Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 10
' gera sér í hugarlund, hve geð- fellt honum hefur verið hundaketið. Knútur Rasmussen afréð að brjótast suður til Thúle við annan mann og leita hjálpar, en hinir sil- uðust áfram eftir því sem þrek ent- ist. Wullí lagðist hvað eftir annað fyrir og vildi ekki fara lengra. Stund um kastaði hann jafnvel kveðju á félaga sína. Eskimóunum var fjarri skapi að gefast upp, en þeim fannst maður, sem ákveðið hafði að deyja, ætti rétt á því að fá vilja sínum framgengt. Lauge Koch leit öðru vísi á. En loks rak að því, að Wulff varð ekki lengra komið. Hann hrip- aði ástvinum sínum heima í Sví- þjóð bréf og lagðist síðan fyrir án sýnilegra geðbrigða. Þar skildi með þeim. Hans var síðan leitað. Stað- urinn, þar sem hann. lagðist fyrir, fannst af tilviljun, en af honum sjálfum sást hvorki tangur né tet- ur. II. Þess var getið í upphafi, að Thorild Wulff hafði farið viða um heim. Hann fór til Svalbarða 1902 á árunum 1910—1912 ferðaðist hann um Kína, Japan og Austur-Indíur og til íslands kom hann tvívegis. Það er einmitt þess vegna, að við erum hér að rifja upp afdrif hans á Grænlandi. 1 fyrri för sinni til íslands fór Wulff með ströndum fram á Vestu að vetrarlagi, og virðist hann þá hafa eignazthér nokkra kunningja, þrátt fyrir sjálfsþóttann og má vera, að hann hafi verið maður trygglynd ur, ef honum geðjaðist að fólki og vinátta tókst á annað borð. Hinar síðari Islandsför sína fór hann sum arið 1911 með sænska listamann- inum og rithöfundinum Albert Eng ström og skrifstofumanni frá Stokk hólmi, Karli Daníelsen að nafni. Var ferðinni fyrst og fremst heitið til Siglufjarðar, þar sem síldargróss erinn John Wedin hafði þá aðsetur sitt. Það var Thorild Wulff, sem fyrir þessari ferð gekkst og bauð hinum með sér. Hingað komu þeir félagar á skipi, sem hét Emmy og flutti salt og bryggjustaura til Siglufjarð ar. Ef til vill lýsir það Wulff nokk- uð, að hann var ekki fyrr stiginn upp í járnbrautarlestina, er þeir fóru með frá Stokkhólmi, en hann fór að hugsa um flær, veggjalýs og kakalakka, semy jafnan mætti búast viðví flutningaskipum. Eng- ström segir, að hann hafi þó ekki ætlað að gefast skilyrðislaust upp fyrir þess konar óværu. En það kom sér líka eins vel, því að þau kvik- indi, sem fyrst voru talin, komu nokkuð við sögu í þessari ferð. Nú segir ekki af ferðalöngunum fyrr en þeir komu til Siglufjarðar, þar sem John Wedin tók þeim tveim höndum. En ekki verður það ráðið af frásögn Engström, að Siglu fjörður hafi beinlínis áunnið sér virðingu þeirra. Þeir komust fljótt að raun um, að þar var staupa- gleði meiri en hóf var að. Þeim taldist svo til, að tuttugu og þrjár leyniknæpur væru í kaupstaðnum, og í illviðratíð og landlegum óðu drukknar skipshafnir þar uppi, svo að lögreglan fann vanmátt sinn „og Thorild Wulff afS koma úr steypibaöi undir fossi i Siglufirði. ekkert fyrir hana að gera nema drekka sig eins fulla“. Hjálpræðisherinn lét að sjálf- sögðu til sín taka á slíkum stað. Hann hélt samkomur sínar í stóru tjaldi, sem allt var sundurskorið, því að mönnunum, sem komu að- vífandi, þótti fljótlegast að rista á það göt, ef þá langaði til þess að gægjast inn. Svíarnir fóru