Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Qupperneq 12
Hallsteinn Hinriksson. (Liósm.: GE) settur síðan og starfað sem leikfimi- kennari við skólana. íþróttahús var þá til fyrir í bænum, sama húsið og enn er notað. Það er nú orðið fjöru- tíu ára gamalt og fullnægir hvergi þörfum skól'anna og íþróttafélaganna í bænum. En það var mikið átak að byggja þetta hús á sinni tíð, og það hefur sagt mér glöggur maður, að í rauninni hafi það verið miklu meira stórvirki þá en það er nú aff byggja þessa höll, sem hér á að fara að rísa. En húsið er auðvitað alltof lítið núna. Þó hefur það verið endurbætt mikið síðan það var reist og meira að segja flutt. Það var byggt upphaflega við gamla barnaskólann niðri við Suður- götu, skammt frá lögreglustöðinni, en var flutt upp að læknum eftir að búið var að byggja barnaskólann þar. Fyrir nokkrum árum var það svo end- urbætt aftur, og komið upp handa- vinnustofum uppi á loftinu, en salur- inn er sá sami og var og auðvitað orðinn alltof lítill, ekki sízt fyrir íþróttafélögin. Og það annar ekki þörfum skólanna. Síðustu árin hefur orðið að fækka talsvert leikfimitím- um hjá öllum börnum, einkum yngstu börnunum; t.d. fá sjö ára börn enga leikfimi í vetur. Verði engar breytingar á þessu í bráð, sé ég ekki fram á annað, en að eftir örfá ár verði ekkí hægt að hafa nema einn leikfimitíma í viku fyrir hvern bekk. — Fljótlega eftir að ég kom til bæjarins byrjaði ég einnig að kenna sund á sumrin og því hélt ég áfram um margra ára skeið. Þá var engin sundlaug komin enn í bænum og kennslan fór því fram í sjónum, fyrst við Óseyri, sunnan til í bænum, en síðan vestur á Mölunum, þar sem sundhöllin er núna. Áður en ég byrjaði, höfðu þeir annazt sund- JG KANN EKKI VID MIG NEMAINNAN UM ÆRSLI" SEGIR HALLSTEINN HINRIKSSON íþróttakennari Fyrir nokkru brá ég mér suður í Hafnarfjörð til að hitta þar að máli Hallstein Hinriksson iþrótta- og leik- fimikennara, en engar ýkjur munu vera að segja, að íþróttalif þess bæjar eigi engum manni eins mikið að þakka og honum. Hallsteinn tekur mér vel og talið berst brátt að íþrótt- ucn og íþróttakennslu. — Ég kom til Hafnarfjarðar árið 1929, segir Hallsteinn. — Áður hafði ég verið einn vetur kennari í Vík í Mýrdal og síðan stundaði ég nám á íþróttakennaraskóla í Kaupmanna- höfn í hálft annað ár. Við vorum þrír íslendingar þar þá samtímis, auk mín voru það þeir Aðalsteinn Hallsson og Friðrik Jónasson. Eftir að ég kom að utan flutti ég til Hafn- arfjarðar, og hér hef ég verið bú- kennslu í Firðinum, Jakob Sigurðsson og Grímur heitinn Andrésson. En þótt skilyrðin væru slæm, var alltaf mikil þátttaka í þes'sum sundnám- skeiðum, ótrúlega mikil þátttaka. Þetta stafaði að einhverju leyti af atvinnuháttunum. Þá rar saltfisk- verkun mikil í bænum, og ungling- arnir komu til sundsins um miðjan daginn milli breiðslu og samantekn- 516 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.