Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 16
þótti mér að sjá karlinn, hvað hann var skömmustulegur, þegar hann áttaði sig á, að þetta var gabb.“ Um það má lengi deila, hvað far- sælast hann hefði tekið sér fyrir hendur, eða gert að lífsstarfi sínu, en það er víst, að Pétur Eggerz var langt yfir meðalmennskuna haflnn, að hverju sem hann hefði gengið. Og því hefur hann með réttu verið talinn viljasterkur athafnamaður, að hann lét engar hremmingar aftra sér frá því að framkvæma það, sem hann tók sér fyrir hend- ur. Og lengi bar kauptúnið svip þessa merka manns í byggingunum og ber enn, eftir 100 ár, sem liðin eru frá því, að fyrsta húsið var reist þegar þetta er ritað, 1957. Pétur Eggerz missti fyrri konu sína um 1870, en kvongaðist aftur nokkru síðar Sigríði Guðmunds- dóttur, bónda á Kollsá. Voru þau með glæsilegustu hjónum í Hrúta- firðinum á sinni tíð. Hann lézt f Reykjavík 5. apríl 1892 og skorti þá 6 daga í 61 ár. — V.' Félagsverzlun við Húnaflóa. Nokkur framfarahugur greip um sig í Hrútafirðinum á sjöunda tugi aldarinnar, svo sem til þess að stofna alþýðuskóla á Borðeyri 1866. Sainaðist til þess nokkurt fé, en til framkvæmda kom ekki, því að þetta fyrirtæki dó í fæðingunni eins og risvana lognalda, sem líður rólega upp að ströndinni og deyr hávaðalaust, um leið og hún snertir land, líkt og farið hafði um það bárugjálfur, sem örlað hafði á hér og þar milli hreta- og haglskúranna á því harðindatímabili, sem nú var fyrir nokkru í garð gengið. En þótt þessi alþýðuskólavakning orkaði ekki meiru um sinn, má þó telja hana hvata að öflugri hreyfingu, sem átti eftir að fara eins og flóð- alda norður um alla Húnavatns- sýslu og Skagafjörð og suður um Mýra- og Borgarfjarðarsýslur og víðar; róta til í hugum manna og bera þeim blessan á land. Hér var vorboði nýrrar aldar; byrjunarför til bættra lífskjara alþýðunnar, og gjarna vildi ég leggja að því hönd, að draga fram í dagsljósið þá drætti, sem mér eru kunnastir um brautryðjandastarfið á þessu svæði, en þá er komið að aðild Péturs Eggerz að stofnun Húnvetnska verzlunarfélagsins og baráttu hans því til framgangs. Pétur hafði orðið handgenginn Jóni forseta Sigurðs- syni. Skiptust þeir á bréfum, og er til mjög athyglisvert ’oréf frá Pétri t.il forseta, er sýnir vel, hvílikur framfaramaður og föðurlandsvinur Pétur var, enda vitanlega hvattur til dáða af forseta, eins og aðrir fslendingar. Eftlr þvi sem lengur leið á „spekúlanta“-tímabilið, fór meira að bera á því, að fluttar væru inn óvandaðar vörur, jafnvel skemmd- ar, svo sem þegar flutt var inn ormakom og selt með sama verði og óskemmt væri. Þá var bændum nóg boðið, en kaupmönnum lítill hagnaður, því að þeir, sem fengið höfðu þetta korn, skiluðu því aftur, en hlnir hættu við að kaupa það. Er þá mælt, að Árni Sandholt hafi heitið mönum, að að árl skyldu þeir fá kornið í mjöli. En það fór á aðra leið, því að ekkert mjöl kom næstu tvö árin. Nú má vera, að bændur hafi átt nokkra sök á þessu sjálfir. Þeir hirtu aldrei um að vanda sína eig- in vöru — þvi miður —, og almennt orðtak var þá og lengi síðar: „Þetta er nógu gott í kaupmanninn “ Þetta var bændum sjálfum til ófarnaðar; þeir kenndu ilia á þeim hugsunar- hætti, er þeir sjálfir fóru að verzla síðar. Þá var og annað þeim fjötur um fót, þótt annars staðar víða væri verra, þar sem dönsku kaupmenn- irnir voru orðnir rótgrónir, en það var skuldasöfnunin. Margir kaup- menn virtust líka stefna að því að láta viðskiptamenn sína safna nokkrum skuldum til þess að gera sér þá háða, svo að þeir gætu hald ið þeim hjá sér. Til var það, að kaupmenn heimtuðu þá skriflega skuldbindingu um verzlun við sig næsta ár, en ekki hef ég sagnir um, að