Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 14
4. S.'uðanesi var tekin gömul Ijósavél, sem ekki var lengur þörf fyrir þar. Þótt vélin sýnist ekki stór, er hún allþung, og
(>vi var nokkurt bls við að koma hennl um borS í bétinn. Þegar þessi mynd er tekin, er þó lokaspretturinn einn eftir.
en hafði verið í eyði um langt skeið,
þegar Einar reisti þar bú árið 1937.
Ræktunarmöguleikar eru talsvert
miklir á landsvæðinu frá Siglunesi
að Reyðará, og eins í Nesdalnum,
sem gengur inn á landið skammt
frá bænum, en hins vegar vantar
ennþá vegasamband við umheiminn.
Þeir Siglunesbændur telja það vera
brýnasta hagsmunamál sitt núna að
fá veg lagðan til Siglufjarðar.
Erlendur rekur nokkurn búskap,
og féð hjá honum er afar frjósamt.
Þegar ég kom þangað í vor, hafði
hann þegar fengið þrjár ær þrílemb-
ar og drjúgan hluta hinna tvílembd-
ar. Utkoman var þó ekki eins góð í
vor og í fyrra, en þá varð lambatal-
an alveg helmingi meiri en áafjöld-
inn. Þá voru ellefu ær þrílembdar
af eitthvað um hundrað samtals.
Þessa frjósemi þakkar Erlendur fyrst
og fremst fjörubeitinni, sem á Siglu-
nesi er bæði mikil og góð. Hann
notar hana mikið, en gefur jafn-
framt vel með henni, og kemst þann-
ig hjá skjögri, en á því er nokkur
hætta, ef fjörubeit er notuð nær
eingöngu.
En fjaran á Siglunesi skilar fleira
á land en þara til að auka frjósemi
kvikfjárins. Reki hefur löngum ver-
ið þar talsverður. Þegar við erum
farnir að skipa upp vistum Erlends,
kemur Einar á Reyðará í fjöruna
og tekur stýrimann tali. Hann er
ViaSurinn. sem stendur á véiarhúsi bátsins, er Trausti vitavörður Magnússon.
lals- ert öðrum toga spunnið en Sauða
nesið. Þar rísa ekki háir bakkar
app frá sjónum eins og á Sauðanesi,
aeldur er þar lág fjara og nestá,
sem skagar ótrúlega langt út. Og í
•iramhaldi af nésinu eru grynningar
langt út í fjörð, eins og frændur
akkar Norðmenn hafa nýlega feng-
tð að reyna. Byggð hefur verið á
Sigiunesi frá landnámsöld, enda var
TRAUSTI MAGNÚSSON
þar bæði gott undir bú og stutt að
sækja til fiskjar. Þar hefur snemma
orðið fjölsótt verstöð, og þangað
sóttu Norðlendingar föstumat sinn
í kaþólskum sið. Siglunes á þannig
bæði mikla sögu og langa, sem hér
verður þó ekki rakin, einkum vegna
þess, að mig skortir þekkingu á
þeirri sögu, og eins af hinu, að ný-
lega ritaði Kristinn Halldórsson á
Siglufirði grein í þetta blað um
Siglunes (III. 18, bls. 424ff.) og
rakti þar ýmislegt um sögu staðar-
ins.
Fyrsti maðurinn, sem ég hitti, þeg-
ar í Siglunesfjöru er komið, er vita-
vörðurinn, Erlendur Magnússon.
Hann er nú einn af þremur ábúend-
um á nesinu, en fyrir ekki löngum
tíma voru þar sjö heimili. Erlendur
hefur verið vitavörður á Siglunesi
síðan 1958, að Jón Þórðarson flutt-
ist til Siglufjarðar, en ekki býr hann
I vitahúsinu, íbúðarhúsi því, sem á-
fast er við vitann, heldur skammt
frá lendingunni í króknum innan
við nesið. Það er talsverðan spöl
frá vitanum, sem stendur alllangt
frá sjó, en sökum skriðuhættu er tal-
ið varasamt að búa í honum.
Erlendur vitavörður segir mér sitt-
hvað um hagi manna þarna á nesinu.
Auk hans búa þar Jón Oddsson á
Siglunesi sjá’fu og Einar Ásgríms-
son á Reyí-. sem er nokkuð utan
við nesið. Re, 5ará er gamalt lögbýli,
•38
TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