Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Qupperneq 19
austar, en við fluttumst þá að Seltúni í Krýsuvík, og höfðum þar aðsetur, ásamt mönnum þeim, er unnu við jarðborun vegna væntanlegs gróður- húsareksturs, sem undirbúningur var hafinn að af sömu aðilum og við unnum fyrir. Menn þessir voru úr Hveragerði og hétu Gestur Eyjólfs- son og Aðalsteinn Steindórsson. Við Axel unnum þarna við skurðgröftinn frá því um miðjan júlímánuð þar til í fyrri hluta desembermánaðar, en þá urðum við að hætta sökum frosts í jörðu. Með því síðasta, sem við grófum þetta haust, var mýrin milli eyðibýlanna Nýjabæjar og Krýsuvíkur. Bæjarhúsin í Nýjabæ voru enn uppistandandi, þótt hrörleg væru orð- in að vonum. Eilthvað var líka uppi- standandi af húsum í Krýsuvík, þar á meðal kirkjan, en hún mátti heita eins og hvert annað útihús. Þegar ég skoðaði þessar leifar hinnar fornu, þéttbýlu sveitar, vöknuðu upp í huga mínum ýmsar hugsanir um sveitina og það fólk, sem hér lifði og starfaði sér og sínum til framdráttar og mér komu í huga orð skáldsins, að hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Hér í Krýsuvík bjó til dæmis Ámi Gíslason sýslumaður og er grafinn að kórbaki í Krýsuvíkurkirkjugarði. Þar sem Krýsuvíkin hefur verið sýsl mannssetur, hefur að sjálfsögðu ver- ið litið á hana sem kostajörð, enda ýmis hlunnindi, sem henni fylgdit, auk þess sem hún hefur verið góð til sauðfjárbúskapar, til dæmis fugla- tekja í Krýsuvíkurbergi, reki og að- staða til sjósóknar frá Herdísarvik og Selatöngum. En þótt aðaljarðirn- ear hafi veitt sæmilega lífsafkcmu. miðað við aðstæður þess tíma, bá hefur lif kotbóndans þar ekki verið á marga fiska. Ég vík nú að þvi er við Axel vor- um að grafa í mýrinni á milli Nýja- bæjar . og Krýsuvíkur sunnan undir svo nefndu Móholti. Það var kvöld eitt í öndverðum nóvembermánuði. Veður var sérstaklega gott, og ætl- uðum við að vinna fram eftir kvöld- inu- Það var orðið aldimmt og unn- um við við ljós frá gröfunni. Við höguðum vinnunni þannig, að vði grófum sína færuna hvor með vél inni, en á meðan stakk hinn fyrir köntunum á skurðinum og hreinsaði niður barmana. Nú sem einni færu var lokið og við vorum að skipta, sjá- um við báðir í senn, að ljós er tendr- að í kirkjunm, sem stendur að göml um sið í kirkjugarðinum. Okkur furð- ar ekki lítið á þessu, þar sem við viss- u:n ekki um aðra menn á þessum stað en þá, er lagðir höfðu verið til hinztu hvíldar í grafreitnum fyrir mörgum árum. iíugurinn beindist ósjálfrátt að þessu löngu framliðna fólki. Gekk það til helgra tíða í kirkju sinni á síðkvcldum? Hér var upprunn ið gullið tækitæri til athugunar á yfir- náttúrulegum hlutum Við berum nú saman ráð okkar um það, hvernig við gætum rannsakað þetta og vórum samnvála um, að við skyldum komast að því, hvað þarna væri á seyði Mér fannst liggja beinast við, að við fær- um strax út að kirkjunni og gættum þess að missa ekki sjónar af ljósinu. Axel kvaðst ekki mundu fara út að kirkju. En eg bauðst til þess að fara þangað einn, ef hann biði mín. Ekki vildi hann pað — sagðist vera veikl- aður og ekki vilja leggja það á sig. Og satt að segja þá var mér alls ekki rótt í huga tieldur Það voru allar líkur til þess, að við yrðum vitni að því, sem fjöldi manna reyndi hér fyrr á árum, þegai draugagangur og þe»- háttar fyrirburðir voru daglegt brauð. Nú var úr vöndu að ráða. Axel T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 187

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.