Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 6
Ne8ans|ávarhljómleikar Bauers ( tilefnl af krýnlngu Alexanders II. Rússakelsara árlS 1856.
hann vildl skoða bátinn sjálfur, svar-
aðl Pulton þvl til, að báturinn hefði
veris lekur og vélin afllíti], og því
hafi hann rlfið bátinn, enda ekki ver-
iö útlit fyrir að yfirvöldin kærðu sig
neitt um hann.
Næstu árin gerði Fulton hlé á kaf-
bátasmiði sinni. í stað þess smiðaði
hann gufubát, sem hann sýndi á Signu
árls 1803. En Napoleon hafði ekkl
heldur neinn áhuga á þeim farkosti.
Hlns vegar fór Englendingum ekki að
verða um sel. Þeim höfðu borizt njósn-
ir aí tilraunum Pultons, bæði með
Nautilus og gufubátinn, og þeir töldu
hættu ft, að þar hefðu Frakkar eign-
azt vopn, sem gætu reynzt enska flot-
anum skeinuhætt. Þeir höfðu jafnvel
grun ft, að Fulton hefði á laun selt
Frökkum uppgötvanir sinar, þótt þvi
væri neitað opinberlega. Bæði til að
sannreyna þann grun og koma í veg
fyrir að Frökkum bættust ný leynivopn,
væru grunsemdlmar rangar, töldú þeir
bezta ráðið vera að fá Fulton í þjón-
ustu sina. Þess vegna sendi brezka
stjórnin trúnaðarmann slnn á fund
Fultons í Paris. Og eftir nokkurt kaup-
slag varð niðurstaðan sú, að uppfinn-
ingamaðurinn flutti búferlum til Lund
úna, en þar var honum heitið gulli
og grænum skógum.
Fulton þótti þó áður en leið ft löngu
verða Íítið úr efndum. Bretar virtust
ekkl hafa miklnn fthuga á að notfæra
Bér uppgötvanir hans. Megintilgangur
þeirra hafði verið sá, að koma i veg
fyrir að hann yrði Frökkum að liði,
og það hafði þeim tekizt. Hvaða á-
stæða var þá til þess að eyða stórfé
í tilraunir og uppfinningar, sem
myndu gjörbreyta öllum viðurteknum
stríðsreglum og flotahefðum? Fulton
þumbaðist þó við að koma verki sínu
á framfæri lengi vel, en þá gerðist at
burður, sem sló vopnin með öllu úr
hendi hans. Horatio Nelson flotafor-
ingi gersigraði flota Frakka í orrust-
unni vlð Trafalgar haustið 1805. Brezki
ílotinn varð þar með allsráðandi á
helmshöfunum og engin-þjóð gat ógn-
að þeim yfirburðum. Þeir höfðu því
ekki lengur neina þörf fyrir neðan-
sjávarvopn, og úr þessu skipti þá litlu
máll 1 hvaða stjórn Fulton nauðaði.
Þeir hófust handa við að losa sig
við hann. Og uppfinningamaðurinn
hélt innan skamms vonsvikinn til
heimalands síns, uppigefinn á stórveld
um Evrópu. Þar smíðaði hann gufu-
skipið Clermont, sem hefur gert nafn
Fultons ódauðlegt, en honum tókst
ekki að vekja áhuga neins á kaf-
bátum. Og þó voru kafbátar aðaláhuga
mál Fultons, smíði gufubátanna var
honum aldrei annað en aukageta.
í byrjun nitjándu aldar blómgaðist
smygl sem aldrei fyrr. Ófriðarþjóð-
imar, Frakkar og Englendingar, höfðu
sett hafnbann hvor ft aðra, og vöru
skorturinn, sem fylgdl f kjölfarið, gaf
smyglurum byr undlr báða vængi. Ein-
hver kunnasti smyglarinn var Englend-
ingur einn, Johnson að nafni. Ættjarð-
arástin var honum þó ekki fjötur um
fót, þvi að hann starfaði jöfnum hönd-
um í þágu Englendinga og Frakka.
Johnson þessi kemur örlítið við sögu
kafbátanna. Árið 1820 lifði Napoleon
enn í fangavist sinni á Elínareyju.
Nokkrir franskir fylgismenn hans
höfðu á þvi mikinn hug að frelsa hann
úr prísundinni, og þeir fengu John-
son í lið með sér. Hann smíðaði kaf-
bát, sem átti að nota til starfans, ekki
ósvipaðan Nautilusi Fultons, og við
tilraunir kom í ljós, að báturinn var
vel nothæfur. En þá varð ráðagerðin
að engu, því að um þær mundir and-
aðist hinn fallni keisari úr krabba-
meini, saddur lífdaga. Johnson reyndi
eftir sem áður að koma bátnum 1 verð,
en ríkisstjórnirnar vildu ekki við hon-
um líta.
Nú víkur sögunni til Þýzkalands.
Byltingaárið 1848 gerðu Danir í Suð-
ur-Jótlandi uppreisn gegn Þjóðverj-
um. í þeim átökum ollu dönsk herskip
Þjóðverjum miklu tjóni og þeir lögðu
mikla áherzlu á að finna ráð til varn-
ar. Og í þýzka hemum var ungur lið-
þjálfi að nafni Wilhelm Bauer, og hann
var einn þeirra mörgu, sem voru með
kafbátaráðagerðir i huganum. Þýzki
ílotinn tók hann nú upp á sína arma og
hann smiðaði fyrsta kafbát sinn þeg-
ar ft næsta ári. Báturinn var gerður
úr Járnplötum og var ekki ósvipaður
174
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