Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Page 15
huggunarrík orð, og svo er maður sloppinn. Sloppinn j gegnum og slopp in frá mæðu þessa undarlega jarðlífs með öllum þess villugötum og mis- tökum, myrkri og kulda og beiskju, biðtíminn liðinn með öllum hans þrautum og runnin upp stund i'ull- komnunarinnar, dýrðleg dögun eilífð- arinnar, sem Páll talaði svo oft og fallega um í bréfum sínum: þessi himneska fagnaðarstund, þegar sál- irnar hittast á landi friðarins . . Þú ert Ieidd úr stormi og nepju í höfn hjálpræðisins, hinn jarðneski hjúpur fellur af þér, votur og saur- ugur, og vinarhendur munu reiða þér hvíta og angandi hvílu, þar sem þú safnar þreki til nýs lífs, sem bíður þín. Ókunnar raddir, hlýjar og vin- gjarnlegar, tala til þín fögrum fugla- rómi, spyrja um líðan þína, og þú kinkar þreytulega kolli — já og hlustar hugfangin á dásamlegan hljóðfæraslátt og fagnaðarsöngva. Já. þetta var sagan af Önnu Símon- ar í húsi konsúl’sfrúarinnar þessa nótt. Hún var þvegiu, og henni var hjúkrað, það var sent eftir lækninum, sem gaf henni styrkjandi og róandi lyf. Það verður að segja konsúls- frúnni til hróss, að hún reyndx af fremsta megni að létta henni síðustu og erfiðustu stundirnar. Hún Iét vaka við rekkjustokk hennar, og þegar engum duldist lengur, að hverju fór, sendi hún í fárviðrinu eftir prestin- um, deyjandi konan meðtók sakra- menti og það voru lesnar ritningar- gremair og sunginn sálmur. Lífr Önnu Símonar lauk um mið- nættið Hún lognaðist hljóðlega út af, og síðast orða sagði hún: — Kemur þú nú, Páll? Meðan þessu fór fram, sat Þöngla- tanga-Anna í eldhúsinu hjá Rósu Janniksen, ífærð aflóga fatnaði smiðs ekkjunnar og með naflabindi ljós- móðurinnar reyrt um magann. Hún sat þar harðleit og hnakkakert og vildi hvorkí heyra nefndan mat né svefn. Hún vildi yfirleitt alls ekki vera þarna. Stormurinn ýlfraði og kveinaði, eld urinn sletti gráðugum Iogatungum í rauðglóandi eldavélinni — hér ang- aði allt af banvænu brauði og kaffi náðarinnar, hér sat maður að lokum fastur í gildrunni og fékk sér lesinn pistilinn. Já, hún Rósa, ekkja smiðs- ins, las. Þessi stóra, skorpna kona sat með ritninguna á hnjánum og las um synd og refsingu, um iðrun og sinnaskipti, um konuna, sem lifði í hórdómi. Það stríkkaði harðneskju- Iega á djúpri, hér um bil botnlausri hrukkunni, sem lá niður ennið á henni . . . — Skilur þú nú? spurði hún röddu ákærandans. — Eins og hann fyrirgaf konunni bersyndugu, svo fyrirgef ég þér, þrátt fyrir allar þær hræðilegu kvalir, sem þú leiddir yfir mig. Ekki af því, að ég vilji hreykja mér af manngæzku minni, Anna, því að ég geri ekki annað en það, sem ritningin býður. Og þess vegna vil ég ekki heldur ásaka þig, þó að þú hafir bakað mér og mínu heimilL sárustu smán í mörg ár. Það eitt vil ég segja þér, að hrökklist sál mannsins míns sáluga eirðarlaus hér úti á þessari voðalegu nóttu, án þess að geta öðlazt frið, þá hvílir ábyrgð- in á þínum herðum. En þetta skal allt vera þér fyrirgefið, því að þú ert meðal þeirra, sem ekki vita, hvað þeir gera. Skilurðu það, sem ég segi? Þönglatanga-Anna lauk ekki upp munni sínum. En hún hugsaði sitt, hún hugsaði á þessa leið: Vei þér, hræsnaril Því að hver annar gerði heimili Jannikens að kvalastað en þú sjálf, sem bókstaflega rakst hann yfir til mín? Þú þekktir hann aldrei, þér hefur aldrei þótt vænt um hann — þér hefur aðeíns þótt vænt um sjálfa þig og kannski Ankersen. Og hvíli maður þinn ekki í friði í gröf símú á óveðursnóttum, þá er það af