Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Síða 16
Þessi mynd var tekin á Vestur-Jótiandi síðastliðið sumar. Eikjan liggur i sefinu, fornleg að sjá. En hún er samt ekki frá steinöld. Drengirnir smiðsins í Húsabaa vita um uppruna hennar. egskonungasögunum, þar sem marg- sinnis er lýst höfuðorrustum á' sjó, faafi stuðzt við endurminningar sjálfs sín um þvílíkan flota langskipa og vígdreka, sem ristur er á rúnakeflið. Frægðarsól Norðmanna var enn faátt á lofti, er þessar ristur voru gerðar, og veldi þeirra, sem fyrst og fremst hvíldi á flota þeirra og fæmi á sjó, stóð traustum fótum. Það hef- ur enn um langt skeið verið algeng sjón að sjá langskip sigla með landi LAGIÐ Á EIKJUM frá steinöid hinni síðari minnir á stofninn, sem þær eru gerðar úr. Þær voru stundum opnar aftur úr, og þá hefur sjálfsagt verið gafilok. Göt voru í borðstokkana, og hafa eikjurnar ef til vill stundum ver. ið bundnar saman. fram í Noregi. Árið 1429 sigldu nor.sk langskip, sköruð skjöldum, til orrustu við Björgvin — gegn skútum Hansakaupmanna, hinna nýju sigur- vegara á hafinu. Það var lokasenna langskipanna. Þeirra tími var liðinn, EIKJA frá Hesliey, gerð úr einum trjá- bol. Botninn er flatur ,og í henni eru tvð skilrúm. Slitgjörð er á borðstokk- unum. Venjulega var þessum stjakað eða róið, en hægt var að nota smá- segl. Eikjurnar voru svo mjóar að róa varð í kross. og nýjar gerðir skipa veittu öðrum þjóðum drottinvald. V. Enn hefur lítið verið getið um eikj- ur — fleytur gerðar úr trjábol, sem brennt er eða höggvið innan úr. Eikj urnar eiga sér þó lengri sögu en all- ar þær gerðir báta og skipa, sem hér hefur verið drepið á. „Dró ek eik á flot við ísabrot", sagði Egill Skalla- grímsson, þótt þar sé sjálfsagt um líkingamál að ræða. Eikjurnar eru einn frumstæðasti farkostur manns- ins. Þær hafa verið til á Borgundar- hólmi fyrir átján hundruð árum, jafn hliða hinum seymdu plankabátum, og þær voru notaðar á stöku stað allt fram að síðustu aldamótum. Seymdir bátar, langskip og knerrir véku fyrir nýjum gerðum, en eikjan var sífellt notuð. En notagildi hennar var samt mjög bundið við sérstakar aðstæður. Það voru þeir, sem bjuggu við ár og vötn, er héldu tryggð við þær. Það er til míkill fjöldi af gömlum eikjum. En það er mjög erfitt að á- kvarða frá hvaða tíma þær eru. Þær sem henda má reiður á, eru ekki eldri en frá steinöld hinni síðari. Á miðöld getur þeirra í skriflegum heimildum. í kringum 1800 voru þær yfirleitt að fullu og öllu út’ sögunni, en þó voru tvö svæði j Danmörku, þar sem þær voru enn notaðar um alllangt skeið. í vatnahéruðum milli Silkiborgar og Skanderborgar voru þær notaðar við veiðiskap og ferða- lög fram á miðja nítjándu öld, og á Hesliey, sem nú er landföst við Falst- ur, voru þær notaðar til þess að flytja nautgripi í sumarhaga út f hólma fram að síðustu aldamótum. Voru þær þá bundnar saman tvær og tvær. Á Hesliey voru eikjurnar gerðar úr stofnum beykitrjáa. Þegar trén höfðu verið felld og höggvin nokkuð til, voru stofnarnir dregnir heim og grafnir í sand við flæðarmálið. Þar voru þeir látnir liggja árum saman, áður en þeir voru holaðir með öxi og eldi. Voru þessar eikjur flatbotna, en fornaldareikjurnar voru ávalar að neðan. Enn eru að sönnu gerðar eikjur á Norðurlöndum. En það er aðeins leikur barna og unglinga í skógar- héruðum, er heyrt hafa getið um líf og hætti forfeðranna. (Heimild: Skalk — Báden, der var syet sammen eftir Egon H. Hansen. Pá det törre eftir Olaf Olsen, Her farer den havdjærfe, eftir H. Hell- muth Andersen, Den sidste ege, eftir Harald Andersen). Józk eikja frá fjórða tug nítjándu aldar. 64 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.