Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 22
drengnum og mánninum á kletta- rifi.nu. Eftir þessa stuttu hvíld neytti hann ýtrustu krafta og dróst áfram til Tar- tunaq. Þegar hann loks komst þang- að, var komið frain á morgun og fól'k þegar komið á fætur. Þar hneig hann niður og var borinn inn í nálægasta kofa. En menn áttu bágt með að trúa þeirri ævintýralegu frásögn, sem hon- um tókst smám saman að stama út úr sér; enginn hafði nefnilega getað greint feigan stórbátinn í hinum ihræðilega hríðarstormi. Hann sannfærði fólk þó fljótlega um, að skipbrotsmennirnir tveir við rætur bjargveggsins þyrftu skjótrar ihjálpar, og það brá skjótt við og safn- aði saman öllum þeim hundasleða- taumum, sem til voru, og allir, sem vettlingi gátu valdið, fóru upp á bjargið og fundu uppgöngustað Sev- erins; þekktu hann á steininum, sem Severin hafði merkt hann með. Þar bundu menn taumana saman og fleygðu niður til Asafe. Það var mikl- um erfiðleikum bundið að draga litla drenginn upp; Asafe batt hann ramm lega í taumana, en drengurinn var svo örmagna, að hann gat ekkert hjálpað til, en var dreginn upp eins og lífvana hlutur. Þegar drengurinn hafði verið dreginn upp á bjarg- brúnina, kom röðin að Asafe, en hann hafði enn það mikla krafta, að hann gat sjálfur veitt nauðsynlega aðstoð. Hinum þrekuðu mönnum var veitt öll hin bezta hjúkrun, þeir voru klæddir i þurr föt, gefin heit sel- súpa, og síðan lögðust þeir á svefn- bekkinn og fengu þá loks hvíld eftir þetta hörmulega slys. — Sama dag var boðberi sendur til „Sarqaq“ fil að flytja tíðindin, og þaðan var svo sendur maður á húðkeip til Riten- benks, og þar tók stjórnandi staðar- ins, E.C. Fencker, við þessum örlaga- ríku fréttum. En gátan um það, hvernig Severin tókst að klífa þetta fimmtíu metra lóðrétta bjarg, er enn óskiljanleg. Ég hef á tilfinningunni, að þeir fáu gömlu menn, sem enn eru á lífi, og heyrðu sem börn frásögnina af hinni furðulegu eða öllu heldur guðdóm- legu björgun Severins, Asafe og drengsins_ beygi enn höfuðið í híjóðri bæn til hins almáttuga, þegar þeir sigla fram hjá ,,Ivnarssuit-‘- hjarginu. En innan fárra ára munu síðustu fulltrúar þeirrar kynslóðar líka vera horfnir, og héðan í frá mun það senni lega aðeins vera þokukennd hug- mynd, að þetta bjarg gæti staðið sem eilíft tákn fyrir augum þeirra, sem efast um mátt bænarinnar. P.S.: Ég hef farið í gegnum bréfa- skipti milli Danmerkur og Grænlands í ríkisskjalasafninu, sem fram hafa farið á þessu tímabili, til þess að fá frekari staðfestingu á mánaðardegi slyssins cg nöfnum því viðkomandi. en því miður virðist sem allt slíkt efni frá vorinu 1891 sé horfið. Frásagnir um nýbyggingar og skip frá eftirl'itsmanni á Norður-Græn. landi, sem dagselt er 2/8 1891. Nr. 37, og varðar Ritenbenk, nefnir samt sem áður, að í stað þilfarsbátsins „Signu“, sem fórst, skuli þilfarsbát- urinn „Dagný“ látinn nægja um sinn, en „Baldur“ frá Góðhöfn muni síðar verða fluttur til Ritenbenk, ef mögu- legt sé, til að annast nauðsynlega flutninga. Hans Jacobi. Hallsfeinn Framhald af bls. 517. hægt. Og þótt menn séu oft að segja og það með