Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 6
r um sinnum getið manna, sero bera ft
! Norðuiiöndum nafnið Búi, en aldreí
j hefur það verið algengt manhsnafn.
j Það mun sæmilega öruggt, að Búi
j Andríðsson, sem um getur í Kjalnes-
, ingasögu, sé þjóðsagnapersóna eins
og ástmær hans. Fríður Dofradóttir
úr Dofrafjöllum í Noregi. Það er
líklegt, að fjallið Búi sé kennt við
vætti — verndarvætti þeirra á Esju-
bergi hafi búið í fjallinu. Á Vest-
fjörðum eru allmörg örnefni kennd
við dísir: Landdísabrekka, Landdísa-
hóll, Landdísalækur og Landdísa-
steinn, en þar hefur einnig verið
landbúi eíns og Landbúasteinn í
landi Gilsbrekku í Súgandafirði gef-
ur til kynna. Dísa- og landvættatrú
íslendinga að fornu þarfnast nánari
rannsókna en hingað til hafa verið
unnar. Slík rannsókn gæti leítt í ljós,
hvort telja beri Búa til landvætta.
— Þess ber að gæta, að orðið land-
búi er einnig til að foma í merking-
unni búandi og leiguliði: -
Það er bezt að hætta sér ekki út í
meiri heiðindóm að svo komnu.
Ekki voru allir heiðingjar, sem hér
settust að á landnámsöld, og lengst-
an aldur hefur kristni ríkt í landinu.
Kristnir og hálfkristnir landnemar
gáfu örnefni í Samræmi við trú sína
eins og dæmi sanna. Kristnes stend-
ur norður í Eyjafirði, hófuðból Helga
magra. Bæir, sem heita Kross eru
víða um land, Krossá, Krossholt,
Krossar, Krossanes, Krossavík eða
-víkur, Krossbær og Krossdalur.
Kross-nöfn eru um allt land og í öll-
um sýslum landsins. Steinkross hét
fornt býli uppi á Rangárvöllum, og
virðist nafnið benda til írskrar
kristní. frar reistu steinkrossa undir
berum himni, guði til dýrðar og sjálf
um sér til sáluhjálpar. En áður en
menn fara að draga miklar ályktan-
ir af Krossnöfnunum um irska frum-
kristni á íslandi, þá er ráðlegt að
líta til Noregs, litast þar um vestan
fjalls, þar sem margir landnáms-
menn bjuggu, áður en þeir sigldu til
íslands. Einmitt þar í Noregi, en
hvergi annars staðar, standa enn í
dag miklir steinkrossar, sem reistir
voru á víkingaöld. Vestlendingamir
| rorsku höfðu orðið fyrir miklum
íhrifum vestan um haf við upphaf
/íkingaaldar. Það er alls ekki víst,
að margír hinna norsku landnema
hafi verið jafnheiðnir og við höfum
haldið. Annars erú sum Kross-nöfn-
in í héruðum, sem víslega voru num-
in af fólki, sem kom hingað frá
Bretlandseyjum. Þannig voru Land-
eyjar í Rangárþingi numdar af vest-
rænu fólki, og mun kirkjustaðurinn
Kross í Landeyjum vitna um trúar-
brögð landnemanna. Nokkrir aðrir
bæir með þessu nafni munu eflaust
frá 10. öld.
Kirkjubæir eru hér austur á Síðu,
á Rangárvöllum og 1 Tunguhreppi i
Norður-Múlasýslu. Sagan greinir, að
Kirkjubær á Síðu dragi nafn af því,
að þar hafi Papar setið og átt sér
kirkju, áður en norrænir menn komu
ttl. Orðið bær í íslenzku er tvennrar
merkingar: Það merkir bæði einstakt
bóndabýli og bæjarþyrpingu, þorp,
eins og nafnið Þykkvibær gefur til
kynna. Það mun upprunalegra, að
nafnið tákni nokkurt fjölbýli. Kirkju
bær á Rangárvöllum er næsti bær
við Hof, höfuðból Ketils hængs og
Hrafns Hængssonar lögsögumanns.
Þetta er mikil jörð. Það er lítt hugs-
anlegt, að heiðnir Naumdælir hafi
nefnt bólstað sinn Kirkjubæ að til-
efnislaust eða haft hálfkristna menn
í félagi sínu. Verið getur, að Papar
hafi átt sér þar nokkra byggð, stað-
urinn hafi verið kenndur við kirkju-
bæ íranna, áður en norrænir menn
reistu þar byggð sína, en það mun
hafa verið búið í Kirkjubæ frá því
á 10. öld.
Svo að við gleymum ekki þeim í
neðra, þá eru nokkur Víti til hér á
landi, sérstaklega norður á Þingeyj-
arsýslu. Þannig er Stóra- og Litla-
víti hjá Þeistareykjarbungu, og einn-
ig er Víti hjá Kröflu. Hins vegar eru
einnig Paradísir í Mývatnssveit
bæði hjá Álftagerði og. Hellulandi-.
Það eru hvort tveggja hringlaga borg
ir með grasi á botni. Og Paradísar-
hellir er undir Eyjafjöllum.
Álagablettir.
Hér á landi hafa menn ekki ein-
ungis trúað á heiðin goð og heilaga
þrenningu. Að fornu trúðu menn
einnig á landvættir, og allt fram til
þessa dags hafa íslendingar lagt
meiri og mínni trúnað á tilveru álfa,
huldufólks og drauga. Þeirri trú eru
tengd fjölmörg örnefni um allt land.
Hins vegar hafa menn siður gefið
gaum að því, að víða um sveitir eru
alls konar álagablettir, oft tengdir
álfa- og huldufólkstrú. Á þeim hvíla
venjulega þau ákvæði, að þar má
engu raska, og liggja víti við, ef út
Framhald á bls. 646.
630
TlMINN - SUNNUDAGSBl AO