til slíkra skuldbindinga hafi komið á Borðeyri. Um þetta tímabil býr f Víðidals- tungu Páll Jónsson Vídalín, al- þingismaður. Hann var giftur Elin borgu, systur Péturs Eggerz. Mjög er líklegt, að Pétur hafi hreyft þessu merka máli um stofnun verzlunar- félags fyrst við mág sinn í Víði- dalstungu og síra Svein Skúlason á Staðarbakka og þeir svo boðað til fyrsta fundarins, en hann var hald inn á Borðeyri 1869. Páli Vidalín entist ekki lengi aldur til að starfa í þessum samtökum, því að hann lézt 1873, rúmlega hálffimmtugur. Þessi Borðeyrarfundur var sóttur af hrútfirzkum og húnvetnskum bændum og var þar samþykkt, að stofna innlent verzlunarfyrirtæki með hlutafélagssniði, og skyldi reynt að fá vöruskip inn á Borð- eyri. Var uppkast gert að lögum og gefið út boðsbréf um nærliggjandi héruð. Hlutir voru ákveðnir 25 rj'kisdalir, og mátti hver félagsmað ur eiga allt að 20 hlutum. 1 stjórn voru kosnir síra Sveinn Skúlason, Jósen Skaftason læknir í Hnausum og Páll Vídalín. Jósep Skaftason var kosinn formaður, en Pétur Eggerz framkvæmdastjóri erlendis. Pétur Eggerz lagði félaginu til þann hluta af húsum, sem hann átti á Borðeyri, og gaf félaginu eftir sinn rétt til kaupa á hinum hlutanum. Félagssvæðinu var skipt í tvær deild ir. Næsti fundur var haldinn á Gauksmýri, og var hann fjölmenn- ur mjög. Lögin voru lögð fram til fullnaðarúrskurðar. Safnazt höfðu 850 hlutir með rúmum 20000 ríkisdölum og áherzla lögð á að safna enn sem flestum hlutum. Þegar félagssvæðið breiddist norð ur í Skagafjörð og til Siglufjarðar og suður um Mýrar og Borgar- fjörð, var því skipt í 3 deildir. Ein var Grafarósdeild fyrir Skagafjörð, Siglufjörð og austurhluta Húna- vatnssýslu; önnur Borðeyrardeild fyrir vesturhluta Húnavatnssýslu, Hrútafjörð og Strandamenn, en sú þriðja fyrir Mýramenn og Borg—- firðinga. Fyrir fyrstu deild var kos inn síra Jón A. Blöndal, með 3600 ríkisdala árslaunum. Fyrir annarri deild var Pétur Eggerz og fyrir þriðju deildinni Snæbjörn Þorvalds son. Pétur Eggerz fór utan þegar á næsta ári sem framkvæmdastjórí hins nýstofnaða félags. Fór hann strax á fund Jóns Sigurðssonar, og er ekki. að efa, að forseti hafi greitt götu hans á ýmsan hátt. Um þetta leyti var nýstofnað „Hið íslenzka verzlunarfélag", með heimilisfangi í Björgvin. Komst Pétur í samband við það félag, sem var honum mjög velviljað og lánaði honum þær vör ur, er það hafði, en miklar vörur varð þó að fá bæði í Danmörku og Bretlandi. Mönnum, sem lifa við beztu samgöngur, síma og önnur þægindi ,er ekki auðvelt að gera sér I hugarlund við hve mikla erfið leika var að stríða við að ná að- keyptum vörum og koma afurðum frá sér, til dæmis til Noregs. Fór svo nú, að ekki var unnt að fá skip með vöruna fyrr en árlð eftir, 1871. Meðan Pétur var í Björgvin, komst hann f kynni við fátæklega búinn en rösklegan íslenzkan stúdent. Það var skáldið Jón ólafsson. Samdist svo með þeim, að Jón færi með Pétri til Islands og yrði starfsmaður hjá honum fyrsta sumarið á Borð- eyri. Meginhlutinn af vörunni fór til Borðeyrar, en hitt var sett upp á Sigríðarstaðaós. Fór nú hinum dönsku kaupmönnum að þykja nærri sér höggvið, og hugðust að taka fyrír kverkar þessa félags- skapar strax í byrjun með öflug- um samtökum, bæði innan lands og utan. Spöruðu þeir ekki alls kyns undirróður og klæki. Skaga- strandar- og Hólanesskaupmenn komu fram með kæru á hendur fé- laginu og urðu af málaferli, en lítið munu kaupmenn hafa haft upp úr tiltækinu nema vaxandi and úð og mótspyrnu. Pétur sigldi sam sumars til þess að fá skip undir sláturafurðir þá um haustið, en tókst ekki. Munu þar hafa verið að verki kaupmenn ytra. 164 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.