Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 20
Það gæti verið gaman að heyra. Svona nú, elskan mín, þú getur vel sagt mér það — mér fremur en nokkrum öðrum.“ Hann lagði áherzlu á „mér“, því að hamj þóttist vita, að ef hún hefði viljað halda fram hjá Souris, þá hefði hún gert það með honum, Leuillet. Hann brann í skinninu eft- ir að heyra hana viðurkenna það, sem hann var sjálfur sannfærður um — að hann hefði getað átt hana þá strax, ef hún hefði ekki verið svona dyggðug kona. En hún svaraði ekki, heldur hélt áfram að hlæja eins og hún myndi eftir einhverju óumræðilega spaugi- legu. Leuillet fór líka að hlæja og var stórskemmt, þegar honum datt í hug, hvernig hann hefði getað leikið á Souris. Hvílíkur grikkur! Það hefði orðið alveg óborganlegt. Sannarlega óborganlegt. Hann náði varla adanum fyrir hlátri og stundi: „Æ, æ, aumingja Souris. Hann var eins og skapaður til þess að verða fyrir svoleiðis, greyið. Ó, guð minn góður . .. guð minn góður . ..“ Hann engdist af hlátri, fékk tár í augun og rak upp hálfkæfð bofs. „Svona, segðu það núna, segðu það núna,“ þrábað Leuiliet. „Leystu bara frá skjóðunni. Þú skilur, að það er sama, þótt þú segir mér það.“ Alveg örmagna hikstáði hún: „Já . . . já . . .“ Hann rak á eftir, ákafur að heyra hina iangþráðu játningu: „Já . . . og hvað nú? Svona, segðu það allt.“ Hún héit niðri í sér hlátrinum, lagði munninn að eyra hans og hvísl- aði: „Já . . . ég hélt fram hjá honum.“ fskaldur hrollur fór um hann all- an og smaug inn í merg og bein. Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og stamaði: „Þú . . . þú hélzt fram hjá honum . . . í raun og veru?“ Hún hélt enn, að hann hefði mestu skemmtun af þessu öllu og svaraði fúslega: „Ójá . . . í raun og veru og ræki- lega“. Hann varð að setjast upp í rúm- inu, svo agndofa var hann. Orðin stóðu í hpnum, og honum varð eins mikið um þetta og hún liefði haldið fram hjá honum sjálfum. Fyrst gat hann ekkert sagt, en eftir litla stund tókst honum að stynja npp hljóði, sem ekki boðaði neitt gott: „Aha!“ Hún hætti einnig að hlæja og skildi nú um seinan, að hún hafði taiað af sér. Loks sagði Leuiliet: „Og með hverjum, ef ég mætti spyrja?“ Hún sagði hikandi: Hún þagði og reyndi að finna ráð til að bæta úr mistökum sínum. „Með hverjum?“ endurtók hann. „Með ungum manni.“ Hann sneri sér hryssingslega að henni og sagði byrstur: „Já, ég gat nærri um, að þú hefðir ekki gert það með eldabuskunni. Ég spurði, hver þessi ungi maður hefði verið — heyrirðu það?“ Hún svaraði ekki. Hann þreif til sín rekkjuvoðina, sem hún reyndi að byrgja andlitið með, og fleygði henni yfir fótagaflinn á rúminu. „Ég vil vita, hver það var, heyrirðu það?“ drundi hann. Henni tókst með erfiðismunum að stynja: „Ég var bara að gera að gamni mínu.“ Hann froðufelldi af reiði. „Hvað þá? Jæja, svo að þú varst að gera að gamni þínu? Þú reyndir að hafa mig að fífli eða hvað? En ég læt ekki bjóða mér slíkt, skilurðu það? Ég vil vita, hvað þessi ungi maður heitir.“ Hún lá hreyfingarlaus á bakinu og þagði. Hanri greip í handlegginn á henni og kreisti af öllum kröftum. „Jæja, heyrirðu ekki? Ég krefst, að þú svarir spurningu minni." Hún muldraði óttaslegin: „Svona, slepptu mér! Ég held að þú sért ekki með réttu ráðí.