Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 2
HO PÁLL INDÍAFARl I Það voru ófáir íslendingar, sem tóku sig upp á átjándu öld og lögðu af stað til Kaupmannahafn- ar til þess að læra þar handverk. Sumir fóru beinlínis að ráðstöf- un stjórnarvalda, aðrir létu stjóm ast af ævintýraþrá. En fáir þess- ara manna eiga sér mikla sögu. Þeir eru nálega allir gleymdir. Fjöldamargir dóu fljótlega eftir komuna til Kaupmannahafnar, því að þeir stóðust illa sóttir, er þar gengu, og aðbúnaður tíðast harla lélegur. Enn voru þeir býsna margir, sem urðu drykkju- skap að bráð, og loks hafa senni- lega ófáir lagt land undir fót að loknu handverksnámi, borizt til annarra landa og týnzt þar alger- lega. Aðeins örfáir komu fótun- um undir sig. Af þeim má nefna Sigurð Þorsteinsson gullsmið, en hann var líka sýslumannssonur og hefur vafalaust verið rækilega studdur af efnuðum og alláhrifa- miklum frændum. Þegar allt um þraut fyrir þess- um mönnum, áttu þeir einkum um þrennt áð velja, ef þeim tókst ekki að komast heim: Þeir fóru í siglingar, gengu í danska herinn eða réðust til Grænlands í þjónustu verzlunarinnar. Ekk- ert af þessu var sérlega'eftirsókn- arvert, enda rnun það hafa verið fyrir þær sakir, að þessar leiðir stóðu opnar. í rauninni vitum við þó harla lítið um þetta. Fæstir þeir menn íslenzkir, sem sigldu í von um frama og framgang, en rötuðu í þess stað í raunir, skildu eftir sig nein þau spor, er unnt sé að glöggva sig á. En með því að íslendingar hafa jafnan verið gefnir fyrir að festa á blöð þau ævintýri, sem þeir komast í, kunnum vio samt góð skil á nokkrum þessara flækingsmanna. Nægir þar að nefna nöfn Jóns Indíafara, sem raunar var seytj- ándu aldar maður. Árna Magnús- sonar frá . Geitastekk og Eiríks Björnssonar frá Hjaltabakka. All- ir flæktust þeir víða um heim og lentu í miklum mannraunum, en báru lítið annað úr býtum en gera nafn sitt eftirminnilegt með- al þjóðar sinnar. GI. Árni Magnússon frá Geitastekk fór utan 1752 sem kunnugt er, og lá leið hans bæði til Græn- lands og austur til Indlands og Kína. En það voru fleiri Dala- menn, sem hleyptu heimdragan- um um þetta leyti. Á fjórða tug átjándu aldar bjó í Neðri-Hunda- dal bóndi sá, ér hét Kolbeinn Hildibrandsson. Hann mun hafa verið maður í góðum metum og hreppstjóri í sinni sveit, en dó á góðum aldri frá mörgum börn- um. Nokkru síðar en Árni í Geita- stekk tók sig upp, lögðu ekki færri en þrír synir Kolbeins Hildi- brandssonar út þessa braut. Einn þeirra, Guðmundur, stað- næmdist í Færeyjum, þar sem hann gegndi verzlunarstörfum, Annar, Kolbeinn, flæktist til Grænlands, og er talið, að hann hafi dáið þar, en hinn þriðji, Páli, stundaði gullsmíðanám í Kaupmannahöfn. Ekki gerðist hann þó kyrrsetumaður. Heimild er fyrir því, að hann fór í sigl- ingar, að dæmi ýmissa annarra, sem í örðugleika rötuðu, og komst einu sinni, ef ekki tvisvar, til Austur-Indía. Þótt slíkt kunni að hafa hljómað ævintýralega í eyr- um ungra manna, þá voru slíkar siglingar ekkert sældarbrauð. Agi á langferðaskipunum var miskunnarlaus og barsmíðar og ails konar typtanir daglegt brauð, og skyrbjúgur og fléiri hörgul- sjúkdómar trúir förunautar skips- manna. En Páll Kolbeinsson lét ekki við þetta sitja. Leið hans lá einnig um mcstalla Norðuráifu, og getur það bent til þcss, að hann hafi um eitthvert árabil farið land úr landi eins og siður var margra bandverksmanna á þessum tímum, staðnæmzt um skeið, þar sem vinna bauðst, en tekið síðan skreppu sína og staf, þegar vinnu þraut eða óeirð greip hann, og haldið á nýjar slóð- ir. Óefað hefur margt fyrir hann borið á þessum flækingi á sjó og landi, en á því kann nu enginn skil. Páll Kolbeinsson skráði ekki minningar sínar, þó að vafalaust hafi hann oft sagt sögur af svaðil- förum sínum og þrengingum í fjarlægum löndum. Þegar Páll Kolbeinsson hafði fengið sig fullsaddan á því lífi, er varð hlutskipti hans í öðrum löndum, sneri hann heim. Ekki er kunnugt, hvenær það gerðist, en vafalaust hefur útivist hans verið löng. Settist hann þá að við norðanverðan Breiðafjörð og var meðal annars á Rauðasandi og þar um slóðir. Þar var hann um það bil, er Sjöundármálin voru á döfinni, hniginn á efri ár, orðinn ekkill, og af þeim sök- um hefur nafn hans komizt inn í skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl, þar sem það er raun- ar gefið ungum manni, bróður séra Eyjólfs Kolbeinssonar og keppinauti hans um Ólöfu yngri í Keflavík. Ekki fer hjá því, að langdvalir Páls Kolbeinssonar erlendis og öll þau ævintýri, sem hann hafði ratað í, hafa varpað á hann nokkrum ljóma í hugum manna, en þó er vafasamt, að það liafi enzt honum til virðingar, þegar til lengdar lét. Að minnsta kosti gáfu Breiðfirðingar honum auk- nefni og nefndu hann Pál pumpu, og hefur það tæplega verið gert í virðingarskyni. Séra Friðrik Eggerz segir í ritum sínum, að hann hafi verið drykkfellt hröslu- menni, og er raunar ekki að undra, þótt iangsiglingar og flakk um mörg lönd hafi sett á hann slíkt mark. Þar að auki fór því fjarri, að aldarandi á íslandi á efri árum Páls Kolbeinssonar væri til þess fallinn að hamla gegn drykkjuskap og hrösluleg- um tiltektum manna. III. Þess má geta sóy til, að Páíl Kolbeinsson hafi oft í mannhættu komizt á flækingi sínum í ver- öldinni og stundum skolliö hurð nærri hælum. En úthöfin urðu honum eklci að aldurtila. Hann andaðist gamall maður af volki, sem hann lenti í að sumarlagi í vörinni í Hergilsey. Þetta gerðist sumarið- 1815. Erindreki biblíufélagsins enska, Ebenezer Henderson, hafði dval- izt hér árlangt og var á ferð um Vesturland. Hann fór frá Reyk- hólum til Flateyjar laust fyrir miðjan júnímánuð, og var þar þá fyrir bátur frá Brjánslæk, eign séra Jóhanns Bergsveinssonar. Svo er að sja, að hann hafi sjálf- T ! ♦! I m N -■ «liMVt!í'AG«?BDAf>

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.