Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 7
hnísu í laginu, enda hafðl Bauer kynnt sér sköpulag þeirrar hvalateg- undar, áður en hann hófst handa vlð smíðina. Þegar kafbátnum var hleypt af stokkunum í Kiel árið 1850, varð Dönum, sem lágu undlr Jótlandssíðu svo mikið um, að flótti brast í liði þeirra. En þessi auðfengni sigur braut þó ekki allar brýr að baki Bauers. í Kiel var til eðlisfræðiprófessor að nafni Karsten, og hann hafði hina megnustu íyrirlitningu á Bauer og öllu hans brambolti. Karsten þessi skrifaði fjölda greina 1 þýzk fræðirit, þar sem hann réðst harkalega að Bauer og kafbáta- hugmyndum hans. Þegar fram i sótti varð þessi iðja Karstens til þess að þýzki flotinn glataði trausti sínu á Bauer og hætti að veita fé til tilrauna hans. En Bauer gafst ekki upp við svo bú- ið. Árið 1853, ekki löngu áður en Krím stríðið hófst, var hann kominn til Englands og bauð stjómarvöldunum nýja og endurbætta útgáfu af kaf- bátinum. Albert drottningarmaður hafði áhuga á málinu, en þó fór svo að lokum að Bauer varð því fegnastur að komast frá Englandi og hafði ekki selt. Þá skrifaði hann ríkisstjórn Bandaríkjanna, en hún virti hann ekki einu sinni svars. Þá var úr vöndu að ráða fyrir Bauer. Til Þýzkalands gat hann ekki farið aftur, bæði vegna áróðurs Karstens prófessors gegn hon- um ag auk þess töldu þýzk yfirvöld hann allt að því landráðamann, er hann hafði boðið öðrum þjóðum upp- finningar sínar. Bauer hélt því austur á bóginn, til Rússaveldis. í Péturs- borg komst hann í kynni við Kon- stantin stórhertoga og hann tók upp- finningamanninn upp á sína arma. Flotaforingjarnir rússnesku vildu hvorki heyra Bauer né sjá, en stór- hertoginn lagði honum til fé til að smíða nýjan kafbát, sem var skírður Sædjöfullinn, en það heiti hafði Kar- sten prófessor viðhaft um fyrsta kaf- bát Bauers. Sædjöfullinn var byggð- ur árið 1855, gerður fyrir þrettán manna áhöfn og átti að þola þrýsting niður á 150 feta dýpi. Loftið var hreins að í kafbátnum með súrefnishreinsun- artækjum, og skrúfu hans var snúið með handafli. Upp úr kafbátnum reis útsýnisturn og hann var útbúinn með Jafnþrýstiklefa, sem kafari gat farið út um. Næstu mánuði gerði Bauer og áhöfn hans fjölmargar tilraunir með kaf- bátinn. Hann kafaði hvað eftir annað og safnaði upplýsingum. í þessum köf- imum voru í fyrsta sinn gerðar athug- anir á notkun áttavita neðan sjávar. Þá voru þar gerðar athuganir á ,hvaða áhrif það hefði á menn að vera lengi innilokaðir, og loftþrýstingurinn var mældur hvað eftir annað. Bauer reyndi meira að segja að taka Ijósmyndir út um glugga á kafbátnum. Þegar Alex- ander n. Rússakeisari var krýndur, tók Bauer þátt í að hylla hann. Hann tók um borð i kafbátinn nokkra lúður- blásara og hélt I kaíi út á höfnina 1 Kronstadt. Þar tóku blásararnir fram hljóðfærin og þeir, sem gerðu sér það ómak að róa örskot frá landi, gátu hlýtt á þessa sérstæðu tónleika, þar sem ómurinn barst upp úr djúpunum. Þegar Bauer, hafði kafað 133 sinn- um i Sædjöílinum, ákvað hann að sýna hæfni bátsins í ófriði. Hann hugðist sigla neðansjávar undir ákveðið skip í höfninni I Kronstadt og festa þar sprengju. Framan af gekk ferðin að óskum. Áhöfnin var orðin vön bátnum og vissi nákvæmlega, hvað gera skyldi. En allt í elnu staðnæmdist báturlnn. Áhöfnin lagðist á skrúfuna, en henni varð ekki hnikað. Þari hafði vafizt utan um hana og hélt Sædjöflinum föst um. Bauer sklpaði að láta tæma botn- tankana. Samþjöppuðu lofti var hleypt inn í þá og dældi sjónum út. Bátur- inn tók að stíga að íraman, en þarinn hélt honum föstum að aftan. Báturinn var léttur eins og hægt var, en allt kom fyrir ekki. Stefnið steig enn, og var nú komið íast að yfirborði, en þá var báturinn lika orðinn nær þvi lóð- réttur í sjónum. Bauer skipaði aðstoð- armanni sínum að íara með alla áhöfn ina út um framlúguna, bæði til að bjarga lifi þeirra og létta skipið enn. Sjálfur varð hann eftir til að reyna að finna einhver ráð út úr vandanum. En framlúgunni hafði verið illa lokað, og nú fór að leka með hennl. Bauer fór þá fram í, til að ganga betur frá henni En í sömu