Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 19
HEFNA NDINN
Þegar Aiitoine Leuillet kvæntist
ekkjunni Matthildi Souris, var hann
búinn að vera ástfanginn af henni
í nærfellt tíu ár.
Souris heitinn, maðurinn hennar,
hafði verið vinur hans og skólabróð-
Ir. Leuillet þótti vænt um hann, en
áleit hann hálfgerðan bjána. „Aulinn
sá var nú þar hvergi nærri, sem
púðrið var fundið upp,“ var hann
vanur að segja.
Það kom honum á óvart og særði
hann ofurlítið, að Matthildur Duval
skyldi taka bónorði Souris, því að
hann hafði sjálfur litið hana hýru
auga. Hún var dóttir konu þar í
nágrenninu, sem grætt hafði álitleg-
an skilding á saumavöruverzlun, áð-
ur en hún settist í helgan stein. Hún
var falleg, skynsöm og geðþekk og
tók Souris vegna peninganna.
Þá fór Leuillet að gera sér annars
konar vonir og reyndi að tæla konu
vinar síns. Hann leit vel út, var
óheimskur og ekki neinn fátækling-
ur heldur. Hann þóttist öruggur um
sigur, en hún vildi ekkert með hann
hafa. Þá varð hann ástfanginn af
henni í alvöru, enda þótti samband
hans við eiginmanninn yrði til þess
að gera þessa ást hlédræga, lotning-
arfulla og hijóða. Frú Souris hélt,
að hann væri nú orðinn afhuga því
að tæla sig og batt viö hann einlæga
vináttu. Þannig liðu níu ár.
Svo einn morgun kom pósturinn
með sorgartíðindin frá hinni ný-
orðnu ekkju. Souris hafði látizt
skyndilega úr lífhimnubólgu.
Leuillet brá mjög illa við fráfall
vinar síns, því að þeir voru jafnaldr-
ar, en næstum samtímis hreifst hann
af öðrum tilfinningum — sigri hrós-
andi gleði og ólýsanlegum, undur-
ljúfum létti, sem gagntók hann all-
an. Hún var frjáls.
Hann var samt nógu skynsamur til
þess að setja upp tilhlýðilegan sorg-
arsvip, beið síns tíma, fylgdi sam-
vizkusamlega öllum siðvenjum. Þeg-
ar liðið var ár og þrír mánuðir,
kvæntist hann ekkjunni.
Framkoma hans var álitin eðlileg,
blátt áfram göfugmannleg. Þannig
átti góður vinur og sannur heiðurs-
maður að haga sér.
Nú loksins var hann hamingju-
samur, fuUkomlega hamingjusamur.
Sambúð þeirra varð sérlega hlý og
innileg, þar sem þau höfðu skilið og
kunnað að meta hvort annað frá upp-
hafi. Þau áttu engin leyndar-
mál hvort fyrir öðru, og þau töluðu
opinskátt saman um innstu hugrenn-
ingar sínar. Leuillet bar trausta og
trygga ást til konu sinnar, hann 'elsk-
aði hana sem náinn og ást-
ríkan félaga, sem jafningja sinn og
trúnaðarvin. En innst inni bar hann
undarlegan og óskýranlegan kala til
hins framliðna manns, sem hafði
fyrstur átt þessa konu, tekið hana í
blóma æsku sinnar — já, rænt sál
hennar einhverju af skáldlegum
Ijóma sakleysisins. Minningin um
látinn eiginmanninn varpaði skugga
á hamingju hins, sem lifði, og þessi
afbrýðisemi eftir dauðann nagaði
hjarta hans nótt og dag.
Það kvað svo rammt að þessu, að
hann talaði stöðugt um Souris, yfir-
heyrði konu sína um þúsund
smáatriði nánustu trúnaðarmála,
vildi allt fá að vita um venjur hans
og sérvizku. Hann lagði hann í ein-
elti út yfir gröf og dauða með ill-
kvittnum athugasemdum, rifjaði upp
undarlegar tiltektir hans með sér-
stakri ánægju, dró fram hið hlægi-
lega í fari hans, gerði sér mikinn
mat úr göllum hans.
Margoft kallaði hann á konu sína,
þegar hún var stödd annars staðar í
íbúðinni:
„Hvar ertu, Matthildur?"
