Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 4
KAFBÁTASMID-
IR FYRRI TÍMA
Frá örófi alda haía menn heillazt af
leyndardómum hafdjúpanna. Menn
hefur löngum dreymt þá tiS, er unnt
yrSi að fara jafnörugglega um undir-
djúpin og á þurru landi. Ofurhugar
hafa á öllum öldum hætt sér eins
iangt niður og þeim hefur verið kleift
— og stundum lengra.
Það er þó ekki fyrr en á vorum dög-
um, sem um verulegar framfarir í
þessum efnum hefur verið að ræða.
Einkum er það tvennt, sem hefur stuðl-
að að aukinni þekkingu manna á því
sem hafið býr yfir og gert ferðir manna
niður í djúpin tryggari. Annars vegar
er það síbættur köfunarútbúnaður
samfara aukinni þekkingu á viðbrögð-
um mannslíkamans við breytilegum
þrýstingi, hins vegar þróun kafbáta.
Kafbátar koma tiltölulega seint til
sögunnar, en löngu áður en mönnum
tókst að smíða þá, höfðu hugvitsmenn
veit málinu fyrir sér og látið sér detta
ýmsar leiðír í hug. Leonardo da Vinci,
var einn þeirra, sem hugsuðu um kaf-
bátasmíði. En hann kvaðst ekki vilja
skýra neinum manni frá þvi, hvernig
hann hugsaði sér að slikur íarkostur
yrði gerður, þar eð mannkynið myndl
nota neSansjávarskip til ills eins. Og
ef til vill hefur hann þar reynzt sann-
spár, að minnsta kosti að nokkru leyti.
Svo mlklð er vist, að kaíbátar haía
frá íyrstu tíð verið einkum miðaðir
viö hemaðaraðgerðir, og máttarlitil
riki, sem átt hafa i ófriði við flota-
veldl, hafa hvað eftir annað leitað á
náðir þess draums, að smiða mætti
neðansjávarskip, sem gæti grandað
ílota óvinanna þeim að óvörum.
Pyrsta kafbátinn smlðaði hollenzkur
maður, Cornelius van Drebbel, um
1620. Drebbel var menntamaður og sat
um skeið 1 fangelsi í heimalandi sínu
vegna skoðana sinna. Síðan íór hann
til Englands og gerðist kennari barna
Jakobs konungs. I. Þar smíðaði hann
bát, sem hægt var að róa i kaíi. í
heilan áratug hafði Drebbel bátinn á
Temsfljótl og lék listir sinar 1 honum
fyrir fólk og tók menn með i skemmti-
ferðir undlr yfirborðið. Báturinn var
tólíróinn og komst niður i tólf feta
dýpi, en loftpipur lágu úr honum upp
1 yfirborðið.
Nokkrum áratugum eítir dauða
Drebbels íékk ílotamálaráðherra Breta,
Bamuel Pepys, heimsókn. I>a.r var kom
lnn tengdasonur Hollendingsins og
hann bauðst til að selja ríkisstjórninni
fyrir tiu þúsund pund „leyndarmál
Corneliusar Drebbels um hvernig hægt
sé að sökkva og eyðileggja skip á svip-
stundu." Ekki vildi hann þó segja
ráðherranum, hvemig aðferðin væri,
kvað konunglnum einum ætlað að
heyra það. Pepys var ragur við að
kaupa óséð og því gekk ekki saman,
en þess mætti geta sér til að leynd-
armálið hafi verið kafbáturinn gamli.
John nokkur Day, hafnarverkamað-
ur í Yarmonth, smiðaði sér kafbát seint
á átjándu öld. Áður hafði hann búið
til köfunarkúlu, sem hann fór í niður
á þrjátiu íeta dýpi. Sú tilraun ýtti
undir hann að smiða skip, sem hægt
væri að sigla neðansjávar, og hon-
um tókst að íá lán til að festa kaup
á fimmtiu tonna báti, sem María hét.
Day lét gera ýmsar breytingar á Mariu
og siðan málaði hann skrokkinn rauð-
an og lýstl því yíir, að hann ætlaði að
fara niður i þrjú hundruð feta dýpi og
vera þar i sólarhring. Hann hélt um
borð og hafði með sér klukku, kerti,
kex og vatn, og siðan var skiplnu
lokað. Að afliðnu hádegi 20. júni 1774
var rauðu Mariu svo sökkt 1 hafið
skammt frá Plymouth. Nokkrar loft-
bólur bárust upp á yfirborðið, en María
og John Day sáust aldrei framar.
Samtímamenn hans töldu, að Day hefði
íarizt úr kulda, en nær sanni mun
þó hitt vera, að liann hafi drukknaö.
Fyrsti kafbáturinn ætlaður til hern-
aðar var smíðaður vestan hafs á dög
um frelsisstyrjaldar Bandaríkjanna.
Uppfinningamaðurinn hét David Bus-
hnell og skipið var nefnt Skjaldbakan.
Nafnið var dregið af þvi, að Bushnell
fannst það líkjast tveimur skjaldböku-
skeljum, sem væri hvolft saman, en
upp af hálsopinu reis útsýnishóll. Ekki
var rúm fyrir nema einn mann í fleyt-
unni; hann sat á stól og hafði höfuðið
uppi í útsýnishólnum og hafði ærið
að starfa. Skipið var skrúfað áfram
með handsnúinni snicilBki-úfu, sem
gekk fram úr skrokknum. Þegar skipið'
skyldi fara í kaf, var sjó hleypt i botn-
tanka og um leið gat stýrimaðurinn
haft stjórn á því með lóðréttri skrúfu,
sem annars var eins og hin fyrrnefnda.
Þá þurfti hann einnig að hugsa um
stýrið, sem var eins og venjulegt skips-
stýri aftur úr skipinu. Prá skipinu lágu
tvær loftpípur upp á yfirborð sjávar,
önnur ætluð fyrir innöndun, hin til
útöndunar. Þessar pípur voru mjög
stuttar, enda gat Skjaldbakan ekki far-
ið djúpt, og yfirleitt varð útsýnishóll-
inn að standa upp úr, svo að stýri-
maðurinn gæti séð hvert hann stefndi.
Aftan á Skjaldbökuna var fest sprengi
hleðsla, sem hægt var að losa að
innan. Við sprengjuna var fest lína
og í enda þeirrar línu var skrúfa, sem
stýrimaðurinn átti að festa í botn
þeirra skipa, sem hann hugðist koma
AtraeA
A/Jt nres
AAUASr
POfitP
EiHhvað á þessa ieið hefur Skjaldbaka Bushnells lltið út.
1Z2
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAB