Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Blaðsíða 13
menn hans, sem af komust hlupu á skip og týndust allir sama dag fyrir Skriðinsenni. (Ennishöfða). Héraðsbúum mun ekki hafa þótt mannskaði þegar fréttin barst um það slysið. II. Borðeyri löggildur verzlunarstaður. Sftir að landsmenn sjálfir hœttu að hafa skip í förum, lögðust nið- ur skipakomur til Borðeyrar. Liðu svo ár og aldir, að slíks er ekki minnzt, unz Hansakaupmenn fara að venja komur sínar þangað á 14. og 15. öld. Þeir voru duglegir kaup- menn, er komu sér sem víðast fyrir með vörur sínar. Nú munu hafa orðið allmikil viðskipti við Hansa- staðamenn á Borðeyri, og verzlun in ekki óhagstæð, enda samkeppni um sjávarafurðir landsmanna. En þessi blómatími stóð ekki lengi, því að konungsvaldið danska leiddi yfir landsmenn einokunar- verzlunina alræmdu, árið 1602, með þeim afleiðingum, sem allir þekkja. En þótt lengi væri illt, átti ekki svo ævinlega að verða. Eftir lengsta og versta illæriskaflann í landssögunni fer að rofa til í þjóðlífi Islendinga síðustu fimmtán ár 18. aldarinnar. Þá fara menn í batnandi árferði að rumska við eggjanir ágætra endur- reisnarmanna, andlegra og verald- legra, sem á síðari hluta aldarinnar, og fram um aldamót, ryðja farveg nýjum straumum og stefnum, svo að úr því að þriðjungi 19. aldar er náð, eru menn sem óðast að vakna til þess að leggja eyrun við boðskap Baldvins, Fjölnismanna og Jóns Sig urðssonar, er nú hefja sjálfstæðis- baráttuna í fyllsta skilningi. Nú varð ljóst þeim, sem hlut áttu að máli, hve mikil þörf var að fá löggildan verzlunarstað á Borðeyri. Þar var langheppilegasti staðurinn íyrir Vestur-Húnavatnssýslu, Strandasýslu innanverða og Dala- sýslu að miklum hluta, í nauðsyn þeirra, að fá skip inn á Hrúta- fjörð. Áður höfðu héruð þessi orð- lð að sækja vörur til Hafnarfjarðar -og Stykkishólms, en síðar til Hóla ness og Skagastrandar, þ. e. a. s. i Höfðakaupstað. Leyfið, til að löggilda Borðeyri sem verzlunarstað, fékkst 23. des- ember 1846. En enn líður svo, að engin sigling kemur á fjörðinn. Enginn þorði að leggja skip sitt í siglingu þangað inn, þvi að leiðin þótti skerjótt og áhættusöm. Ef tll ylll hefur Iíka eimt eftir af óhug YÍð gömul galdraálög, er síðustu tvö skip Hansakaupmanna fórust þar, hið fyrra 1599, en hið síðara, er hinu skyldi ná út, að sögn Skarðs- árannáls, árið eftir. „Var mælt það væri gerningar þýzkrar galdra- konu,“ segir Björn á Skarðsá. — Þá er það, að Jón kammerráð á Melum bjargar málinu við. Hann ríður vestur í Stykkishólm, og með honum Þórarinn prófastur Krist- jánsson, þá á Stað í Hrútafirði, til þess að reyna að fá Hans Clausen kaupmann til þess að senda skip til Borðeyrar með vörur. Clausen var ríkur vel; taldist eiga 27 skip í för- um þegar flest voru. Ekki gaf hann kost á að leggja skip 1 þessa áhættu sömu leið, nema gegn tryggingu ef illa færi. Lét kammerráðið þá föl 40 hundr. að veði í Hofsstöðum á Snæfellsnesi. Var svo um samið, að skipið skyldi koma næsta vor til Borðeyrar. III. Sigling til Borðeyrar í þriðja sinn. Dag einn í júníbyrjun 1848 er veizla mikil haldin á Þóroddstöð- um í Hrútafirði. Þar eru þrenn hjónaefni að halda