svifum sökk sldpið nokkuð að framan og sjórinn fossaði inn. Bau- er gerði það eina, sem hægt var. Hann smeygði sér út um lúguna rétt áður en skipið sökk. Honum var fljótlega bjargað um borð í bát. Þrátt fyrir þessar ófarir naut Bauer talsverðra metorða innan rússneska hersins. Örlög Sædjöfulsins stöfuðu ekki af vankunnáttu Bauers, heldur fyrst og fremst af hinu, að enn var ekki til nein aflvél, sem gat knúið skip neðansjávar. Bauer var gerður að verkfræðiforingja flotans ag fékk sér- stakan einkennisbúning. Hann hófst þegar handa við að smiða nýjan kaf- bát og öflugri en Sædjöfullinn hafði verið. En flotaforingjamir höfðu eftir sem áður hom I síðu Bauers, þótt þeir hefðu neyðzt til að umbera hann um hríð. Þeir gerðu honum lífið leitt með sífelldum aðfinnslum og breytingatil- lögum, og að lokum fengu þeir þvi fram gengt, að tilraunimar skyldu fluttar til Síberiu. Þá tók Bauer saman fögg- ur sinar og fór til Vesturlanda aftur. Honum skaut upp í Parls. Prakkland var elna stórveldið, sem hann hafði ekki átt nein skipti við áður. Napoleon þriðji veitti honum áheym, en hafði hins vegar engan áhuga á kafbátakaup um. Og til að bæta gráu ofan á svart rétti hann Bauer dálitla fjárupphæð eins og ölmusumanni. Bauer hvarf von- svikinn heim til Munchen aftur. Þar sýktist hann af berklum og lá þjáður f sjö ár unz hann andaðist. Síðar var honum reist líkneski í ættborg sinni og á það höggvin þessi orð: „Síð- ari tíma menn voru honum réttíátarl en samtíminn.“ Kafbátasmíði eins og lá í loftinu um og eftir miðja nitjándu öld. Upp- finningamenn í flestum löndum heims reyndu að smíða kafbáta af ýmsu tagi. Margar tilraunirnar mistókust, en ár- ið 1869, þegar Jules Vernes skrifaði hina frægu sögu sína „Umhverfis Jðrðina neðansjávar" höfðu að minnsta kostl tuttugu og fimm nothæfir kafbátar verið búnir til og reyndir við köfun. Prakkland var forystuland i þessum efnum eftlr að komið var fram á sið- ari hluta aldarinnar. Árið 1863 var þar smíðaður kafbáturinn Plongeur, en sá bátur gaf Jules Veme hugmynd- ina að kafbát Nemos skipherra, Naut- ilusi. Og um þetta leyti er farið að knýja kafbáta aflvélum. í Bretlandi unnu tveir félagar að kafbátsmíði á nfunda tug aldarinnar. Annar þeirra var sænskur vélfræðing- ur að nafni Theodore Nordenfelt og með honum var í félagi ensktu- prest- ur að nafni George William Garret, en klerkur sá hafði áður smíðað litinn kafbát upp á eigin spýtur. Þeir félag- ar voru sagðir talsverðir furðufuglar, Nordenfelt minnti á Franz Jósef Aust- urríkiskeisara, en séra Garret var eins í útliti ag Bemard Shaw á yngri árum sfnum. Og kafbáturinn, sem þeir unnu að, var smíðaður fyrir tyrkneska flot- ann. Báturinn var geysistór og vel vopnum búinn og þeim félögum tókst að gera hann svo úr garði að Tyrkir voru ánægðir, þá var hann fluttur til Istanbul og komið þar fyrir til geymslu, og áður en leið á löngu var búið að stela öllu lauslegu úr honum og flest- um þeim hlutum hans, sem nokkur leið var að losa. Nordenfelt smíðaði annan kafbát og seldi rússnesku stjóminni hann. Hann bauð einnig stjórnum Bandaríkjanna og Frakklands kafbáta, en þær höfnuðu báðar tilboðinu. Hins vegar varð mála- leitun hans til þess, að Bandaríkin gengust árið 1888 fyrir samkeppni um hugmyndir að kafbátum. f þeirri sam- keppni sigraði John P. Holland. Holland var grannholda og veikbyggð ur bamakennari af irskum ættum, en hann skorti aldrel hugmyndir. Fyrsta kafbát sinn teiknaðl hann ungllngur árið 1859 heima í írlandi. Hann fluttl þrítugur að aldri vestur um haf, árið 1872, og gerðist barnakennari i New Jersey fylki. Kunningi hans einn þar vestra rakst af tilviljun á æskuteikn- ingar hans og hvatti hann til að bera þær undir hernaðaryfirvöld landsins. Holland gerði það ekki, en 1 stað þess fór hann að nýju að hugsa um kafbáta og hann gerði nýjar teikningar. Þær sendi- Holland til ílotastjórnarinnar, en fékk ekki mjög uppörvandi svör. Honum var samt kleift að hefjast handa við smíðina, og árið 1878 var TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 175

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.