“ Hann skalf af bræði, hristi hana allt hvað hann orkaði og sagði aftur og aftur þetta eina, sem honum datt í hug í reiði sinni: „Heyrirðu ekki? Heyrirðu ekki?“ Hún tók snöggt viðbragð til þess að losa sig úr greipum hans og varð þá á að reka höndina' í nefið á hon- um. Hann hélt, að hún ætlaði að slá sig og réðist á hana í blindu æði. Hann þrýsti henni niður í koddana, og sló hann hana heiftarlega í and- litið hvað eftir annað og hvæsti: „Þetta færðu . . . og þetta . . . og þetta hérna . . . dækjan þín, losta- fulla tíkin þín“. Þegar hann gat ekki meira, reis hann másandi á fætur og staulaðist að náttborðinu til þess að hressa sig á appelsínusafa eftir geðshrær- inguna, sem hafði gert hann vita- máttlausan í hnjánum. Konan lá kyrr í rúminu og snökti hátt, óhuggandi yfir að hafa eyðilagt hjónabandshamingjuna og eiga sjálf sökina. Milli gráthviðanna stundi hún með herkjum: „Hlustaðu á mig, Antoine, ég var bara að skrökva, það skilur þú vel. Komdu hingað og hlustaðu á mig, og þá skal ég skýra þetta alit fyrir þér“. Og reiðubúin til varnar, vopnuð slægð sinni og fortöluhæfileikum, lyfti hún upp úfnum kollinum, þar sem nátthúfan sat á skakk. Hann sneri við og gekk til henn- ar, skömmustulegur yfir að hafa sleg- ið hana, en í sínu karlmannshjarta bar hann nú óslökkvandi hatur til þessarar konu, sem hafði svikið fyrir- rennara hans. Geir Kristjánsson þýddi. Sauöanes - Siglunes Framhald af bls. 639. — Andskoti er að geta ekki gef- ið ykkur hressingu, segir Einar, en það er alltaf þessi sami asi á ykkur. — Við þurfum víða að koma, seg- ir Kristján, og höfum engan tíma til að slóra. Túrinn verður víst nógu langur samt. — Já, en það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona góða gesti, segir Einar, og það er sunnu- dagur. Þið ættuð fyrir því að fá í glas. En það er um tómt mál að tala, skipverjar og heimamenn raða sér upp í röð í fjörunni og handlanga staurana út í bátinn. Það er dálítið farið að falla út, og öðru hverju verð- ur að færa bátinn utar, svo að hann standi ekki til muna. Þótt Tobba sé ekki stór, er hún þung að færa hana til á þurru landi. Það fjarar nokkuð ört út, og einu sinni eða tvisvar tek- ur Tobba svo vel niðri, að beita þarf öllum mannaflanum til að losa hana. En slík strönd eru daglegt brauð vitaskipsmanna og naumast umtals- verð, enda kunna þeir félagar manna bezt að losa Tobbu aftur, snúa hennl og ýta sitt á hvað og toga í dreka- festina, þar til vatn flýtur aftur und- ir kjöl. Og áður en varir eru allir staur- arnir horfnir úr fjörunni, en þá er Tobba líka búin að fara allmargar ferðir milli skips og lands. Dagur er ennþá hátt á lofti, en það er ekki um annað að ræða en að kveðja. Síðustu orð Einars bónda, þegar ég tek í hönd honum, eru þau, að ég verði að koma sem bráðast aftur á Siglunes og hafa þá betri tíma, geta komið með honum heim að Reyðará og jafnvel gengið í Héðinsfjörð, næsta fjörð austan við Siglunes, þar sem einu sinni var blómleg byggð, en nú eru aðeins vallgrónar tóftir eftir og kyrrð óbyggðanna einráð. K.B. 644 ItDINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.