brúðkaup sitt. Má fyrst frægan telja, Daníel Jóns- son, er síðar varð hreppstjóri og dannebrogsmaður. Brúður hans var Valgerður Tómasdóttir frá Brodda- nesi. Önnur brúðhjónin voru Björn Daníelsson frá Tannstaðabakka, og síöar á Broddanesi og Anna ís- leifsdóttir. Þriðju voru Guðmundur Zakaríasson frá Stað og Guðný Tóm asdóttir, systir Valgerðar. Nú verða menn þess varir, að skip siglir inn Hrúteyjarsund. Norð angarður var þenna dag (sú þýzka ekki dauð úr öllum æðum) og þoka, svo að lítt sá til sólar, og brotnuðu brimskaflar á báðum töngum, Reykja- og Kjóseyrar. Þótti sýnt, að þarna færu vanir og góðir sjó- menn, því að gengið var frá því sem vísu, að þeir væru ókunnugir innsiglingunni, enda reyndist það rétt vera, er aðeins einn skipverja hafði farið þessa leið áður. Brúðkaupsveizlan á Þóroddsstöð- um, sem hafði staðið með hæstum glaum og gleði, er þetta skeði, riðl- aðist öll við þessa óvæntu sýn, svo að ekkert varð við ráðið. Menn gripu hesta sína, hver sem betur gat, og meira að segja létu brúðgumar ekki sitt eftir liggja í því írafári, sem greip veizlugestina, en riðu í spretti inn fyrir fjörð og út á Borðeyri. Voru skipverjar að kasta keðjum, er hinir komu á staðinn til þess að fagna skipakomunni. Komu upp sögur miklar á eftir um þessa fjöl- mennu kappreið. Á undan geystist fyrirferðarmikill maður á ljónfjör- ugum gæðingi. Það var Ögmundur bóndi á Fjarðarhorni, hestamaður og reiðmaður góður. Tjáði engum við hann að etja né gæðing hans, þótt margur væri þar á frískum fáki. Var hann kominn yfir vaðlana og á Imanes, er þeir öftustu komu að fjörunum. Voru allir í þeirri halarófu eftir því, sem hver hest- ur reyndist þolinn, og sást hvorki í menn né hesta fyrir vatnskófinu, er þeir geystust yfir vaðlana. Mælt er, að ein brúðurin, Anna ísleifsdóttir, hafi látið orð falla um, að þetta myndi boða óhamingju í hjónabandinu, er þessi truflun kom á veizluna, að menn þytu í burtu eins og óðir menn. Það n;undi líka vera gömul þjóðtrú. — Hún missti mann sinn í sjóinn eftir átta ára sambúð. Þetta fyrsta Borðeyrarskip hét „Ungi svanurinn," tvímöstruð skonnorta, 48 lesta. Skipstjórinn hét Sörensen, hinn bezti drengur. En sá, sem verzlunina rak á skip- inu, hét I. C. Brand. Þá var einnig með Árni Sandholt; föðurættin frá Sandhólum á Tjörnesi. Var föður- faðir hans Egill borgari í Reykja- vík, er fyrstur kallaði sig Sandhoit, Helgason bónda í Sandhóium, en kona Egils, Anika, var algrænlenzk, enda jafnan kölluð Anika hin græn lenzka. Almenningur fagnaði þess- ari fyrstu skipkomu sem vonlegt var, og safnaðist mikill fjöldi til Borðeyrar fyrstu dagana, svo að varan seldist upp að mestu á viku. Orð lék á, að kramvaran væri að mestu vöruleifar, og ekki ósenni- legt, að gamli maðurinn hafi hreins- að til hjá sér um leið, enda yrði þá minni skaði, ef allt færi í sjóinn. — Það var í frásögur fært, að Jón kammerráð sendi skipsmönnum gamalt naut, vel alið, sem þakk- lætisvott fyrir áræði þeirra og dugn að. Hefi ég það eftir manni, sem með var í þeirri ferð, Guðmundi Jón Marteinsson T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 181,

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.