Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 11
Horft yfir neðan verSan Norðurárdal. Þetta er sveit Péturs í Desey, sem hé!t búning. Einn þeirra átti heima í Norðurárdal í Borgarfirði, Pétur Auð unsson að nafni. Pétur var talsvert eldri en Grímur í Skjaldabjarnarvík, fæddur í Skorra- dal seint á níunda tug átjándu aldar. Foreldrar hans voru Auðun Nikulás- son, „óheimskur“ maður og ráðvand- ur, allvel að sér og jafnvel „nokkuð fróður“, og Guðrún, kona lians, Odds dóttir, fremur vanstillt. Pétur var enn barn að aldri, er foreldrar hans fluttust upp yfir Hvítá og bjuggu um hríð í Jafnaskarði. Um svipað leyti voru í Grísatungu Andrés Þorbjamarson og Katrín Ein arsdóttir, „fínlega að sér“, og áttu dóttur þá, er Sigríður hét, mjög á líku reki og Pétur Auðunsson. Þeg- ar þau Pétur og Sigríður eltust, lágu leiðir þeirra mjög saman, þó að aldr- ei gengu þau í hjónaband. Fóru þau til búskapar að Galtarhöfða, koti einu í Norðurárdal, og var Pétur fyrst kallaður bóndinn, en Sigríður bústýra hans. En þegar fram í sótti, snerist þetta við. Sigríður var titluð búandi, en Pétur fyrirvinna hennar. Hokruðu þau alllengi á Galtarhöfða, en fluttust síðan á annað kot, Desey, er stóð á sléttlendi því, er verður milli kvísla í Norðurárdal fyrir neðr an Hraunsnef. Munu þau jafnan hafa haft lítið umleikis, en bjargazt við smátt, án þess að sultur yrði í kot- inu. Pétri er svo lýst, að hann hafi verið maður glaður og og reifur og ekki látið það á sig bíta, þó að lágt væri risið á búskapnum. En þá naut hann sín bezt, er talið barst að liðn- um tíma, því að hann var sögufróður í bezta lagi á forna bænda vísu. Á hinu lék orð, að hann værí sérvitur nokkuð og einkennilegur í háttum. Slíkir menn voru ekki sérlega fá- tíðir í sveitum landsins, enda var það annað, sem gerði Pétur Auðuns- son fróbrugðnastan öðrum, er á öldum leið: Hann gekk ævinlega á mussu og kom aldrei öðru vísi búinn til sóknar- kirkju sinnar í Hvammi. Þar sá Þor- kell Bjarnason, síðar prestur á Reyni völlum, hann í kirkju á námsárum sínum kringum 1860. Varð honum starsýnt á gamla manninn, þar sem hann rölti um meðal manna á níð- þröngum buxum, sem gengu niður yfir sokkana að hnésbótum og utan fótar hneppt klauf og munu hnapp- amir hafa veríð úr silf. i. Þessi sérkennilegi mussuklæddi öldungur hefur á síðustu árum kom- izt inn í bókmenntirnar. í ævisögu þeirri, sem Guðmundar G. Hagalín skrifaði eftir Kristínu Kristjánsson, getur Guðmundar Sturlaugssonar, sem kallaður var húðskökull og bjó á Hraunsnefi um svipað leyti og Pétur og Sigríður voru í Desey. Bar svo til á, efstu árum Péturs, aö dóttir Guð- mundar, sem Kristín hét, varð van- öðrum lengur tryggð við mussuna. fær af völdum vinnumanns á Hrauns nefi. Guðmundur bóndi, sem nafn- kunnur varð af því, hve miklir fjár- munir, lifandi peningur, gjaldvara og slegin mynt, söfnuðust högna hans, Spésíu-Grána, var mjög samhaldssam ur maður, aðsjáll og ýtinn um sinn hag. Var um hann sagt, að liann hefði ævilangt gengið með stein- völu upp í sér og japlað á henni i stað munntóbaks, er hann hafði af ógætni vanizt að tyggja við sjó í æsku. Honum þótli það bág tíðindi, er hann vissi Kristínu vanfæra : völdum vinnumannsins, því að hann þóttist sjá það af hyggjuviti sínu, honum myndi stórum lakar lagin auðsöfnun en gráa högnanum. Virt- ist honum hann lingerður og kunna lítt með fé að fara og hafði þar með- al annars til marks, að hann hafði keypt sér greiðu í kaupstað og ekki faríð betur með hana en svo, að hann braút hana í lubbanum á sér. Afréð hann þess vegna að stía þeim í sundur, dóttur sinni og vinnumann- inum. Á því var þó hængur. Grunaði Guðmund, að segjast kynni á því, ef hann ræki brott vistráðið hjú, og auk þess blæddi honum í augum að missa vinnu piltsins, sem iðinn og auðsveip ur og hafði enga manndáð haft í sér til þess að fara fram á hærra kaup en honum var í té látið. Varð ofan á að koma Kristínu fyrir í Desey hjá Pétri og Sigríði og fela þeim að gæta þess, að pilturinn næði ekki fundum hennar, þó að skainmt væri á milli. Snaraði karl gömlum þorskhausa- bagga út úr skemmu sinni. er hann bjó dóttur sína að heiman, og skyldi það vera meðgjöf sú, er henni fylgdi, og þóknun til handa Desevjarfólki. Hjá þeim Pétri og Sigríði var stúlk- an síðan, þar til Guðmundur hafði losað sig við vinnumanninn. Hér er í rauninni flest það sagt, sem kunnugt er um Pétur Auðuns- i son. IJann var aldrei með höfðingj- um talinn, og það, sem á daga hans dreif, hefur fallið í fyrnsku. Búskap þeirra Sigríðar Andrésdóttur i Desey lauk vorið 1864. Og með því að efnin voru smá, lenti Pétur á sveit. Hann andaðist á Hreimsstöðum sumarið 1869, háaldraður maður. Mussan hans og buxurnar þröngu með silfurhnöppunum þættu nú girni legir safngripir. En enginn áttaði sig á því fyrir hundrað árum að klæði hans væru nokkurs virði. (Helztu héimildir: Ferðabók Þor- valds Thoroddsens, Þjóðhættir um miðbik nítjándu aldar eftir séra Þorkel Bjarnason, Þjóðhættir eftir Ólafs Sigurðsson í Ási, íslenzk ir þjóðhættir eftir séra Jónas Jóns- son frá Hrafnagili, Það er ekki þörf að kvarta eftir Guðmund G. Hagalín, Öldin átjánda, Stranda- menn eftir séra_ Jón Guðnason, sóknarmannatal Árness, Stafholts og Hvamms í Norðurárdal, prests- þjónustubók Hvamms). T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfl 635

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.