því, að hann getur ekki gleymt illsku þinni. Hann getur ekki gleymt því, hvernig þú og þessi bölvaði Anker- sen ofsóttuð hann með umvendingar- tali ykkar og helvítishótunum, þar til hann afbar það ekki lengur, orð- inn sjúkur maður að auki, skaut sig í smiðju sinni. Og hér situr þú and- varpandi og getur ekki leynt gleði þinni yfir því, að ég skuli loks gengin þér í greipar. Allt þetta hefði Þönglatanga- Anna getað sagt. En hún mælti ekki orð frá vörum, hún sat þegjandi með herptan munn, heimilislaus, snauð og gröm, þjáð af brunasári á mag- anum. Henni varð líka hugsað beisklega til konsúlsfrúarinnar — þessarar hefðarkonu, sem hafði tekið Önnu Símonar að sér. Því var sem sé þannig farið uim frú Hansen, að hún kaus helzt að gera góðverkin, þegar margir horfðu á. Þönglatanga- Anna sá hana fyrir sér, þessa tignu líknarsystur — o, já, hún var eins og pálmatré, sem hafði dafnað í sól- skini og sumarblíðu, framganga henn ar var ósegjanlega tiginmannleg, og það brast og brakaði í löngum háls- inum, þegar hún talaði. Og þó — friður sé með henni, hugsaði Þöngla- tanga-Anna að lokum: Hún hefur hlynnt að Önnu Símonar, og það er gott. — Þú segir ekkert, sagði Rósa, ekkja smiðsins, sem nú hafði tæmt sigurbikar sinn í botn — það var farinn að sækja hana svefn, og hún vildi reka einhvers konar endahnút á þessa kvöldstund hvað úr hverju. — Þú iðrast ekki, Anna? Þú vilt ekki varpa forberðingunni fyrir borð og auðmýkja þig fyrir guði — ekki einu sinni núna, þegar hann hefur bent þér svo greinilega með fingri sín- um? Þönglatanga-Anna þagði enn um hríð. En svo stóð hún upp og mælti: — Nú fer ég, Rósa. — Ne-ei, ég hef nú aldrei á minni ævi . . . hrein smiðsekkjan. Hún ringlaðist algerlega í hlutverkí sínu, og það brá fyrir illskuglampa í aug- unum. Þönglatanga-Anna vék sér að henni með ógnandi látbragði og skálmaði út. Vindstrokan fór hrínandi og snöktandi í gegnum húsið, þegar hún ruddist út úr dyrunum. Það var eins og þangað væru komnir þúsund rostungar. Rósa Janniksen lét hana fara sinn veg: Hún fær sig fljótt fullsadda af því að rangla úti í svona óveðri að næturlagi, hugsaði hún, og þá Ieitar hún einhvers staðar húsaskjóls og baknagar mig fyrir allt. sem ég gerði fyrir hana, þessi norn En því hét smiðsekkjan sjálfri sér og lyfti augum til himins, að kæmi bún aft- ur — þá skal hún vera veikomin, hvort heldur hún kemur sem iðrandi syndari eða hin sama, óforbetran- lega drós og dækja, sem hún hefur verið alla sína ævi. Ekkju smiðsins vöknaði urn augu, og í þungum þönkum hellti hún kaffi handa sjálfri sér í stóran bolla. Það var gott að vera nú aftur ein. Það hélzt sami veðurofsinn að morgni, og nú var harla lítið orðið eftir af húsi Þönglatanga-Önnu. En á húsgöflum nágrannanna og grind- um og girðingum allt í kring héngu alls konar tætlur, sem börðust þar og slettust eins og nýdreginn fiSkur. En Þönglatanga-Anna sjálf — hváð var orðið af henni? Það hafði spurzt, að hún hefði hlaupið í reiði burt úr eldhúsinu frá Rósu Jannik- sen kvöldið áður. En síðan hafði enginn séð hana. Það var uppi fótur og fit og leit hafin. Menn svipuðust um í öllum sundum og kimum, það var leitað í kjöllurum og hjöllum, í víkum og krikum við lábarða ströndina. En árangurslaust. Veðrið lægði, þegar leið á daginn, vindurinn snérist til norðurs, aldan spektist, og það byrjaði að snjóa. í ljósaskiptunum fann maður loks skaddað lík Þönglatanga-Önnu, ekorð að í átórgrýtinu í fjörunni. J.H. þýddi. T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.