Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 9
INCÍA' r'”'? ☆ I. Annar Thúleleiðangurinn, sem svo er nefndur, var farinn til norð- urstrandar Grænlands á árunum 1916—1917. Heimleiðis var farið yf- ir jökul, og í þeirri ferð gerðust þau tíöindi, að tveir menn biðu bana. Annan þeirra, grænlenzkan ferða- garp, rifu úifar í sig, en hinn, sænski grasafræðingurinn Thorild Wulff, örmagnaðist, er hann var kominn af jöklinum. Thorild Wulff hafði farið víða um heim. Vafalaust hefur hann verið ágætur vísindamaður, en hann virðlst hafa rerið haldinn miklum skapgerðargöllum. Hann hafði megna fyrirlitningu á því fólki, sem hann varð að umgangast á slíkum ferðum, og var með öllu sneyddur hæfileikum til þess að laga sig að staðháttum. Hin síð- asta för hans, Grænlandsferðin, var samíelld sorgarsaga. Hann sat í Thúle veturinn 1916— 1917, og varð þess fljótt vart, að hann gat hvorki sætt sig við þann mat, sem kostur var á, né komið skapi sínu við Esklmóa. Það gat þess vegna ekki hjá því farið, að iðulega kæmi til árekstra. Einu sinni fékk hann til dæmis dreng til þess að fara með sig í sleðaferð. 1 þeirri ferð barði hann drenginn f höfuðið með svipuskapti, og þegar þeir Knútur Rasmussen og Pétur Preuchen, eigendur verzlunarstöðv- arinnar í Thúle, ávítuðu hann fyrir þetta athæfi, hélt hann því blákalt fram, að sögn Freuchens, að þetta væri „handhægasta aðferðin til þess að kenna þeim góða siði, er menn gætu ekki talað við“. Þessari rimmu lauk svo, að þeir Knútur skipuðu honum að hafast við í skútu, er lá þar inni frosin á skipalegunni, ef hann lofaði ekki bót og betrun. Það gerði hann að vísu, en þó var skammt að bíða nýrra klögumála. Wulfí var góður myndatökumaður, og dag nokkurn ætlaði hann að taka mynd af Eski- móakonum með börn I skinnpokum á baki sér. En honum þóttl sumar konurnar, sem hann vildi mynda, vera með ljót börn í pokum sín- um, og þess vegna ráuk hann til og ætlaði að skipta um böm. Mæð- urnar kunnu þessu tiltæki ekki vel og gerðust með öllu afhuga því að láta mynda sig. Þá trylltist Wulff, æpti og öskraði og ætlaði að kúga þær til þess að hlýða. Atvik af þessu tagi voru næsta tíð. Wulff leit á frumstætt fólk sem úrþvætti og krafðist þess, að það færl 1 einu og öllu að vilja hans. En skapsmunum hans var svo farið, að fleirl urðu fyrir barðinu á hon- um. Einu sinni bar það við, er hann var sleðaferð með Pétri Freuchen í hríðarveðri á jökli, að hann neit- aði að fara lengra, ,Jag vSgrar að flytta mig mera í dag", hafði Pét- ur eftir honum. Sló í svo hart með þeim, að Pétur lét svipuna smella vlð kinn hans og barði hann meira að segja áður en lauk. Þegar leið á veturinn 1917, héldu þeir sjö af stað norður fyrir Græn- land — Knútur Rasmussen, Lauge Koch, er seinna varð frægur mað- ur, Thorild Wulff og fjórir Græn- lendingar. Þeir lentu í miklum kröggum og átu alla hunda sína á heimleiðinni yfir jökulinn. Thorild Wulff var mjög miður sin, er á ferðina leið. Hann býsnaðist yfir því að geta ekki þvegið sér, hon- um var raun að því að stinga matn um upp í sig með fingrunum, hann hafði aflað sér óvildar Grænlend- inganna og glaðlyndi þeirra í hln- um mestu mannraunum var honum óskiljanlegt — það hneykslaði hann jafnvel. Ofan á allt annað bættist, að hann þjáðist af meltingartrufl- unum. Þeim félögum tókst að skjóta fáeina héra, þegar þeir komu af jöklinum, en Wulff gat ekkert af þeim bragðað nerna lifrina. Það má T t M I N N — SUNNUDAÍiSBLAÐ 177

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.