Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 22
um frá því, að þeir hefðu fengið kaf-
hátinn, og eins vildu þeir koma í veg
íyrir, að Bandaríkjastjóm gerði hann
upptækan, áður en unnt yrði að koma
honum austur um haf. Af þessum sök-
um var njósnurum Rússa ekki skýrt
írá kaupunum, svo að þeir héldu áfram
að fylgjast með japönsku sendimönn-
unum eins og áður, og Lake nefndi
söluna heldur ekki við neinn aðstoð-
armanna sinna og starfsmanna.
Ráðið til að smygla kafbátnum til
Rússlands fannst von bráðar. Lake
leigði skip til að flytja kolafarm til
Rússlands. Annars staðar leygði hann
kranapramma án þess að greina til
hvers hann skyldi notaður. Kolaskip-
inu og prammanum var fyrirskipað að
hittast. Sjálfur tók hann áhöfn sína
með „í reynsluför“ á Protector. Hann
hélt rakieitt til skipanna og þar lyfti
kraninn kafbátnum upp í sérstakan
bás á þilfari kolaskipsins. Þá tilkynnti
Lake mönnum sínum að þeir væru á
leið til Rússlands, ef einhver vildi ekki
koma með, skyldi hann gefa sig íram.
Sem betur fór voru allir fúsir til farar-
innar, þvi að líklega hefðu þeir verið
teknir með samt, þótt þeir hefðu viijað
snúa aftur, til þess að ekki kæmist upp
um förina.
Hvarf kafbátsins vakti mikla athygii
vestra og njósnarar Japana og Rússa
stóðu ráðviiltir eftir. En kolaskipinu
gekk vel ferðin. þar til það kom í
nánd við Evrópu. Þar varð rússneskt
herskip vart við kafbátinn á þilfarinu
og þröngvaði kolaskipinu til að nema
staðar. Rússarnir höfðu grun um, að
kafbátnum væri ætlað að fara til
Japan og tóku því skipið herskildi og
fluttu til Kronstadt.
Lake var í Rússlandi 1 sjö ár, sýndi
þar kafbátinn og seldi fimm kafbáta til
viðbótar. En enginn þeirra varð þó
notaður í styrjöldinni við Japani. Sjálf-
ur fór Lake til Berlínar frá Rússlandi
og þar var teikningum hans stolið.
En þær voru þó ekki úr sögunni þar
með. Árið I9ifi voru Þjóðverjar búnir
Lei^lrétting
Vegna mistaka í prentsmiðju, hef-
ur leiðinleg villa komizt inn í ljóð
Guðmundar Böðvarssonar, sem birtist
í síðasta blaði í síðari hluta annars
erindis á að standa:
„Við ekkjuna Ástríði ríku
hann upphóí hin þekkustu kynni,“ •
en ekki þelcktustu, eins og misprent-
azt hefur
Þá hefur uppgötvazt enn ein prent-
•villa í viðtalinu við Helga Elíasson,
fræðslumálastjóra í 6. tbl. til viðbót-
ar þeim, sem þegar hafa verið leið-
réttar. í blaðinu segir að sfarfsmenn
fræðsiumálaskrifstofunnar hafi verið
8i/2 árið 1930, en á að vera 2Vz. —
Menn eru beðnir velvirðingar á þess-
um skekkjum.
að smíða sér flutningakafbát, Deutsch-
land, sem fór vestur um haf. Lake
ákærði Þjóðverjana fyrir hugmynda-
stuld. Kafbátsforinginn þýzki bauð
Lake þá um borð til sín, hélt honum
þar veizlu og lofaði hann í ræðu
sem höfund kafbátsins, enda má segja,
að Lake hafi raunverulega verið það.
Þjóðverjarnir gerðu því skóna, að þeir
myndu semja um kaup á fjölmörgum
kafbátum frá Lake. Skaðabótamálið
féll með þessu niður.
Lake gerðist talsmaður þess árið
1898, að teknir yrðu upp vöruflutningar
og farþegafiutningar milli heimsáif-
anna og farin stytzta leiðin, undir
Norðurpólsisinn. Jules Vernes hafði áð
ur lýst ferðum á sömu slóðum í bók
sinni Kringum jörðina neðansjávar.
Þessi hugmynd komst þó ekki í fram-
kvæmd fyrr en í ágústbyrjun 1958, er
fyrsti kjarnorkuknúni kafbátur ver-
aldarinnar, Nautilus, sigldi undir
heimskautið.
