Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 3
ur verið með í förinni. Með sam- anburði við aðra heimild má og komast að raun um, að prófastur héraðsins, séra Jón Ormsson í Sauðlauksdal, hefur verið stadd- ur í Flatey, og var Páll Kolbeins- son, sem þá mun hafa verið heimamaður hans, í för með hon- um. Voru báðir orðnir aldur- hnignir, séra Jón kominn lítið eitt yfir sjötugt, en Páll þó nokkrum árum eldri, sennilega mjög nálægt áttræðu. Henderson fékk far til lands á bátnum frá Brjánslæk og slíkt hið sama þeir séra Jón Ormsson og Páll. Um þetta leyti hafði verið kaupstaður í Flatey um allmarga áratugi. Sennilega hef- ur siglingin verið komin um þetta leyti sumars, og það kem- ur því ekki á óvænt, þótt bát- verjar væru sumir nokkuð öl- hreifir. Það var ekki venja, að menn færu öllu allsgáðir úr kaup- stað, ef þar var brennivín að fá, og eru frásagnir annála um mann- dauða á sjó og landi í grennd við kaupstaðinn órækastur vitn- isburður um þann sið. Reimleik- arnir á Vogastapa stöfuðu sem sé frá brennivínsámunum í Keflavík, svo að dæmi sé nefnt. Einn virðist þó hafa verið öðr- um drukknari af þeim, sem fóru úr Flatey á Brjánslækjarbátnum þennan dag. Það var sjálfur pró- fasturinn, séra Jón Ormsson. Að sönnu nafngreinir Henderson hann ekki, og er orsökin vafa- laust hlífð við gamla manninn og prestastéttina, því að nærri má geta, hve það hefur hneykslað hann, að aldraður prófastur skyldi ekki gæta sín betur í slík- um sökum. Ekki virtist þó nein hætta á ferðum, því að veður mun hafa verið gott, bjart og heiðskírt, og undir árum sátu konur, svo sem oft var títt í Breiðafjarðarbyggðum. Þær hafa að sjálfsögðu ekki leitað á náðir kútsins. Það var að kvöldlagi, að lagt var af stað frá Flatey, og var komið að Hergilsey um klukkan þrjú um nóttina. Þar var lent, því að konurnar voru farnar að slæpast við róðurinn. Hugðust þær hvíla sig nokkuð og fá hressingu hjá bændum. Þar var þá þríbýli og gamli Hergilseyjar- bóndinn, Eggert Ólafsson, enn á lífi háaldraður. Nú var hag séra Jóns Ormsson- ar svo komið, að ekki þótti fært að hafa hann með til bæjar. Varð því að ráði að skilja hann eftir í bátnum, er virðist hafa verið látinn fljóta við hleinar í ládeyð- unni, og skyldi Páll Kolbeinsson vera þar hjá honum og gæta hans. Segir Henderson í ferða- bók sinni, að Páll hafi verið með öllu ódrukkinn, er hitt fólkið fór úr bátnum, en af frásögn, sem séra Friðrik Eggerz hefur skráð, er að ráða, að báðir hafi verið ölvaðir. Þar verður þó að telja það réttara, er Henderson segir, þvi að hann var sjálfur í förinni og í öllu hinn grandvar- asti maður. Nú er að segja af þeim, sem gengu til bæjar. Kvenfólkið vakti upp, og fór húsfreyja þegar á fætur. Hitaði hún kaffi og sauð æðaregg handa gestunum og vann þeim að öllu leyti hinn bezta beina. En nokkurn tíma hlýtur það að hafa tekið að lífga eld og koma upp suðu á vatni, svo að búast má við, að fólkið hafi tafið alllengi heima á bænum. Það hefur að sjálfsögðu hugsað sem svo, að ekki væsti um karlana i góðviðrinu, þótt hrollkalt kunni að hafa verið um þetta leyti næt- Framhald á 190. síðu. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 171

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.