Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 2
að ungi presturinn settist að í Vogi. Dóráþea gekk á lagið og ól á sundurþykkju prestanna. Þegar rimman harðnaði, tók að bera á því, að sum sóknarbörn séra Pare- líusar tóku að hallast á sveif með unga prestinum, sem var meiri mælskumaður og eljusamari í embætti sínu. Kirkja hans var full á hverjum messudegi, en að sama skapi fækkaði þeim, sem hlýddu ræðum séra Parelíusar. Þegar þetta hafði gengið um hríð, sprakk blaðran. Sunnudaginn Ö. febrúar 1714 ruddist séra Pareiíus inn í kirkjuna í Vogi um messutímann með hávaða miklum og fyrirgangi og lét ekki staðar numið fyrr en inni við altari. Seinna gerði hann til'raun til þess að brjótast upp í prédikunarstólinn, þar sem hann hugðist veita hinum ótrúu sókn- arbörnum sínum ráðningu. Hans Egede sá ekki annað ráð en að læsa stólnum. Eftir þennan atburð tóku fiski- mennirnir í sóknunum sig saman og létu smíða stóra silfurkönnu, sem á voru grópaðar myndir af báðum prestunum, ásamt mörgum tilvitnunum í skriftina, og rimuð- um áletrunum, þar sem annars vegar var beinlínis sagt, að kann- an væri gefin á borð prestsins í Vogi til minningar um áflogin í kirkjunni 9. febrúar, en hins vegar minnt á það af nokkurri drýldni, og þó um leið í prédikunartón, að fiski megi breyta í skírt silfur: Ud af dend gylden Fierefisch kand Sölfver-Kander Schabis, Som er en Ziir paa hver Mands Disch och nogen nöye tabis. Auðséð er á öllu, að það, sem á könnuna er letrað, hefur verið ná- kvæmlega valið, og hefur gjöfin því ekki verið ætluð til minningar einungis, heldur engu síður til áminningar hinum deilugjörnú prestum. Á skreytingunni á loki könnunn- Silfurkannan, sem fiskimennirnir I Vogi gáfu Hans Egede tH minningar og áminningar. Hans Egede, sem kunnur varð af dvöl sinni og trúboði á Græn- landi 1721—1736, hóf prestsferil sinn í Norður-N.oregi árið 1707, er hann var skipaður prestur í Vogi á Lófót. Þau ár, sem hann var þar, voru þó enginn friðartími, og ef til vilí hefur andstreymi hans þar valdið því, að hugur hans tók að stefna til Grænlands. Á þessum tímum var það alsiða, að ungir prestar kvæntust ekkju forvera síns, þegar þeir fengu brauð látins manns. Dóróþea prestsekkja í Vogi hefur sennilega gert sér vonir um það, að nýi presturinn tæki hana að sér. En þar varð hún fyrir vonbrigðum, því að Hans Egede var þegar kvænt ur. Þetta virðist hafa valdið því, að hún lagði hina mestu fæð ó nýja prestinn, og varð brátt með þeim fullur f jandskapur. Dóróþea varð þess fljótt áskynja, hvar hún átti að leita sér banda- manns í þessu stríði. í grannsókn var prestur, sem hét Parelíus, rosk inn maður og vel efnum búinn. í prestakalli hans voru mestmegnis fiskimenn, svo sem í Vogi, og fluttu þeir sig í útver eftir fiski- göngum. Var jafnan margt manna úr sóknum Parelíusar í Vogi nokk- urn hluta ársins, og þetta olli því, að stundum var ekki allt á hreinu með það, hvar tíundirnar lentu. Séra Parelíusi- fannst hann fara halloka í þessu efni, einkum eftir SJE 722 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.