réttu, að íþróttir eigi bara að vera leikur, þá er það reynsla mín samt, að þeir menn, sem í þessu standa, vilji fá keppni. Sumir láta sér kannski nægja að keppa við sjálfa sig, reyna að bæta árangurinn hægt og hægt, en aðrir eru ekki í rónni, nema þeir keppi við aðra. Þetta getur auðvitað stundum gengið heldur langt, en það verður að hafa keppni, svo að menn fáist til að stunda þetta. — Síðustu 8 til 10 árin höfum við lagt mest stund á handknattleikinn, og það hefur verið geysilega mikið starf og mikil umbrot, sem hafa fylgt því. Við það starf hafa margir lagt hönd á plóginn. Við höfum farið til útlanda næstum því á hverju ári til þess að fá að keppa við sterkt lið. Og þess höfum við þurft með, því að í Hafnarfirði er aðstaða til hand- knattleiks ákaflega slæm, í rauninni engin. Við, höfum ekkert hús, nema leikfimihúsið litla,, og utanhúss höf- um við ekki neina góða velli. Við reynum að vera á skólamölinni vor og haust. Hún er okkar helzta æf- ingarsvæði nú sern fyrr. Annars gaf bærinn okkur land á þrjátíu ára af- Leiðrétting í 20. tölublaði urðu þau leiðu mis- tök, að í greininni „Staðarprestsetrin á Vestfjörðum“ víxlaðist texti undir myndum; þannig, að mynd af Stað í Steingrímsfirði var sögð vera af Stað í Súgandafirði og öfugt. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Lausn 63. krossgátu mæli féla-gsins, og við erum búnir a® ryðja þar talsvert og laga þó nokkuð til. Ég held, að þar geti orðið fram- tíðarvöllur, ekki aðeins fyrir Hafnar- fjörð, heldur líka fyrir GarðahrepP og Kópavog. Þetla er á mjög góðum stað, skammt þar frá, sem Keflavíkur- vegurinn liggur út af Reykjanesbrau í Engidal. Þarna er hægt að haia bæði stóran völ'l og minni æfinSa" velli. — Ég hef verið þjálfari hjá þessi ár. Annars er það ekki aðah starfið við félagið. Aðalstarfið er a^ halda þessu saman, halda öllu SaIl°’ andi. Það er talsvert erfitt nú orðm- Það gerir atvinnan. Allir vinna sv° mikið, og hafa ekki tíma til neias nema stritsins. Og ekki hefur konar vaktavinna, sem alltaf er 3 færast í aukana, verið félagsstarfse®! af þessu tagi í hag. Fólk hefur ein" faldlega aldrei tíma, þegar atvinn unni er þannig háttað. Þá er ílarI skortur alltaf stöðugt vandamál. Þa væri allt annað líf, ef við gætum ha formann eða framkvæmdastjóra launum hjá okkur, en því er ekki a heilsa. Svona félög hljóta að vera ’a tæk. Þau eru eins og lítið þjóðfélag» og þar geta komið upp ýmis vanda_ mál, svipuð þeim, sem koma uPPrtt þjóðfélögum. Og það er ekki hæ= að halda þessu gangandi, nema samvinnu allra. Allir verða að legfÞ sitt af mörkum til félagsins og legS)a á sig margfalda vinnu. Annars er svo farið, að ég kann ekki við 111 nema innan um ærsliu. Og ég tr því, að þetta hafi gert eitthvað ga°f„ Mér finnst að það, að fólk legg' « starf á sig, hljóti að hafa þroska það. Yfirleitt er það mesta mynda fólk, sem lagt hefur stund á vÞrP ' hér hjá mér, en hvort þær og stoE,(a í félaginu hafi átt þátt í að það, veit ég auðvitað ekki. En vona að svo hafi verið, já ég v0 það. K®’ T t M I N N - SUNNUDAGSBEaí) 526

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.