Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 11
Verner von Heidenstam í Marstrandarkirkju Kvíðafullir menn hnöppuðust saman á Marstrándartorgi. Fiski maður kunni að segja þá sögu, að Tordenskjöld myndi innan skamms sigla flota sínum að eynni og hertaka virkið. Hringjarinn, Marteinn Rósin- garður, kom arkandi yfir torgið með lyklakippu sína og gekk beint í gegnum hópinn rakleið- is til kirkjunnar, án þess að yrða á nokkum mann. „Hann er orðinn gamall og heyrnardaufur“, sagði fólk. En Marteinn Rósingarður sagði lágum rómi við sjálfan sig: „En hann er minnisgóður, hann Marteinn gamli — hann er býsna minnisgóður. Hann gleym ir ekki þeim degi, sem veitti hon um kjark og gleði, er endast mátti heila mannsævi. Hann gleymir ekki séra Bagga, þó að sá maður hafi nú legið fimm ár í gröf sinni. Hann var kennari okkar, og enn vísar hann okkur leiðina úr gröf sinni. Þess vegna minnumst við hans í dag. Hann er hann hold af okkar holdi, og hann varpaði ljóma á liðna daga. í hjörtum okkar er vígi, sem eng inn útlendur her getur sigrað. Þið skuluð núa hendurnar. Það er sunnudagsmorgunn og Mar- teinn gamli hefur sínum hnöpp um að hneppa." Hann kinkaði ánægjulega kolli, þegar hann hafði lokað kirkjuhurðinni á eftir sér, og það var eins og þessi saman- skroppni maður yrði höfði hærri. Hann lét. svérðliljur í stjakana og hagræddi knippluðum altaris dúknum. Minningar frá æsku hans hans fylltu svo huga hans, að það lá við, að hann heyrði liá- værar raddir mapna og glamur í sporum í tómri kirkjunni. Það var líka á sunnudegi, og f'-ullinlauf, sem hafði fyrir skemmstu hertekið eyna með hinum dönslcu liðsveitum sínum, hafði skipað séra Friðrik Bagga að halda þakkarguðsþjónustu og biðja fyrir Kristjáni konungi og hinum sigursæla her hans eins og tíðkaðist í Danmörku. Gullin lauf sat siálfur í stóli virkisstjór ans með liðsforingjum sínum, og milli bekkjanna var þröng út- lendra hermanna ,allt fram að kirkjudyrum. Messuskrúði séra Friðriks Bagga sýndist upplitað- ur og fátæklegur innan um alla þessa skrautlegu búninga. Sví- arnir, sem sátu í yztu bekkjun- um, karlar og konur, störðu hyggjuþungir fram fyrir sig, og sumir hvísluðust á með beiskju- svip, þegar þeir sáu hann standa við altarið. Geisli skein á andlit hans gegnum opinn glugga, þar sem spörfuglar flögruðu út og inn. Rödd hans var skærari en nokkru sinni fyrr, og þegar hann hafði lokið altarisþjónustu og var kominn í stólinn, greip Gullinlauf fram í fyrir honum og sagði lágri röddu: „Séra Baggi — þér mælist vel“. Hann talaði um vegsemd sigur sældarinnar af þvílíkum eldmóði, að þrauthertum hermönnum vöknaði um augu, en þegar að því kom, að hann átti að lesa konungsbænina, spennti hann greipar um enni sér og það að vanda fyrir konungi Svía. Þá stökk Gullinlauf upp úr sæti sínu, og blót og ragn fyllti litlu kirkjuna. Það glamraði í sverðum og sporum eins og orr- usta hefði tekizt, en £ gegnum hávaðann heyrðist lágvær bæna lestur séra Bagga. Hermennimir ruddust upp í prédikunarstólinn og drógu hann niður, en hahn hélt áfram að þylja bænina til enda. „Sé ekki annað, sem þú vilt segja,‘r hrópaði Gullinlauf, „þá bíður þín dauðadómur eða ævi- löng fangelsisvist." „Það er dálítið, sem ég vildi bæta við.“ Snöktið í fremstu bekkjunmn þagnaði, og Danir biðu átekta. Þá fór séra Bragi að biðja fyrir sænska hernum. Hann bað fyrir aumustu dátunum í liðinu — bað guð að veita Svíum sigur, svo að þeir gætu komið aftur og frelsað eyna hans. Gullinlauf snaraðist fram fyr ir gráturnar og sló hönzkum sín um út í loftið. „Komið með handjárnin, sem hanga við gapastokkinn fyrir ut an kirkjudymar", hrópaði hann. Tveir hermenn gengu út. Þeir drógu glamrandi keðjurnar eft- ir steingólfinu, þegar þeir komu inn aftur. Gullinlauf nam stað- ar fyrir framan prestinn. „Eg vil trúa því ,að þú sért réttlátur maður og hafir gert þetta af einfeldni hjartans. Þess vegna skal ég vægja þér í þetta sinn, ef þú iðrast gerða þinna . . En þrjózkist þú á ný, þá bíður þín ekki annað en dómur her- réttarins. Þú átt heimili og fjöl- skyldu — hugsaðu þig vel um. Eg skal véita þér frest meðan þú íhugar þetta. Sleppið honum, her menn, og lofið honum að fara aftur upp í prédikunarstólinn. Og þið sem sitjið þarna frammi á bekkjunum — þið hafið líka heyrt orð mín“. Séra Friðrik Baggi hagræddi hempu sinni eins og hann ætlaði að hlýðnast fyrirmælum hers- höfðingjans og fara á ný upp í stólinn. Svo sneri hann sér aftur að söfnuðinum. „Það er dálítið, sem ég iðrast“, sagði hann. „Það var rétt til getið. En ég get sagt það hér, sem ég stend, og þess vegna þarf ég ekki að fara aftur upp í stól- inn“. Gullinlauf stjakaði frá sér liðs foringjunum, sem næstir hon- um stóðu, og tók sér stöðu við sæti sitt. Fingur hans léku óþol- inmóðlega við hjörtun á sverð- inu. Allir kirkjugestirnir voru þegar staðnir upp. Séra Baggi spennti ekki greip ar. f stað þess rétti hann fram hendurnar og í svipinn áttaði enginn sig á því, hvers vegna hann gerði það. ' „Eg iðrast", sagði hann, „að ég hef allt of lengi hikað við að flytja þá bæn, sem lá mér þyngst á hjarta“. Síðan tók hann umsvifalaust að biðjast fyrir. Hann bað himna föðurinn um að milda veðurfar- ið, hann bað fyrir jarðargróðan um, timburflotunum á ánum, heystökkum bændanna og allri Svíþjóð, sem hann hét tryggð sinni, þó að hann yrði fyrir þær sakir að rotna um öll ólifuð ár í dimmri og fúlli myrkvastofu. Þá rann það upp fyrir her- mönnunum, hvers vegna hann hafði rétt fram hendurnar. Hann hélt áfram áð flytja bæn sína á meðan þeir skrúfuðu járn in að úlnliðum hans, og hann þagnaði ekki, þótt þeir leiddu hann út úr kirkjunni með brugð in sverð á lofti og héldu með hann áleiöis upp að virkinu. J. H. þýddi. llMINN- SUNNUDAGSBIAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.