Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 12
FYRSTA GREIN ★ l. Fyrstu ilrög til siglingar á Bo»-3cyri. BorÖeyrar er fyrst getið í Vatns- dælasögu, þar sem sagt er frá ferð Ingimundar gamla norður í land, vorið 891, að þvi er sumar heimildir telja, til að leita sér bólfestu i því líttnumda landi, sem hann var kom inn til, og eftir að hafa notið gisti- vináttu Gríms fóstbróður síns um veturinn í Hvanneyri í Borgarfirði. Segir þar, að þeir Ingimundur hafi komið ofan í eyðifjörð einn, og séð sauði tvo hlaupa úr fjalli, ..bat váru hrútar“. Þá hafi Ingimundur talið það vel fallið. að fjörður bessi héti Hrútafjörður í firðinum gerði á þá þoku mikla, og hefir það hald- izt. því að það orð hefir legið á firði þessum, að hann væri þoku- rikur, þegar hafgolan hefir andað þangað, inn með Ströndunum En Ingimundur og fylgdarlið hans héldu ferðinni áfram út með firð- inum að vestan, unz þeir komn á eyri eina og fundu þar borð stórt nýrekið. Þá mætii Ingimundur: „Það mun ætlað, að vér skulum hér örnefni gefa, og mun það haidast, og köllum eyrina Borðeyri “ Hrútfirðingar mega vei við una, er einn hinn göfugasti landnáms- maður gaf firðinum nafn, og eyr- inni, þar sem síðar átti að rísa upp kauptún nærliggjandi héraða Siglingar fóru snemma að hefi- ast tii Borðeyrar, og héldust aila söguöld og fram eftir öldum. með- an landsmenn sjálfir höfðu skip í förum. því að við eyrina er að- dýpi og skipalægi gott í norðurátt af náttúrunnar hendi, enda stað- urinn heppilegur, með viðlendar sveitir á alla vegu. Leituðu því þang að þeír, sem kaupskap stunduðu og sigldu norður fyrir land, inn á Húnaflóa. Er þess víða getið í sög um. Og þar bjó ránsmaðurinn og víkingurinn Sleitu-Helgi skip sitt til siglingar, er hann fór sina síð- ustu sjóferð eftir vígln á Fögru- brekku, þar sem bóndinn, Hró- mundur halti, féll aldraður. við mikinn orðstfr, en Helgi og lags- 4 Uppdráttur af innri hluta Hrúta fjarðar, er sýnir afstöSu Bor®- eyrar. 180 T I N I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.