Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Qupperneq 11
(Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). Úr VatnsfirSi. ekki taldar færar um ag hugsa — Ihvað þá heldur vinna fyrir þremur börnum. Nei, nei, það mátti ekki koma fyrir. Kvölin nísti hjarta henn- ar og hún eirði ekki í rúminu, heldur reis á fætur og tók að rjátla um gólf- ið, milli þess sem hún hlynnti að börnunum. Hún þýddi blett á hél- una á glugganum, unz hún gat gægzt út, en auðvitað sá hún ekkert, nema kolsvart myrkrið og kafþykka hríð- ina. Það var þá eins gott að grípa í prjón, ekki þurfti ljós til þess, og brátt blandaðist tif prjónanna andar- drætti sofandi barnanna, þegar storm- uiinn gerði andartakshlé, eins og til að „sækja í sig veðrið“. En skyndi- lega gat svo komið vindhviða, sem skall eins og risahnefi á bað'stofu- þekjunni, svo að bærinn nötraði og skalf. Að lokum skreiddist Inga í rúm- ið aftur, uppgefin á líkama og sál. Hugarkvöl hennar fékk útrás í brenn- andi bæn til guðs, og út frá því sofn- aði hún. Ekki var þó langt liðið á morgun, er veðurgnýrin" "aktj hana á ný. Hún ætiaði að ' þess að byrjaði að skíma, en skiJdi brátt, að ekki þýddi það, bví að gluggatóftin væri ó- efað orðin full af snjó, sem hún yrði að moka frá, svo að einhver birta fengist í baðstofuna. Kuldinn var svo bitur, að hún var farin að skjálfa, áður en hún komst í fötin. En henni hlýnaðj brátt, nóg var erfiðið sem beið hennar. Allt var á kafi í fönn, og hún varð að byrja á að moka sig út úr bænum. Enn þá var veðurhæðin svipuð, en fannkomunn; var að létta, svo að sást til lofts. Næst þurfti hún svo að grafa snjógöng út að kindakofanum, svo að hægt væri að hára blessuðum skepnunum. Morgunninn leið við þrotlausan snjó mokstur, sem hún þó oft varð að hlaupa frá til þess að róa börnin, sem undu illa alein í bænum. Um hádegis bilið hafði hún þó lokið verstu verk- unum. Kindumar jórtmðu ánægju- legar í kofa sínum, og klöikugur eldi viðurinn þiðnaði og þornaðj við hlóð arsteininn._ Inga stöð við bæjardyrnar og blés mæðinni, áreynslan og umstangið hafði dreift huga hennar í bili. En þó fannst henni hjartað eins og þungur kökkur í brjóstinu af kvíða og á- hyggjum, og kuldalegt var umhverf- ið, Vatnsifjörður úfinn og kafsnjór á láglendi, kólguský í lofti. Stormur- inn æddi óþreytandi og lék sér að lausamjöllinni, feykti henni hátt í loft upp og lót hana svo fylla hvert gil og glufu eða þyrlaði henni upp í skafla eða út á sjó. En allt í einu sá Inga gegnum skaf bylinn einhvern skugga á kviki úti með hlíðinni. Hugur hennar fylltist fögnuði, sem þó fjaraði fljótt út, þetta gat ekki verið maður hennar — óhugsandi, að þeir væru komnir úr eyjunum. En gat nokkuð hafa frétzt af þeim? Það var nú eiginlega óhugs andi líka, og — væru það þá vondar eða góðar fréttir? Hjarta hennar barg ist milli vonar og ótta. Brátt sá hún þó, að þetta var ekki maðurinn, sem hún þráði — þrátt fyrir ófærðina hefði hann borið fljótar yfir. Hún. flýtti sér í bæinn til þess að lífga eld- inn, ekki mundi manninum veita af hressingu — hver sem hann var og hvaða frébtir, sem hann færði. Þegar Inga leit út næst, þekkti hún manninn. Það var Gísli gamli, roskinn vinnumaður á Suður-Hamri; von ag hann væri seinfær. í hendinni bar hann fötu með mjólkursýru í og bundnar yfir öxlina í bak og fyrir — tvær mjólkurflöskur, klæddar í svell- þykka sokka. En Inga gaf ekki gaum að byrðum gamla mannsins til þess að byrja með, hún skyggndist ákaft eftir svipnum á andlit; hans, og er hún gat greint hann, létti henni svo, að henni fannst draga úr sér allan mátt. Gamla .skeggjaða og ófríða andlitið hans Gísla var eitt ljómandi bros. Það gat aðeins boðað gott. Og það reyndist líka svo. „Blessug Soff- ía“, hafði sent hann til þess að vita, hvernig liði hjá henni og segja henni, að hún gætj verið öldungis óhrædd um eyjafarana, því að þeir hefðu bú- izt við að verða dag um kyrrt í Flat- ey og myndu svo áreiðanlega ekki leggja í neina ófæru. Já, þvílíkur léttir! Það voru óefað Framhald á 166. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 155

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.