Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 14
Nikulássyni, er þá var sjö ára, og rak á eftir nautinu, að mikill hafi verið fögnuður skipsmanna, er þeir fengu þessa óvæntu gjöf. Nú liðu svo tvö ár, að engin sigl- ing kom til Borðeyrar. En 1850 kemur inn Hillebrandt frá Hólanesi og með honum Bergmann nokkur. En er hann dó, tók Hildebrandt Valdemar Bryde i félag við sig. Hét skip þeirra „Fortuna", en skip stjóri Tönnesen. Það ár kom einn- ig Jakobsen af Skagaströnd á skip- inu „Eksperiment“, er var stór skonnorta. Skipstjóri á henni var Riis, faðir Riis þess, er síðar varð kaupmaður á Borðeyri. Síðar fór Clausen í Hólminum að senda stærra skip. Það hét „Meta“, 70 lesta, skipstjóri Sören- sen. sem áður kom á „Svaninum,“ og var á því meðan hann hafði skipstjórn á hendi. En nokkru eft- ii að hann hætti, fórst það fyrir Vesturlandi, og annað skip, er Clausen átti og hét Geirþrúður. — Hafnsögumaður um þessar mund ir var sægarpurinn Ólafur Gísla- son á Kolbeinsá, Eyfirðingur að ætt. Hann stundaði hákarlaveiðar á jakt sinni, „Felix". Kom þá stund urn fyrir, að hann var í legu, þeg- ar skip komu inn, og urðu þau þá að sigla leiðsagnarlaust til hafnar enda kom fyrir, að það var gert af sparnaðarástæðum. Það kostaði 28 dali að leiðbeina skipi inn, en 16 dali út. Aldrei kom fyrir, að sk’oi hlekktist á. Þessir lausakaupmenn komu veniulega um fardagaleytið og mattu verzla í mánuð, en urðu ann ars fyrir útiátum. Pantaðar vörur máttu þeir þó afhenda eftir þann tíma. Mikil aðsókn var til þeirra af kvenfólki, sem vonlegt var, því að tilfinnanlega skorti kramvöru, ekki síðnr en í tíð formæðra þeirra, er set>ð höfðu um skipakomur. Óspart var látið á nestispelann fyrir við- skiptavinina. og var hann venju- lega þriggjapela flaska fyrir bænd-, ur, en peli, er strákar gátu sníkt sér á. Einn stórbóndinn Fínnur á Fitj- um. kom ævinlega með kút einn mikínn, og var aldrei fyrirstaða á, að hann væri fyiltur. Fyrir kom það að þessar brennivínsgjafir væru misnotaðar bannig, að oftar en einu sinni væri komið með ílát- ið. ICom þá til tals, að takmarka þær, en Bjarni Sandholt, bróðir Árna, kom í veg fyrir það. Verzlun óx mikið, eftír að hún færðist til Borðeyrar, sem eðlilegt var, enda» var góðæristímabil á fyrstu árum „spekúlanta“-tímabilsins. Áður voru til meðalheimilis 10—12 manns, tek in 5 pund af kaffi, en 30 pund nú. Nú voru teknar 7 tunnur af korn- mat og 1 tunna af brennivíni, og þótti ekki mikið, en áður 5 pottar brennivíns. En svo dró aftur veru- lega úr verzluninni, einkum hjá fátækari bændum, þegar harðindin lögðust að. — Nú skal talið vöruverð á nokkrum tegundum: Rúgmjöl var á 16 dali tunnan (32 krónur) og mundi þykja hátt verð nú, því að þrjár ær með lömbum þurfti fyrir hana, þótt væn ar væru. Sama verð var á baunum, en bankabygg, stór grjón, sem ekki flytjast nú, voru 2 dölum dýrari. Sama verð var á hálfrís. Sú vara kom í 100 punda pokum og þekkt- ist ekki fyrr en „spekúlantarnir" komu. Brennivínspotturinn kostaði mark, ef tunna var tekin, og fylgdi þá tréð gefins. Annað áfengi var ekstrakt, mjöð- (eða mjöð) og rauðvín. Bæverskt öl var veitt einstökum mönnum, en ekki selt; það var forði skipsmanna. Pundið af rjóli (bitinn) kostaði túmark, en af rullunni fjögur mörk. Vindlar 1 ríkisdal hundraðið, en það var slæm tegund; aðrir vindlar voru mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak; það kom allt í bréfum: „Kardus“, „biskup" og „blámaður", og var hann ódýrastur. Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríksort, en sellýsi á 25 dali tunnan. Þetta voru aðalvörur bænda. Þá var lamb- skinnið keypt á 8 skildinga, en sel- skinn voru ekki seld. Tófuskinn mó- rauð á 4 dali, hvít á 2 dali. Aðal- verðeiningin var þá ríkisbankadal- ur, og voru tveir í spesíunni, en dalurinn skiptist í 6 mörk og 96 skildinga, og því 16 skildingar í markinu. Lengi komu lausakaupmenn sér saman um vöruverð áður en verzlun hófst, en Glad spekúlant rauf alla þá samninga og setti lægra verð á sína vöru, svo að hinir urðu að gera eins, og má geta nærri, að þeim hefur ekki verið það ljúft. í sambandi við þetta set ég hér smá- sögu um Ólaf Gíslason á Kolbeinsá. Um hann segir Finnur á Kjörseyri meðal annars: „Ólafur var stór mað ur og höfðinglegur, fyrir að líta og eftir að sjá . . . Kjarkurinn var einbeittur og óbilandi . . . Mennt- unarskortur og aðrar kringumstæð- ur ollu því, að Ólafur gat ekki not- ið sín eins og hann hafði hæfileika til. Hann gat aldrei sett sig inn í landsmál og ættjarðarástin var aukaatriði hjá honum og skálda- grillur. En fyrir kaupmannastétt- inni bar hann mikla virðingu og var talinn kaupmannavinur.'Sér í lagi var hann í miklum kunnleikum við þá, er ráku hér verzlun Clausens gamla. Bjarni Sandholt, lausakaup- maður, mágur Clausens, kom fjölda mörg ár á Borðeyri, og var Ólafur honum handgenginn. En sagt var, að Bjarni heföi ekki verið nein fyrirmynd að veglyndi eða mennt- un ..." — Nú komst það orð á, og var almennt álitið, að Ólafur hefði fyrir orð vinar síns, Bjarna, snúið aftur F. C. Glad fyrir utan fjarðar- mynnið, undir því yfirskini ,að öll verzlun væri úti. Var gremja manna svo mikil, að ýmsir fóru að yrkja um það, og voru sumar stökur ekkl sem prúðastar í garð Ólafs, svo sem eins og þessi: Þjóðníðingur þaut á stað, á þóftunað. Sneri aftur gildum Glað um geirhvalshlað. Nokkrir fleiri lausakaupmenn komu en taldir hafa verið. Árið 1853 kom Jóhann, nefndur „for- gyllti“, frá Reykjavik, og með hon- um Jón Stefánsson frá Straumi á Skógarströnd; Ásgeir Ásgeirsson frá ísafirði, síðar etazráð, á skipi sínu „Lovísu“, Þorlákur Johnsen frá Reykjavík og fleiri, sem ekki verða taldir. — Það var venja spekúlanta að taka sér einn dag til glaðnings úti við Reykjalaug. Var valinn til þess af- mælisdagur Clausens í Hólminum. Var kjörinn til þess staður, þar sem Hveralækurhm skiptist, og var þar síðan nefndur Kaupmanna- hólmi. Þeir höfðu með sér klyfja- hesta undir veizlukostinn, sem var svínsflesk, skonrok og mikið af öl- föngum. Allir voru velkomnir þang- að og veitt vel. Notuðu margir sér þetta, og var aðsókn oft mikil, en enginn sást þar kvenmaður. Verzlunin gekk þannig, að hönd seldi hendi, nema Bjarni Sand- holt og Bryde lánuöu eftir vild. Klukkan að ganga sex fór ferjumað- ur til vinnu sinnar, en hann var lengst af Jónadab Guðmundsson á Reykjum. Var þá venjulega komið márgt fólk á eyrina, og gekk svo ferjan allan daginn og langt fram á kvöld. Fékk Jónadab kaup sitt hjá kaupmönnum, því að allir fengu frítt far. Var þetta starf svalksamt og erfitt í.vondri tíð, en maðurinn var hraustmenni og lét sér ekki í augum vaxa þótt Ægisdætur yggldu sig. Stóð þá ekki á skips- mönnum, að láta hann hafa styrkj- andi „mixtúru“. „Þetta „spekúlanta“-tímabil stóð í 31 ár, og lauk 1879. Um sama leyti verzluðu þeir einnig á Skeljavík, sem er skammt frá Hólmavíkurkaup túni. Afhentu þeir vöruna þar, en bændur komu með sína vöru á átt- æringum til Borðeyrar. Á söguöld var Skeljavík, við Steingrímsfjörð, innsiglingarhöfn. — IV. Fyrstu byggingar á Borðeyri. Á fyrra hluta nítjándu aldar ólst upp piltur einn í Akureyjum á Breiðafirði, sem síðar átti mikið að koma við sögu Borðeyrar, sveit- anna við Hrútaf jörð og víðar. Piltur 182 TÍMINN- SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.