlandsins. Leirkerin úr gröf höfð- ingjans áttu uppruna sinn í héruð- unum við Óder og Saxelfi. En það er staðfest við marga aðra fornleifa- fundi, að sæfarir hafa verið mikill þáttur í lífi fólks á þessum slóðum á fyrstu öldum tímatals okkar. Hér hefur sjálfsagt sægarpur verið til hvíldar lagður í farkosti sínum. Þarna fundust meira en tuttugu grafir, þar sem bátar höfðu verið not- aðir sem líkkistur, en aðeing tvær þar sem heilum bátum hafði verið offrað. Vissulega voru þetta lítilfjör- legar fleytur í samanburði við skip víkingaaldar. Lengd þeirra hefur ver ið fjórir, fimm eða sex metrar og breiddin nálægt einum metra. Ná- kvæm rannsókn leiddi í ljós, að þessir bátar hafa verið gerðir úr allt að tíu plönlcum. Járnnaglar fundust engir, en för eftir þriþætt seymi, sem sást í efnum, er samskeytin hafa verið þétt með, tala ótvíræðu máli: Þeir hafa verið bundnir eða seymdir saman. Og þessar bátasmíðar hafa ver ið undanfari hinnar miklu skipasmíða víkingaaldar. Það er enn óljóst, hvernig þessir 62 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.