Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 15
búinn að semja um það áður, að
skipið taki fyrir hann girðingar-
staura, sem hann ætlar að koma í
verð fyrir sunnan, og nú er hann
með staurana tilbúna í fjörunni.
Þetta eru fallegar spýtur og vel til
höggnar (enda líta sauðfjárveiki-
varnirnar eflaust ekki við öðru), og
allt er þetta rekaviður. Ég tek Ein-
ar tali og spyr hann um rekann.
Hann segir mér, að þetta sé ekkert
orðið, reki hafi farið hraðminnk-
andi, og síðasta árið geti ekki heit-
ið, að neitt hafi rekið. Meginástæð-
ur þess telur hann tvær. í fyrsta
lagi er reki yfirleitt minni alls stað-
ar nú en hann var fyrrum, sem staf-
ar af bættum útbúnaði og öruggari
stíflum í skógarhöggslöndunum, en
þaðan hefur drýgstur hluti íslenzka
rekaviðarins ævinlega borizt, kannski
mest frá Síberíu. Síðast liðinn vetur
var þar að auki ólíkur flestum öðr-
um vetrum að því leyti, að norð-
austanátt var afar sjaldgæf, en sú
átt hefur hingað til verið ríkjandi
á þessum slóðum að vetrarlagi og er
sú átt, sem helzt flytur með sér reka.
Þetta var sama sagan og ég heyrði
alls staðar í rekasveitum. Reki hef-
ur hvarvetna dregizt saman, og síð-
asta vetur var hann nær enginn.
Jafnvel á Hornströndum hefur ekki
verið umtalsverður reki síðustu árin,
þótt ekki sé fyrir að synja, að spýtu
og spýtu hafi skolað þar á land. En
gullöid rekaviðarins virðist vera liti,
að minnsta kosti um sinn.
Þegar búið er að skila áburði vita-
varðarins á land, snúa skipverjar
sér að staurunum. Einar er helzt á
því að láta þá bíða um stund, en
fara í staðinn með hópinn heim til
sín og veita honum góðgerðir, en
stýrimaður er aldeilis ekki á því að
tefja skipið á því.
Framhald á bls. 644.
Erlendur Magnússon, vitavörður á Siglunesi. Fyrir framan hann sér í bakið á
Jóni stýrjmanni Kristjánssyni. Þessi mynd er eins og hinar Tímamynd-KB.
SȒS':<v
■ ■
Rekaviður Einars á Reyðará er handlangaður út í bátinn j S iglunesfjöru.
T I M I IM !M — SUNNUDAGSBLAB
639