Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 18
Krýsuvíkurkirkja að innan. — Ljósmynd: Herdís Guðmundsdóttir.
HAUKUR MAGNÚSSON:
LJÓSIÐ í KIRKJ-
UNNIÍKRÝSU VÍK
Pyrstu kynni mín af Krýsuvík
voru þau að ég fór gangandi,
bjarta og kyrra sumarnótt suð-
ur þangað ásamt starfsfélaga
mínum, Gísla Sigurðssyni lög-
"egluþjóni.
Þetta var á þeim árum, er verið var
að leggja veginn í Stöpunum með
fram Kleifarvatni. Við gengum suð-
ur með vatninu að austanverðu.
Vatnið var spegilslétt, þungbúinn
Sveifluhálsinn speglaðist í vatninu.
Sunnanvert við vatnið er landföst
eyja, sem nefnist Lambatangi, og við
litla vík sunnan i Lambatanga sáum
við álftahjón. Þau áttu þarna hreið-
ur. Það voru eiiiu fuglarnir, sem við
sáum við vatnið á göngu okkar. Við
skoðuðum þarna landið í naeturkyrrð-
inni, því að til eru þjóðsagnir og
munnmæli af þessum slóðum, sem
auka töframátt þeirra í vitund manns,
auk þess að náttúrufegurð er þarna
stórbrotin. Þarna suðvestanvert við
vatnið er lág hæð, sem sagt er, að
sé fornt bæjarstæði, og hafi þar
heitið Kaldrani. Var það ekki þar,
sem heimilisfólkið lá andvaka, er
komið var að því, eftir gð það hafði
neytt loðsilungs eða öfugugga úr
Kleifarvatni?
Leið okkar lá upp að Stórahver, sem
kraumaði og vall. Gufan hvæsti i
glufum og sprungum. Þarna sér vel
yfir láglendið, sem afmarkast af
Geitahlíðinni að austan og Sveiflu-
hálsi að vestan, og upp úr láglendinu
rísa tVö fell, Bæjarfell og Arnarfell.
Þar fyrir sunnan er víðáttumikið heið
arland, sem takmarkast af Krýsuvík-
urbjargi, en undir því hið mikla Atl-
antshaf, sem lætur blítt og strítt við
bjargið eftir því, hvernig skaplyndið
er. En á þessum tíma árs ber mest á
hinum háværu og margradda bjarg-
fuglsröddum.
Suðaustan undir Bæjarfelli stendur
lítið járnvarið timburhús með fjór-
um sex rúðna gluggum. Þetta er
Krýsuvíkurkirkja, þar sem hann séra
Eiríkur á Vogsósum með kunnáttu
sinni fékk Tyrki til þess að vegast á,
er þeir sóttu eftir smalamanni, eftir
að þeir höfðu drepið matseljuna í
selinu á Selöldu, sem er suður á heið-
inni. Þetta vaf á sumardegi og Ei-
rfkur í ræðustóli. Og enn þá sér
vörðuna, sem hann hlóð á Amar-
felli og mælti svo um, að aldrei
skyldu Tyrkir granda Krýsuvík á
meðan hún stæði.
Frá Stórahver héldum við yfir
Engjamar í átt að Seltúni, sem mun
hafa verið aðalaðsetursstaður þeirra
brennisteinsvinnslumannanna, og
þarna voru þeir félagarnir, Bjarni
Pálsson og Eggert Ólafsson, árið 1756
með jarðnafarinn sinn að rannsókn-
um sínum. Leið okkar lá því næst upp
Ketilsstíginn á Sveifluhálsinn, en sú
ferðasaga verður ekki frekar rakin
hér. En ef til ýill hefur þessi göngu-
för okkar sumarið 1941 valdið mestu
um það, að ég réðist til starfa við
skurðgröft í Krýsuvík sumarið 1946.
Hafnarfjarðarbær hafði keypt
skurðgröfu, sem nota átti til fram-
ræslu á landi bæjarins þarna suður
frá og var það einn liður í búskapar-
áætlun forráðamanna Hafnarfjarðar
í Krýsuvík um þessar mundir. Að
skurðgreftrinum starfaði með mér
maður að nafni Axel Kristinsson, bú-
settur í Hafnarfirði. í fyrstu höfð-
um við fæði og svefnstað með vega-
vinnumönnum, sem unnu við að full-
gera Krýsuvíkurveginn að vestan-
verðu. Vinnuflokkur þessi var undir
stjórn þeirra Jóns Einarssonar og
Gísla Sigurgeirssonar úr Hafnarfirði.
Fyrsti aðsetursstaður okkar var suð-
ur við eyðibýlið Nýjabæ, en annar
sunnan undir Stóru-Eldborg. Þar sváf-
um við í tjaldi, en rétt við hliðina á
okkur er sagt, að þær kerlingamar
sofi svefninum langa, Krýs frá Krýsu-
vik og Herdís frá Herdísarvík, undir
dysjum sínum. Þær höfðu hitzt þama
dag einn hjá Eldborgum og gerðu
upp sakir sínar. Illdeilur og öfund
vegna landgæða höfðu lengi verið
uppi á milli þeirra. Þegar þær fund-
ust þarna, fóru mörg og þung illyrði,
heitingar og áhrínsorð þeirra á milli,
og enduðu svo, að báðar sprungu, og
vom síðan dysjaðar, ásamt smalan-
um úr Krýsuvík, er varð svo mik-
ið um, er hann heyrði heitingar
þeirra, að hann féll dauður niður.
Síðar voru tjaldbúðirnar fluttar
186
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