Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 2
Hvalreki á Hornströndum Vorið 1912 rak stórhveli mikið norður í Hrolllaugsvík á Ströndum, austan Hornbjargs. Sást fljótlega, að ekki hafði skepna þessi orðið sjálf- dauð, því að í henni hékk skutull mikill, merktur norsku útgerðarfé- lagi. Hugðust forsvarsmenn þess hér ná hvalnum út, en urðu að gefa það upp á bátinn, því að mikið grunn- sævi er þarna út af. Jörðin Bjarnarnes er á nesi því, er Bjarnarnes heitir, vestan vikurinnar, og tilheyrði Grunnavíkurhreppi. Var Bjarnarnes komin í eyði fyrir nokkr- um árum, og er gefizt var upp við að ná hvalnum á flot aftur, varð hann sameign þeirra Grunnavíkur- bænda. Létu nú forráðamenn hrepps- ins þau boð út ganga, að öllum utan- hreppsmönnum væri stranglega bannaður skurður í hval þessum og þung viðurlög þar á, ef út af yrði brugðið. í Hælavík á Hornströndum bjuggu þeir bændur, Guðni Kjartansson og Kristján Jónsson, og tvímenntu á jörðinni. Guðmundur, sonur Guðna, er segir þessa sögu, var þá um tví- tugt, Sigmundur, bróðir hans, þremur árum yngri og svo var Jakob, fóstur- sonur Kristjáns, á svipuðu reki og Sigmundur. Þegar fréttin um eig- anda hvalsins og bannið, sem var hnýtt þar aftan í, barst um Horn- strandir, voru fyrri eggjasig að byrja. Vildu menn um lítið annað að hugsa — og hvorki skurðbann þeirra Grunnvíkinga né skurð í hval yfir- leitt. En húsfrcyjunum í Ilælavík varð tíðrætt um hvalinn. Fóru þær um það mörgum fögrum/ orðum, hvað hvalkjöt og rengi væri góður matur. Nú færi sumarið í hönd með næga mjólkursýru, svo að ekki væri vandi a höndum að koma hvalnum í geymslu til þess tíma, er hans yrði þörf. Þó nú væri nóg að bíta og brenna, þá gætu þeir tímar komið, að slíkur matur þætti etandi. Fáir sinntu þessu tali húsmæðr- anna. Bjuggust menn við, að ekki fengist svo mikið sem biti af skepnu þessari nema fyrir beinharða pen- inga, og það var ekki oft, að mikið væri til af slíkum varningi í Hælavík. Leið nú fyrra sigið, og var fengur allgóður. Það hafði ætið verið vani í Hæla- vík að í'ara i mógrafir á milli siga. Sá tími var venjulega í kringum viku. Svo var einnig gert nú. Ein- muna blíðviðri höfðu staðið undan- farinn hálfan mánuð. Var ekki laust við, að okkur þremenningunum hrysi hugur við mGgröfum í slikri veður- blíðu. Fóru konurnar nú að taka upp sitt fyrra tal um hvalinn, og ekki leið á löngu, að þær höfðu sýlt okk- ur þremenningana svo hastarlega, að við sáum bókstaflega ekki annað en hvali, hvert sem litið var. Eða kann- ske hefur það aðeins verið óbeit okk- ar á mógrafarfjöndunum, sem örlög- um okkar réði. Við Jakob fórum til Kristjáns, fóstra hans, og báðum hann að Ijá okkur bát til farar austur í Hroll- laugsvík, því að við ætluðum að reyna, hvort ekki mundi unnt að fá að hjálpa þeim Grunnvíkingum við hvalskurð og hreppa bita fyrir. Ekki hefur Kristján víst talið ráð- legt að ljá okkur bátinn, og taldi hann mörg tormerki þar á. Sjálfsagt hefur hann verið minnugur óhappa- verka, sem unnið höfðu verið á hval- fjörum Austur-Hornstranda áður fyrr, og ekki viljað stuðla að því að neitt slíkt endurtæki sig. Var því ekki í annað að leita en til karls, föður míns. Gengum við á hans fund og töluðum fagurlega um ágæti hval- kjöts og rengis, sem gnótt væri af austur í Hrolllaugsvík, og vantaði okkur aðeins bát til að fanga þann mikla munað. Varð gamli maðurinn hálfglettinn við og kvað á, þótt lánaði okkur kænuna austur þangað, þá mundum við bæði sigla og róa sem við mættum af fundi þeirra Grunnvíkinga. Ekki töldum við okk- ur hættu búna af þeirra völdum, og varð úr, að