Endalok Páls Indíafara —
Framhald af 171. síðu.
ur, áður en sól var farin að ylja.
En þegar það kom niður í vör-
ina, brá því nokkuð í brún. Hafi
Páll Kolbeinsson verið ódrukkinn,
þegar heim var farið, þá var ótví-
rætt, að hann hafði tekið til
óspilltra málanna, þegar hann
var orðinn einn með prófastin-
um í Sauðlauksdal, og minnzt
ósleitilega við kútinn. Hann var
ölóður að vasla í sjónum, er fólk-
ið kom að, og segir Henderson
berum orðum, að hann hefði
óumflýjanlega drukknað þarna
við bátshliðina, ef hjálp hefði
ekki borizt í þessum svifum. Tel-
ur hann, að Páll hafi ætlað upp
úr bátnum, en fallið við það í
sjóinn, en séra Jón verið alls
ófær um að veita honum nokkra
hjálp.
Séra Friðrik Eggerz ætlar, að
þetta hafi gerzt á annan veg, og
getur það vel verið rétt, þó að
Henderson segi mildilegar frá.
Hann segir, að séra Jón hafi bol-
að Páli út úr bátnum, og hafi
Páll staðið í sjó við bátshliðina,
er að var komið, og viljað kom-
ast upp í, en prófastur varnað
honum þess og tautað við sjálfan
sig í þessum stympingum:
„Sum — sum . . . ekki að reisa
— fella, fella“.
Þess getur ekki, hvort það var
Páll sjálfur, sem séra Jón vildi
ekki reisa, heldur fella, eða hvort
þeir áttu í deilum um það, hvort
reisa skyldi siglu. Er' það ólík-
legra, því að ekki getur þess, að
nein segl hafi verið á bátnum.
Henderson segir, að fimm
stunda róður hafi verið að Brjáns-
læk að þessu sinni. Ætlaði fólkið
að leggja af stað með Pál for-
blautan og hrakinn, jafnskjótt og
Lausn
4, krossgátu
hann hafði verið dreginn upp úr
sjónum. Henderson leizt illa á
þá fyrirætlun, því að hann þótt-
ist sjá fram á, að gamli maður-
inn myndi krókna úr kulda á
leiðinni. Mótmælti hann þvi, og
varð það þá úr, að Páll var bor-
inn til bæjar á börum, er settar
voru saman í skyndi. Af því má
sjá, að hann hefur ekki verið ról-
fær, hvort heldur því hefur vald-
ið ölvun eða volkið í sjónum. Var
dammurinn dreginn af honum,
þegar búið var að koma honum
í bæinn, og að því búnu var hlúð
að honum í volgu rúmi. Voru nú
allir vongóðir um, að karl hresst-
ist, ekki sízt þeir, sem ætlað
höfðu að fara með hann holdvot-
an um langan veg í opnum bátn-
um.
En þetta fór á aðra lund. Páll
gamli, sem komizt hafði heill á
húfi úr margri hreðu, hafði orð-
ið innkulsa þarna í Hergilseyjar-
vörinni. Hann andaðist í Hergils-
ey innan fárra dægra. Þegar Eb-
enezer Henderson frétti afdrif
hans, varð honum hugsað til spak-
mælis í orðskviðum Salómons:
„Varir hins réttláta fæða
marga, en afglaparnir deyja úr
vitleysu".
hs y -3 .tí k rÁ *rj*rj* E H KtXrjf'j* K 7
s □i 0 a. > n
ft f s L e p p
R K ~u K TT 7
H t * p j fl 1 A P. T j 7
É J 6 n t r jg j 7 S K m a L L
H —7- 0 s r 7 r s 0 T T s £ p É I
% » 7 / f f fl R 6 M * K íi
á' "fl K m * fll u 7 G fl” R V n N
£ F r fí i 7 L 7 I ft Tí 1 M E L I
3 "3" R r 1 r < ■V B U R N 1 K 7 r
5 H fl L 1 \ a s 0 7 E i y T 7 TT E
> • K rt \ m 7 K fl 7 7 T T s
% £ * c 7 ) N 6 ?Á R R u s u n
> M a í i N u S D | If £ V fl
r f1 77 H t ; ft I? 7 P £ s I f m f
7 ) K jg ft s- I 5 lí 0' 1
% Ej ^ p n K t s 11 fl N 5
) 1 v f 1 D T fl D ? K
t1 1 7 L G 77 s T I U K 7
ai R R M T 7 R M
190
T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