Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 4
Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur: Nokkrir örnefnaþættir Steinkross á Krosshaugi atí Haugum í Kleppi á Rogalandi. Þaðan kom m. a. Geirmundur heliarskinn. sem nam Skarðsströnd og Hornstrandjr. Um allt land er fjöldi örnefna, sem minnir á fornan og nýjan átrún- aö. Við upphaf landsbyggðar kenndu menn staði við Krist og Þór, kirkjur og hof. Allir kannast við bæi, sem heita Hof og Hofstaðir, og vita, að í>ar stóðu heiðin musteri að fornu. En fnenn tignuðu ekki einungis goð- in í hofum, heldur einnig í hörgum, en um hörga er hér fátt vitað. Við þá helgistaði eru kenndir bæirnir: Hörgsdalur, Hörgsholt, Hörgsland og auðvitað Hörgá í Hörgárdal. Af einstökum goðum var Þór tign- aður almennast hér á landi, enda eru allmargir staðir við hann kennd- ir. Margir hafa gist Þórsmörk á síðustu árum, Þórshöfn er norður á Langanesi og önnur á Miðnesi suður, Þórsnes er á Snæfellsnesi og tangi úr Viðey við Reykjavík, heitir svo, og margir fleiri staðir eru kenndir við þennan ástsæla guð. Njörður átti víkur við Vogastapa og Borgarfjörð eystra, Baldii var helgaður Baldurs- heimur við Mývatn og í Eyjafirði, Freysnes á Héraði er kennt við Frey-. Óðins-nafnið er óþekkt i íslenzkum örnefnum, en Óðinn naut meðal ann- ars mikillar virðingar í Danmörku og átti þar borgina Óðinsvé (Odense). Hér bar guðinn ýmis heiti, og er hugsanlegt, að einhver þeirra séu bundin í örnefnum, til dæmis Grímur og Grímar. Við Mosfellsdal- inn er Grímarsfell eða Grímans- fell, en Grímshóll er hæsti hóllinn á Vogastapa. Gríms-örnefni eru gríð- armörg hér á landi: Grímseyjar eru tvær, Grímsár margar, Grímsvötn, Grímsborg, Grímshóll, Grímsnes, Grímstunga o.s.frv. Ýmsum þessum örnefnum eru tengdar sagnir um menn, sém báru nafnið Grímur, en önnur eiga sér enga slíka nafnfesti. Þótt Grímsnafnið væri allalgengt að fornu, þá var það engu algengara en ýmis önnur mannanöfn, sem sér þó lítt staði í örnefnum, Einar, Eirík- ur og Sigurður voru engu fátíðari nöfn, en þeirra verður þó lítt vart í örnefnum nema nokkrir staðir eru kenifdir við Eirík rauða og Eiríks- jökull mun ekki ýkjafornt heiti á jökli þeim, sem Greiðis saga nefnir Balljökul. Grímsnöfnin hijóta því a vekja nokkrar grunsemdir. Það er Amiar þáttur ótrúlegt, að menn að nafni Grímur, hafi verið svo umfram þá, sem báru t.d. nafnið Einar, að af þeim sökum skarti nafn þeirra margfalt oftar á landabréfum. Nafnið Grímur var ekki _ einungis mannsnafn, heldur einnig Óðinsheiti „og að auki dverga, orma, hafra, og þess eru nokkur dæmi í fornsögum að Grímur er dulnefni. í norskri þjóð trú er til vættur sem nefnist grim (með löngu í — i), oftast fossegrim, en er þó til sem fjalíavættur (Harð- angur). í Danmörku var til vatna- vættur, linigrim, og landvættur sem kallaðist kirkegrim. Þess verður einn ig vart í íslenzkum þjóðsögum að vættur heiti Grímur“ (Bjarni Einars- son: Munnmælasögur 17. aldar, exl- viii). — Ein er sú sögn um vættina Grím í landnámi Ingólfs, að tveir fjár- menn gengu til sauða sinna. en heyrðu þá sagt ógnarlegri röddu: „Þektu Grímur fjallásana í skyndi“. Jafnskjótt lagðist þoka yfir landið. Svo segir Þorsteinn galdraprestur á Setbergi við Hafnarfjörð á 17. öld. Éljagrímur er heiti á éljagangi, sjó- hryssingsveðri, og vitnar sennilega 628 T I M I N N - SUNNUDAGSBL.VÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.