Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Side 8
og sums staðar var fólk farið að líla á þetta sem næstum því óumflýjan- legan hlut. Þau hús skiptu hundruð- um, þar sem veggjalúsin hrjáði fólk. Hún hafði líka góð skilyrði í þessum gömlu húsum. Hún hélt sig í ná- munda við fólkið í rúmstæðunum og þar í kring og líka á bak við myndir á veggjunum. Svo þegar náttaði, gerði hún árás á fólkið og saug blóð. — Bit veggjalúsar er mjög óþægilegt og bólgnar undan því, og fólk var stundum háifhrætt við hana, sem vonlegt var. — Hljóp ekki mikill vöxtur í þessi kvíkindi á striðsárunum? — Jú, bæði kakalakar og veggja- lús blómstruðu á stríðsárunum. Það var eðlilegt, vegna þess ag þær verk- smiðjur, sem framleiddu eiturefnin, voru flestar teknar undir stríðsfram- leiðslu, og var því erfitt um útvegun á eitri. Ríkisspítalarnir voru allir fullir af kakalökum og mjög erfitt við þá að eiga þar, sérstaklega gekk iila að ráða niðurlögum þeirra á Kleppi. Sama er að segja um Eim- skipafélagishúsið; þar var fullt af þeim, en mér tókst þó að ráða niður- lögum þeixra á þessum stöðum að lokum. — Beiðstu aldrei ósigur? — Nei, en ég varð stundum að grípa til róttækra ráðstafana. í nokkr um tilfellum varð ég að nota blá- sýrugas til þess að vihna bug á veggjalús. Þá varð fólkið að flytja úr húsinu, og var ekki óhætt að flytja inn í það aftur fyrr en eftir þrjá, fjóra daga. Þegar maður notar blá- sýrugas, treður maður upp í allar glufur og gerir húsið eins loftþétt og mögulegt er. Maður verður að nota gasgrímu við þetta, því að gasið er baneitrað, og venjulega hafði ég ann- an mann með mér, þegar svo stóð á, til þess að vera til taks, ef eitthvað kæmi fyrir. Blásýrugasið er í dósum og ekkert annað að gera en opna þær og flýta sér út. — Eru ekki alltaf að koma ný og ný lyf á markaðinn til þess að út- rýma þessum meindýrum? — Jú, en það hafa líka myndazt ný afbrigði af veggjalús og kakalök- um. Ég hef rekizt á þrjú tilfelli af veggjalús, sem borizt höfðu hingað er- lendis frá og voru ónæm fyrir þeim efnum, sem mest eru notuð gegn þeim. Þegar sama efnið er notað aft- ur og aftur, myndast móteitur gegn því í líkama dýranna, sem verður smám saman svo öflugt, að dýrið verður ónæmt. Þetta fyrirbrigði er líka vel þekkt innan sýklafræðinn- ar. — Hvað kom til, að þú varðst mein- dýrabani? — Ég komst í kynni við meindýra- eyðingu úti í Ameríku hjá mági mín- um Tryggva Aðalsteinssyni, sem rak þar og rekur enn fyrirtæki, í Minnea- polis, sem framleiðir eiturefni gegn meindýrum. Þetta fyrirtæki heitir: „Ahtelstein Product Company" og er orðið allumsvifamikið. Þaðan fæ ég öll mín eiturefni. Tryggvi hefur feng- izt við þetta í 40 ár. Hann fór héðan 1910. Sjálfur fór ég til Kanada 1914 og ferðaðist um Bandaríkin á árun- um 1920—27 með Jóhannesi Jóseps- syni. — Þó varla sem meindýraeyðir? — Nei, sem sýningarmaður. — Jó- hannes sendi boð frá Nevv York til Winnipeg um að útvega sér hjálpar- mann við sýningar, og ég var spurð- ur, hvort ég vildi taka þátt í sýning- um með honum. Svo fór ég til New York og hitti hann þar. Jóhannes sýndi sjálfsvörn, og mitt hlutverk var að ráðast á hann og taka á honum alls konar tök, en hann 'sýndi varnir og skellti mér. Svo fór annar maður á móti honum með hníf, og hann sýndi varnir vig því. Vig höfðum líka svertingja með í hópnum, sem réðst á Jóhannes með boxhanzka, en Jóhannes varðist. — Sýningin stóð ekki nema sex mínútur, en það var mikið.gert á þeim mínútum — Bauð hann ekki mönnum úr hópi áhorfenda að fást við sig? — Nei, ekki þegar hann var í Ameríku. Þar var það bannað með lögum. Hins vegar gerði hann það, þegar hann var á sýningarferðum í Evrópu. Framhald á 166. síðu. Mölfluga. 152 t T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.