Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 15
PÉTUR EGGERZ byggði fyrsta verzlunarhúsið á Boröeyri. þessi var Pétur Eggerz, sonur Frið- riks prests, Eggertssonar prests frá Ballará, sem um langt skeið var þjónandi prestur í Skarðsþingum. Þeir feðgar, síra Friðrik og Eggert prestur á Ballará, voru fjárafla- menn miklir, og töldu andstæðingar þeirra, að þeir, og þó sérstaklega séra Eggert, sæjust lítt fyrir, ef um fjáraflavon væri að ræða, ekki sízt ef um var að ræða jarðir, jarða- parta eða ýmis hlunnindi, en eftir þessu var þá mest sótzt. En marga góða kosti höfðu þeir, þótt óvinum þeirra þættu þeir blendnir í viðskipt um. Pétur Eggerz var fæddur 11. apríl 1831, fór ungur að aldri til Englands og lærði verzlunarfræði. Tuttugu og fjögurra ára fór hann norður í Hrútafjörð og settist að á Borðeyri (heimajörðinni). Þá bjó þar Ragn- heiður, ekkja Vigfúsar sýslumanns Thorarensens. Voru þær systur, Jakobína, kona Péturs og Ragnheið ur, dætur Páls amtmanns Melsteðs. Þetta var árið 1856, og árið eftir tekur hann jörðina til ábúðar, en á því ári fékk hann verzlunarleyfi. Ár ið 1885 flytur hann ofan á Borðeyr- artanga, sem þá og lengi síöan gekk undir því nafni, en tekur ráðs mann fyrir búið, er Jón hét Jóns- son, og síðar varð bóndi á Fallanda stöðum og Fosskoti í Miðfjarðardöl- um. (Kona hans var Guðbjörg Björnsdóttur frá Geithóli. Sonur þeirra var Björn gullsmiður á Bessastöðum, faðir Bjarna og Ein- ars, sem nú eru bændur þar). Pétur Eggerz er réttnefndur faðir Boitð'eyrarkauptúns, því að hann varð fyrstur til að hefja þar bygg ingarframkvæmdir og ræktun. Áð- ur sást ekkert á tanganum, nema ef til vildi tjöid, sem sett höfðu þá SIGRÍÐUR EGGERZ síöari kona Péturs, bóndadóttir frá Kollsá. verið niður eftir þörfum. Fyrsta árið byggði hann snotran torfbæ, sem hann bjó í fyrstu árin, en hugurinn stefndi hærra, og gerðist hann brátt mikill athafnamaður um byggingar. Árið 1860 reisti hann 12x24 álna vörugeymsluhús, vand- að að viðum og öllum frágangi, enda var hann þá farinn að verzla með vöruleifar frá lausakaupmönn- um. Mest voru það leifar frá Claus- enverzlun. Árið 1862 reisir hann vandað timburhús, og í því hafði hann krambúðina í suðurenda. Þessi tvö hús standa enn 1957. Fyr- ir árið 1868 er hann búinn að reisa þriðja húsið, með krambúð og vöru geymslu, en það fórst í brunanum 1941, þegar kviknaði í hjá setu- liðinu. Þegar Félagsverzlunin við Húnaflóa leið undir lok 1877, fer hann til Englands og fær Zöllner stórkaupmann til að senda skip til Borðeyrar með vörur og er sjálf- ur verzlunarstjóri fyrir hann fyrstu árin, unz hann flytur 1879 til æsku- stöðva sinna Akureyja, alfarinn frá Borðeyri. Eftir Pétur Eggerz tók við verzl uninni tengdasonur hans, Kristján Hall, giftur Elinborgu, dóttur hans af fyrra hjónabandi. En Kristjáns naut ekki lengi við. Sorgleg enda- lok hans urðu þau, að hann féll fyr- ir voðaskoti úr eigin höndum uppi á krambúðarloftinu. Það heyrði ég ungur, að hann hefði verið vel lát inn af viðskiptavinum, en ef til vill ekki nógu reglusamur. Sagði fóstri minn, að hann myndi hafa átt harðan húsbónda í Zöllner, en fóstri minn var þarna málum kunn ugur. Snemma á árum Péturs Eggerz fékk hann illkynjað hnémein. Fór hann þá til Englands til þess að ÓLAFUR GÍSLASON bóndi á Kolbeinsá, hafnsögumaöur viö, fióann. fá bót, en svo var um meinið soll- ið, að taka varð fótinn af fyrír of- an hné. Síðar fótbrotnaði hann tvisv ar á hinum fætinum, en svo var kjarkurinn mikill og viljafestan, að ekki gat þetta bugað hann frá ýms um stórræðum. Oft fékk hann ó- milda dóma sem aðrir kaupmenn, en Finnur Jónsson fræðimaður á Kjörseyri, er var var samtímamaður hans og honum nákunnugur, segir, að þeir dómar hafi veriö ómaklegir margir og náð engri átt. Að vísu hafi hann ekki ætíð verið sann- gjarn í garð þeirra, er hann áleit mótstöðumenn sína, en svo fari fleirum mikilhæfum og geðríkum mönnum, og sé það sannfæring sín, að Pétur hafi verið „í innsta eðli sínu merkasti og bezti drengur." Finnur kveður hann einn með list- fengustu mönnum, sem hann hafi kynnzt; hyggur hann hafa verið til annars betur fallinn en til kaup- mennskunnar; álítur, að hann hefði orðið „frægur læknir“ hefði hann gengið þá braut, svo nákvæm- ur sem hann var við sjúklinga og hjálpaöi þeim mörgum, og kveður hann „bezta smið“, og „einkar lag inn að teikna og mála.“ Enn var honum það til lista lagt að kunna nokkuð á sjónhverfingar, að sögn Péturs fóstra mins. Sagði hann, að nafni sinn hefði haft gaman af að komá mönnum á óvart með þeim brellum. Sagðist fóstri minn eitt sinn hafa verið staddur í búðinni á Borðeyri og Pétur Eggerz innan við búðarborðið, þegar inn kemur bióndi úr Miðfirði, ríkur vel, er sagt var um, að safnaði spesíum í handraðann. Sér sá þá allt í einu, að spesía skoppar ofan fót hans og fram á rist og ætlar að grípa hana, „en hún er þá horfin, og gaman T f H I \ N - flUNNUDAGSBLAÐ 183

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.