Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 5
ujn, að Grímur hafi ekki verið nein hollvættur í þjónustu veðurguðsins. í landi Ketu norður á Skaga eru tvær klettaborgir, og nefnast báðar Grímsborg. Þar á að hafa búið huldu- fólk og hét höfðingi þess Grímur. „Einu sinni í harðindum kvað bónd- inn í Ketu um leið og hann gekk fram hjá (annarri) borginni: Láttu reka reyður, ríkur, ef þú getur, brátt undir björgin ytri, Borgar-Grímur á morgun. Þá var svarað úr borginni: Reki reyður að landi rétt að Ketusandi, heljar bundin til bjargar lýð þurfandi. Morguninn eftir var rekinn mikill reyðarhvalur undir Ketubjörgúm'* Borgar-Grímur virðist hafa verið af landvættakyni. Sagan um Gríms- hól á Vogastapa bendir í sömu átt. í þeirri sögu er stapabóndinn að vísu ekki nafngreindur, en Grímur bónda- son ræðst til hans, gengur að eiga heimasætuna og sezt að í stapanum. „Grímur bóndi“ heitir stapi í Gríms- ey og mun þar hafa búið landvættur eyjarskeggja. Þannig munu fleiri Grímsnöfn -vera til komin. Gríms- vötn og Grímsár gætu dregið nafn af vatnavætt, sem flutzt hefði með landnámsmönnum út hingað. Þannig er líklegt, að nafnið á Grímarsfelli sé ekki allt, þar sem það er séð. Það ér lenzka í Mosfellssveit, að nefna fellið Grímansfell eða jafnvel Grimmansfell. í sóknarlýsingum 19. aldar er _ það ritað Grímansfell, en þar er Úlfarsfell einnig nefnt Úlf- mansfell. Hins vegar stendur skýrum stöfum í Jarðabók Árna Magnússon- ar frá 1704, að Mosfell eigi selstöðu „undir Grímarsfelli". Það skiptir minna máli, að Seltirningar segja í sömu bók, að Nes á Seltjarnarnesi eigi selstöðu í Seljadal undir Gríma- felli. Grímar er fágætt nafn í forn- sögum. í íslendinga sögum er aðeins getið um Grímar bónda á Grímars- stöðum í Andakíl (Egils saga). Held ur er ótrúlegt, að fjallið sé kennt við mann, sem bar svo fágætt heiti, miklu líklegra er, að nafnið eigi upp- runa sinn í vættatrú eða forfeðra- dýrkun. Þannig mun eflaust um mörg önnur örnefni í landnámi Ing- ólfs. Grímur og Grímar hafa ekki verið einu vættirnar, sem fylgdu Ingólfi og félögum hans til íslands. Bæjarnafnið Ásgarður gæti verið kennt við hinn forna bústað ásanna, en Goðaland, Goðafoss ,Goðastcinn og Goðhóll eru staðir kenndir við goð in. Bæjarnafnið Bandagerði mun merkja goðagerði, því að orðið bönd er fornt samheiti á goðum. Ullur hét einn ágætur guð nor- rænna manna við upphaf víkingaald- ar. Ekki fara miklar sögur af honum Víti í Öskju. hér á landi, en þó hefur hann notið allmikilla vinsælda. Til skamms tíma blótuðu fslendingar hann með því að gefa honum ullinseyrun af hjarta hvers dýrs, sem þeir slátruðu. — Undan Kinnarfelli í Þingeyjarsýslu norður fellur Skjálfandafljót um Ull- arfoss ofan í Skipapoll. Sunnar í Bárðardal í Svartá inn af Lundar- brekku er annar Ullarfoss. Báðir munu fossar þessir kenndir við hinn forna höfuðguð Norðurlandamanna, en þjóðleiðin austur um héraðið ligg- ur hjá fossi allra goðanna, Goðafoss. Víðar eru Ullarnöfn hér á landi, en sum þeirra munu eflaust dregin af orðinu ull. Það eru einkum staðir við ár, þar sem ull hefur verið breidd til þerris eftir þvott. Þannig eru Ullarbrekkur hjá Varmá í Mosfells- sveit og Ullarhóll hjá Neðra-Hálsi í Kjós. Alkunn er frásögn Eyrbyggju um trú Þórólfs Mostrarskeggs á Helga- felli. Hann hafði svo mikinn átrún- að á fellinu, að þangað skyldi eng- inn maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helga- fell og trúði, að hann myndi þangað fara, þá er hann dæi, og allir á nes- inu hans frændur. Sá átrúnaður, að menn dæju í fjöll eða hóla hefur verið allalmennur hér að fornu. Hvammverjar trúðu, að þeir dæju í Krosshóla hjá Hvammi, frændur Sel-Þóris í Þórisbjörg og víðar í rituðum heimildum eru sagn ir um slíkan átrúnað. Hér á landi eru að minnsta kosti átta Helgafell. Kunnust eru Helgafellin á Snæfells- nesi, við Mosfellsdal, suðaustur af Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. (Ljósmynd: Páll Jónsson). Sennilega eru þau öll tengd hinum forna átrúnaði, sem um getur í Eyr- byggju, en í nágrenni þeirra má jafn- an finna forna helgistaði, Hof eða Ilofstaði, og örnefni dregin af mannanöfnum. Að Hofstöðum við Vífilsstaðaveg liefur sennilega staðið höfuðhof Ingólfs og ættmenna hans á fyrsta skeiði byggðarinnar, og er líklegt, að þeir frændur hafi ætlað sér bústað í Helgafelli undan Löngu- hlíðum eftir dauðann. Örnefni benda eindregið til þess, að menn hafi verið vel heiðnir að fornu um Innnesin, eins og vera ber. Þar eru tvö heilög fell, Þórsnes, Hof og Hofsstaðir en auk þess Tröllafoss og undarlega margir staðir kenndir við menn, eins og Grímarsfell, Úlfars fell, Vífilsfcll og fjölda bæja og ann- arra staða. Sagnir herma, að Sel-Þór- is-niðjar hafi trúað, að þeir settust að í Þórisbjörgum eftir dauðann. Það verður að teljast líklegt, að þeir Úlafar og Vífill hafi haft svipaðan átrúnað. Fjöll og fell, sem að fornu hlutu mannsnöfn eða voru kennd við einstaka menn, munu flest hafa verið tengd einhverri helgi í heiðn- um sið: Ásmundarnúpur, Geirólfs- gnúpur, Jörundarfell, Spákonufell og svo framvegis. Búi heitir fellið, sem gengur út úr Esjunni upp af Esjubergi. Búi er samstofna við orðið bóndi og búandi. Mér er ókunnugt um þetta orð sem örnefni annars staðar nema í sam- setningum: Búastaðir er bær i Vopnafirði og Einbúi er algengt nafn á einstökum hólum. — í Noregi bera margir bæir nafnið Buen, en þar er það yfirleitt talið merkja búð, samanber verbúð og bú- seta. f miðaldaheimildum er nokkr- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.