Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 3
Á þessari mynd sést Hornbjarg rísa úr hafi, kuldalegt og veSurbarjð að vanda. í nágrenni þess hefur iífs- baráttan löngum verið hörð og Hornstrendingar urðu að leggja mikið á sig til að afla. bjargar. En hlunninda- samt hefur alltaf þótf á Hornströnflum, og meðal þeirra hlunninda, sem þar mátti hafa, voru hvalrekar í ýmsum víkum og vogum. Hér segir Guðmundur Guðnason frá Búðum í Hlöðuvfk, gamall Hornstrendingur frá hvalreka og ferð sinni til hvalfjörunnar. 0»0#0«0«'_>«0«0«0«0«0»0«0«0«0*0»0«0«0«( »rimomomo*cmcmomcmœc>< omomomomomomomnmomomcmomomomomomnmomomomomomomomomnmnmom '.momomo-momomomomomomomomom'jB momomom -momomnmomom'.momomomc. )»o»o< _____ _ jmomomomomomomomornomijmomomomomomjmom jm'. <momc>momomomom',Æ rmnmomomomnmnmnmnmnmnmnmomnmnmnmc>mnmnmnmnmomnmnmnr'.t.-vtl->mrw,mC stíga til lofts, Því að auðvitað vissum við nú, að Grunnvíkingar mundu ekki héima í bálkum kvenna sinna sem við hugðum áður. Stóðum við þarna í algeru ráðaleysi nokkrar mín útur og vissum ekki, hvað skyldi til bragðs taka. Einhver minntist á að leggja á flótta, því að Grunnvíking- ar mundu hiklaust drepa okkur, ef þeir næðu okkur. En við hurfum fljótlega frá því ráði og kváðum Hornstrendinga ekki sérlega gjarna til flótta undan óvinum sínum. Varð úr að við biðum rólegir þess, er verða vildi. Og þurftum þess ekki lengi að bíða. Innan stundar komu þeir típ talsins, gengu að hellisskúta, er var þarna upp undir berginu, tóku vopn sín og klæddust hertygjum. Allan tímann stóðum við niðri við bátkænuna og biðum örlaga okkar í þögn og þolinmæði. Að lokum stóð herflokkurinn á fjörukambinum með hreppstjórann í fararbroddi. Var sá risi mikill á vöxt, og sýndist mér hann ekki ýkja- góðlegur á svip. Vopn þeirra glömp- uðu í sólskininu og virtust biturleg Hreppstjórinn ávarpaði okkur nú og spyr, hverjir séu þar á ferð og hvaðan slíkir menn komi. Þar sem ég var elztur og átti að heita ráðamáður þessarar ferðar, varð ég fyrir svörum og leysti greiðlega úr spurningum hreppstjóra. „Fyrst þið eruð þaðan komnir, þá hljótið þið að vita, að þjófar og ræn- ingjar erfa ekki guðsríki“, sagði hann. Ég þóttist hafa heyrt það áður, og mundum við það vita. Svo og einnig hefðum við það heyrt, að hreppstjór- ar margir ættu þar ekki sérlega greitt inngöngu. Harðnaði þá brún á hreppstjóra, en það var sem kímni- glampa kæmi í svip margra af hans fylgjendum. Óx mér ásmegin við þetta, og hugðist ég reyna að standa svo lengi sem stætt væri og við félagar. Spurði hreppstjóri nú, hvort við vissum, hver hegning lægi, við slíku ódæði sem þessu, er við hefðum hér framið. Kvað ég, að þar mundi einhver refs- ing vera á, en hef sjálfsagt ekki ver- ið ýkjabljúgur á svipinn, því að nú fór hreppstjóri að lesa yfir okkur hegningarákvæði við ýmsum afbrot- um. Gátum við ekki annað heyrt en hann kynni öll þau lög, sem sett höfðu verið á íslandi frá dögum Úlf- ljóts og til vorra tíma. Var svo kom- ið, að við sáum ekki betur en að okkar biði ævilöng þrælkun, ef við yrðum ekki drepnir þar á stundinni án dóms og laga. Töluverður tími hafði farið í upp- talningu þessa og viðræður, svo að Sigmundi, bróðir mínum, varð að orði, að eitthvað yrði að gera í þessu máli, því að vesturfallið stæði eklrf* til eilífðar. Sagði ég því hreppstjóra að hann skyldi hirða bitaræflana 1 bátnum, láta þetta mál ganga, svo sem það hefði eðli til, en við færum heim, hvað sem tautaði. Einn maður í hópi hreppstjóra hét Árni Jónsson og var bóndi í Furu- firði. Nú tók hann til máls og kvaðst hugsa, að hreppstjóri tæki ekki þessi bitaræksni og hefði sjálfsagt aldrei ætlað sér. En hitt væri, að hann hefði gaman af að brýna fyrir lands- ins lýð lögheldni og ráðvendni, og til þess mundi ræða hans hafa verið ætluð, að vara þessa ungu menn við, svo að þeir létu ekki slíkt henda sig aftur. Það var kominn góðlátlegur glettn issvipur á andlit Árna, er tali hans lauk. Sýndist mér fyrst, er Árni hóf ræðu sína, að hreppstjóri væri ekki sem ánægjulegastur á svið, en það breyttist þó, er á talið leið. Og er Árni hafði lokið máli sínu, kvað hreppstjóri þetta öldungis rétt hjá vini sínum, og skyldum við fara í guðs friði, hvert sem við vildum. En það skyldum við samt varast að láta slíkt eða þvílíkt athæfi henda okkur í annað sinn, því að ekki væri víst, að við hittum fyrir aðra eins menn og hér væru. Framhald á bls. 646. T I M I N N — áGNNUDAGSBGAÐ 627

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.