Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1964, Qupperneq 20
stakk upp á því, að við færum til þeirra Gests og Aðalsteins og fengj- um þá til þess að koma með okkur Okkur myndi þeim mun betur trúað sem fleiri væru til frásagnar. Ég féllst á þetta og lögðum við svo af stað. Mér fannst þetta þó heldur mik- ið umstang, auk þess sem ég var van- trúaður á, að ljósið myndi verða ; sínum stað, er við kæmum til baka. Þeir Gestur og Aðalsteinn voru að störfum uppi í fjalli á þeim stað, sen’ mér hefur verið sagt, að héti Efri brauðkvos. Þar bökuðu sem sagt Krýsvíkingar brauð sín við hverahit- ann hér fyrr meir. Svæla, gufa og náttmyrkur huldi vinnustað þeirra, svo að við gátum aðeins öðru hverju greint Ijósbjarma frá bornum og vinnuskýlinu. Taktfastur sláttur högg- borsins og enn hraðari slög aflvéla innar barst okkur til eyrna úr fjar- lægð. Þetta eitt rauf kyrrð þessa milda haustkvölds á leið okkar upp fjalls- hlíðina. Er við fundum þá, sögður við þeim tiðindin: Ljós væri tendrað í kirkjunni, án þess að við hefðum orðið varir mannaferða og erindi okk ar væri að fá þá með okkur á s* inn til frekari athugunar. Þeir voru þyrstir í ævintýrin og komu hið bráð asta til baka með okkur. Við vorum nú fjórir til frásagnar um það, sem í vændum var, en spurningin var nú aðins þessi: Yrði ljósið enn í kirkj- unni eða hyrfi það eins snöggt og það kom? En sem betur fór var það kyrrt á sínum stað, ei við kojnum að gröf- unni og jafnveí skærarh en áður. Var nú þegar haldið af stað yfir mýrar og móa í stefnu á ljósið. Misstu þá sumir fótanna því að meira var met- ið að hafa augun á ljósinu en að reyna að beina sjóninni að hinni ósléttu leið okkar. Hrasandi um þúf- ur og öslandi keldur, ýmist á fjórum fótum eða löppunum einum, héldum við leiðar okkar. En áfram miðaði, og ljósið skein í kirkjuglugganir Loks þrömmuðum við upp traðirn- og höfðum kirkjuna á vinstri hönd. Fátt var sagt, en því fleira hugsað sem nær dró og sýnin skýrðist betir Við skímu af flöktandi kertaljósi greindum við svipi manna, er sátu við borðskrifli. Við sáum, að þeir hand- léku spil, og er betur var að gáð, sá- um við, að þeir spiluðu upp á pen- inga Dauft kertaljós varpaði óhugn- anlegri birtu um nábleik andlit þeirra, úfinn og óhirðulegur hárlubbi féll óreglulega um enni þejrra og vanga. Nokkra tröllslega skugga bar við dökkar þiljur og loft. Við litum hver til annars og af svip hvers og eins mátti lesa þetta: Draugar, aftur- göngur. „Gott kvöld!“ Þögnin var rofin og við hliðina á GLETTURI okkur stóð maður. í sama bili rudd- ist fram hundaskari mikill með há- vaða og fyrirferð. Iiirkjubúar þustu upp frá spilum sínum, og á svip- stundu færðist allt í mannlegt horf. Draugar þessir reyndust vera smala- menn frá Grindavík, sem ætluðu að sofa í kirkjunni um nóttina, en huga að kindum daginn eftir. Þetta var svo néfnt hrútasafn. Það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu austur yfir mýrina til starfa sinna. Þeir gátu gefið sér tíma til þess að horfa niður fyrir fæturna á sér. Að endingu vil ég geta þess, að kirkjan í Krýsuvík var lagfærð nú ekki alls fyrir löngu. Sigurbent Gísla- son, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, framkvæmdi það verk af mikilli prýði, en þó á Björn Jóhannesson, fyrrver- andi bæjarfulltrúi, sérstaklegar þakk- ir fyrir að hafa haft framgöngu um það að varðveita þessar síðustu minj- ar um hina fornu byggð í Krýsuvík og þeim mun fremur sem hann lét gera þessar umbætur á sinn kostnað. „Öll er skepnan góð“ Bólu-Hjáimar var staddur í Höfða- kaupstað. Þar var og séra Björn Þorláksson á Höskuldsstöðum, drukk- inn mjög. Leiddist Hjálmari drykkju- þref prestsins og sagði: „Og farðu þarna fré mér, mann- skratti, og éttu andskotann". „Nú — er það góður matur, lambið mitt?“ sagði prestur. „011 er skepnan góð, ef hún er með þakklæti meðtekin", svaraði Hjálmar. 188 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.