á eina tjaldsamkomu, og sungu þar þá og vitnuðu tvær stúlkur, önnur dönsk, en hin íslenzk. í miðjum sálmi var allt í einu skorið á tjald- ið, og inn um rifuna var rekinn haus með sjóhatt á höfði og undir hattinum glitti í augu, „vatnsblá af ákavíti". En konurnar létu sér ekki bregða. Þær hrópuðu: Guð blessi ykkur öll. Og viti menn: Fá- einir sjómenn vörpuðu sér á hnén, þegar þær tóku að biðjast fyrir. Eina nóttina, sem þeir félagar gistu hjá Wedin, reyndi fullur ís- lendingur að brjótast inn í húsið. Heyrðu þeir hávaöann og fóru á vettvang. Var þá maðurinn að skríða upp stigann, og það skildu þeir, að hann þóttist eiga brýnt er indi við Wedin. En með því að þetta var ekki sá tími sólarhrings- ins, er menn reka helzt erindi sín, var maðurinn hrakinn niður stig- ann og rekinn út. Ekki virtust sumir embættismenn staðarins þeim félögum betur en annað fólk. Engström lætur þess sérstaklega getið, að „gamli lækn- irinn“ og „gamli sýslumaðurinn", sem ef til vill hefur verið einhver aukalögreglustjóri, er þá var títt að skipa á Siglufirði á sumrin, hafi verið „rambandi fullir“. Hinn síð- arnefndi minnti þá helzt á „for- ingja úr rússnesku sveitalögregl- unni“, sem líklega hafa ekki þótt til fyrirmyndar á Norðurlöndum á þeirri tíð. Lentu þeir, að minnsta kosti Engström, í talsverðu stíma- braki við þennan mann. Svo var mál með vexti, að þessi maður hugð ist efna til dansleiks eitt kvöldið og bjóða Svíunum til sín. Engström gekk inn á undan hinum, og hús- ráðandi tók á móti honum í fullum embættisskrúða. En hér fór á ann- an veg en til var stofnað. Húsráð- anda varð það á að bera Engström á brýn, að hann kynni ekki fyllilega mannasíði. Nú eru Svíar allra manna formfastastir, enda tóku þeir félagar þetta óstinnt upp. Þeir sneru frá í fússi, og ekki bætti úr skák, að Engström frétti það eftir gestgjafanum, að réttast væri að flengja hann og setja hann í járn. Hóf hann næsta dag leit að karli og hugðist krefjast þess, að hann bæðist afsökunar. Afsökun arbeiðnin fórst þó fyrir, því að hann neitaði að eiga orða- stað við Svíana nema skriflega, að sögn Engströms. Fór svo, að þeir létu málið niður falla. Frá Siglufirði fóru þeir félagar inn á Akureyri og þaðan á hestum austur um Þingeyjarsýslu. Réðu þeir sér fylgdarmann, Stefán Jónatans- son að nafni, gagnfræðing frá Möðruvöllum. Ekki voru þeir alls kostar ánægðir meö hann. Að því er látið liggja, að hann hafi verið værukærari en þeim þótti við hæfi og dregiö í efa, að honum hafi verið leiðir kunnar á þeim slóðum, er farið var um. Meðal annars fýsti þá að sjá hveri við Námaskarð, en fylgdarmaðurinn færðist undan því að fara þangað — kvaðst ekki rata og auk þess áliðið dags. Þegar Wulff heyrði þetta, vildi hann með engu móti láta ferðina undir höfuð leggj ast. Kom þar, að hann mælti þau orð, sem ef til vill lýsa honum all- vel: „Ættum við ekki, þrír Svíar, að komast þetta á eigin spýtur?" Þeir félagar sneru aftur til Siglu- fjarðar eftir þessa ferð. Þaðan fóru þeir veiðiferð með skipi frá Staf- angri og gengu þá einn daginn á land í Fljótum. Komu þeir að Barði og hittu þar séra Jónmund Hall- Frarr.hald á 189. síSu. 178 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.