við fengum bátinn léðan. Tókum við nú að safna saman öllum hnífum, er í stærra lagi voru, því að hálft í hvoru gerðum við okkur von- ir um, að við fengjum að kroppa í hvalinn, þrátt fyrir bannið, Við fund um gamla og ryðgaða hákarlalensu, sem Kristján átti, síðan hann stund- aði hákarlalegur á sínum yngri árum. hvöttum nú vopn þetta lengi dags, þar til það virtist allbiturlegt orðið og hið álitlegasta tæki til þess verkn- aðað, er við hugðum hvalskurð vera. Svo undir miðnætti eitt kvöld ýttu þrír ákafir matvinnungar frá landi i Hælavík. Þennan dag hafði veðrið verið al- veg einstaklega gott, sem og undan- farna daga, og þetta kvöld var það eins og það getur fegurst orðið á þessum slóðum og þeir, sem til þekkja, fegurst í öllum heiminum. Þegar við rerum út víkina, var spyrnt við fótum og látið sjást, að ekki mundu þeir menn mergsviknir, er þar væru undir árum. Hvergi sást skýskaf á lofti. Sólin var að byrja að tylla rönd sinni á hafsbrúnina úti við sjóndeildarhringinn. Smátt og smátt færðist Iogagullinn bjarmi frá þessari eldkringlu yfi láð og lög. Hann læddist yfir rennisléttan haf- flötinn kringum litlu bátkænuna, sem virtist vera allt of veraldleg í allri gullnu birtu. Hann læddist inn í hugi þriggja vonglaðra manna, er reru fyrst knálega, en fyrr en varði var róður þeirra orðinn hægur og hljóðlátur, líkast því sem þeir læddu árunum í sjóinn til þess að trufla ekki þessa hljóðu, undursamlegu tign. Það var sem gulldropar hryndu af klunnalegu árunum við hvert ára- tog. Hver hóll og hvert barð í landi var vafið rauðgullinni srikju, hvert sem litið var. Hástemmdari tign og fegurð fær aldrei nokkurt mannlegt auga litið. Og sem í leiðslu lögðum við upp áuarnar og horfðum berg- numdir á þessa sýn. Meira að segja fuglar bjárgsins, sem aldrei þagna, sátu hljóðir og agndofa þessa.stund, meðan sólin var að renna sér undir hafsbrúnina. Við höfðum hagað ferð okkar svo, að við höfðum austur-fallið með okkur austur, en heim aftur átti vesturfallið að flýta för okkar. Okkur sóttist greitt austur. Róðurinn var okkur leikur einn í svona veðri. Þó held ég, að fáa fýsti að fara þessa leið róandi nú til lítils eða einskis hagnaðar, svo sem útlit var fyrir um okkar ferð. í kringum miðja óttu voruni við komnir austur í Holllaugsvík og brýndum bátnum hjá hvalshræinu, sem ekki virtist í fljótu bragði vera en beinin tóm. Hvernig urðum við varir við neitt það, er gæfi til kynna, að Grunnvíkingar væru hér enn. Hugðum við, að þeir mundu hætta skurðinum og famir til síns heima. Beindist athygli okkar nú að hvaln- um, og sáum við brátt, að þar mætti kroppa eitthvað, því að víða hafði spik og kjöt sigiö niður með síðum skepr.unnar og undir hana. Þegar búið var ao skera og opna að ofan, varð okkar furðu vel ágengt, og náð- um við mörgum vænum bita. Dugði nú vel hákarlalensan, svo sem til var ætlazt. Töldum við gerð okkar hafa orðið hina giftusamlegasta. En Adam var ekki lengi í Paradís. Klukkan var eitthvað í kringum sex. Sóhn var komin svo hátt á loft, að hún náði að skína þarna inn í vík- ina. Lýsið vall og rann um alla fjöruna, og hitinn var að verða lítt þolandi, svo að við ákváðum að hætta skurðinum, enda komið hátt í bátinn Verður þá einhverjum litið heim að Bjarnarnesi, og sáum við þá að þar var tekið að rjúka. Blágráa reykjar- súlu lagði þráðbeint upp í hið hreina og tæra morgunioft. Þó að upp hefði verið kveðinn yfir okkur þremenn- ingum dauðadómur, hefðum við ekki orðið skelkaðri heldur en að sjá „þessa sakleysilega reykjarstróka 625 IIMINN - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.