„Ég er hérna, elskan mín.“
„Komdu hingað, ég þarf að tala
við þig.“
Hún kom alltaf brosleit, því að
ar Hún kom alltaf brosleit, þvi að
hún vissi, að það var Souris, sem
hann vildi tala um, og hún hvatti
hann meira en latti.
„Heyrðu, manstu þegar Souris
reyndi einu sinni að sanna fyrir mér,
að litlir menn hefðu alltaf meiri
kvenhylli en stórir?"
Og hann bætti ákafur við athuga-
semdum, sem voru niðrandi fyrir
Souris, er var lágvaxinn, og um leið
dulið hrós um hann sjálfan, sem var
hár og spengilegur.
Frú Leuillet lét hann skilja, að
hann hefði fullkomlega rétt fyrir sér.
Hún hló glaðlega og skopaðist góð-
látlega að fyrri manni sínum til hinn
ar mestu skemmtunar fyrir hinn síð-
ari, sem jafnan batt enda á samtalið
með þessu:
„Æ — já, ósköp var hann nú hjá-
kátlegur, þessi Souris.“
Þau voru hamingjusöm, fullkom-
lega hamíngjusöm. Og Leuillet
þreyttist aldrei á að votta henni ótak
markaða ást sína með öllum þeim
ráðum, sem þar máttu að gagni
koma.
Nótt eina, þegar þau brunnu bæði
af ofsalegri ástríðu og gátu ekki sofn
að, sagði Leuillet allt i einu um Jeið
og hann þrýsti konu sinní og kyssti
hana græðgislega:
T.Segðu mér eitt, elskan mín.“
„Hvað þá?“
„Var Souris . . . ég veit . . . ekki,
hvernig ég á að orða það . . . var
hann mjög . . . mjög ástríðufullur?“
Hún endurgalt koss hans og hvísl-
aði:
„Ekki eins og þú, prakkar-
inn þinn.“
Þetta kitlaði hégómagirnd hans, og
hann hélt áfram:
„Hann var náttúrlega óskapiega
. . . klaufalegur, er það ekki?“
Hún svaraði ekki, hló bara svolítið
eins og til að eyða málinu og faldi
andlitið í handarkrika hans.
Hann spurði aftur:
„Víst hefur hann verið ósköp
klaufalegur og ekki . . . ekki . . . þú
veizt, hvað ég á við . . . ekki sérlega
athafnasamur?"
Hún hnykkti örlítið höfðinu, og
það þýddi: ,,Nei, alls ekki athafna-
samur“.
Hann kom með nýja spurningu:
„Og hann hefur náttúrlega gert þig
dauðleiða á sér á næturnar, var það
ekki?“
Þá sigraðist hún á feimni sinni og
andvarpaði:
„Jú, svo sannarlega."
Hann kyssti hana ennþá einu sinni
eins og til að þakka henni hrein-
skilnina og tautaði:
„Þvílík skepna. Þú hefur náttúr-
lega ekki verið hamingjusöm í hjóna-
bandinu með honum“.
„Nei,“ svaraði hún, „Það má nú
segja — ekki var það alltaf skemmti
legt“.
Leuillet komst við. Með sjálfum
sér bar hann saman núverandi hjóna-
band konu sinnar og hið fyrra, og
komst að þeirri niðurstöðu, að sá
samanburður væri sérlega hagstæður
fyrir sig.
Hann lá þegjandi nokkra stund.
Svo fékk hann nýja hugmynd og
sagði:
„Heyrðu, Matthildur."
»Já.“
„Viltu svara mér einu hreinskilnis-
lega — fullkomlega hreinskilnis-
lega?“
„Auðvitað, elskan mín.“
„Hérna sko . . . langaði þig aldrei
til . . . að halda fram hjá honum,
þessum asna?“
Hún rak upp ofurlítið vandræðaóp
og þrýsti andlitinu ennþá fastara að
brjósti hans. En hann fann, að hún
hristist af hlátri.
„Jæja, út með það nú,“ þráaðist
hann. „Hann var þó kokkállinn upp-
málaður, jafneinfaldur og hann var.
1 I M I N N - SUNNUDAGSB.’ AÐ
643