Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 9
Hann er 78 ára gamall og
hefur átt heima í Reykjavík
í hartnær sex áratugi. Krist-
ján Sveinsson heitir hann og
hann starfar sem húsvöríur
við skrifstofuhúsnæÖi
Reykjavíkurborgar aÖ
Tjarnargötu 11. Áftur var
hann húsvör'Öur í nafnkunnu
húsi, sem nú er horfitS af
sjónarsvi'ðinu og mörgum er
eftirsjá alS úr bæjarmynd-
inni, Hótel Heklu. Nýlega
hitti ég Kristján, og þá kom
í Ijós, eins og mig reyndar
haftJi grunatJ fyrir, a<S hann
kunni frá ýmsu að segja.
— Ég er fæddur suður á Vatns-
leysuströnd, á Ásláksstöðum á
Vatnsleysuströnd, í kjördæminu
hans Ólafs míns sæla, eins og ég er
vanur að segja. En þar syðra var
ég ekki nema til fimm ára aldurs.
Foreldrar mínir voru Sveinn Sig-
urðsson frá Álftanesi á Mýrum og
Ingveldur Einarsdóttir frá Hvíts-
stöðum. Þau höfðu flutzt suður á
Strönd vegna sjóróðranna, en fað-
ir minn dó, þegar ég var fimm ára
ALLTAF ÞAR SEM
RÆTT VIÐ
KRISTJÁN
SVEINSSON: ORUSTURNAR VORU
gamall, og þá fluttist móðir mín
aftur vestur. Ég man ekki mikið frá
árunum, sem við vorum á Strönd-
inni, þó man ég vel eftir því, þegar
faðir minn dó, einkum því, hve erf-
iðlega gekk að koma kistunni nið-
ur stigann í bænum; þá voru húsa-
kynnin þröng. Síðan man ég, að
við fluttum vestur á bát, sex
manna fari og ég horfði mikið út
yfir borðstokkinn á leiðinni vestur
í Straumfjörð, en þangað fórum
við. Móðir mín var síðan um skeið
með mig í húsmennsku á Vogalæk,
en síðan komst ég á Hofsstaði og
þar ólst ég upp, hjá Jóni Samúels-
syni og Sesselju Jónsdóttur konu
hans. Það fór vel um mig á Hofs-
stöðum. Þar var mikill gæðastaður.
Og þar var mikið gert fyrir orðið
Húslestur var lesinn á hverjum
sunnudegi og á föstunni var lesið
á hverju kvöldi og sungnir sálmar
bæði á undan og eftir. Okkur börn-
unum mátti ekki einu sinni stökkva
bros, meðan á lestrinum stóð; þá
gátum við átt von á ráðningu.
Jón á Hofsstöðum var mikill afla-
og veiðimaður, enda þurfti ekki
lítið til búsins, því að 14 manns var
í heimili. Hann skaut bæði álftir,
tófur og seli. Ég minnist þess, að
einn veturinn skaut hann 800 álft-
ir. Jón var vefari mikill og sat
jafnan við vefstólinn á vetrum, en
þegar degi tók að halla á frostdög-
um, fór hann að verða kvikur og
lausari við vefstólinn. Þegar sjór
var hálffallinn fóru álftirnar, sem
höfðu á fjörunni verið á leirunum
og kafað eftir marhálmi, að fljúga.
Þær flugu alltaf upp með afætu-
læk, sem lá þarna til sjávar, og í
krapið, sem var lengra upp með
læknum. Jón skaut þær aldrei nema
á flugi, skaut aldrei álft á sjó eða
í krapi. En hann leyndist upp með
læknum og var í hvítum fötum,
ef snjór var á jörðu, og aldrei sá
ég feilskot hjá honum. Hann tók
alltaf fyrstu álft og fjórðu í hópn-
um og síðan sneri hann sér og
skaut á eftir honum. Mest man ég
eftir að hann fengi 26 álftir á ein-
um degi. Þá fengust fjórar krónur
fyrir álftarhaminn hjá Bryde í
Borgarnesi, svo að álftaveiðarnar
voru Jóni góðar tekjur.
En álftirnar flugu ekki nema í
frosti. t þýðu settust þær í regn-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
729