Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 13
Þessi fallega geit var nýbúin að koma sér upp kiðlingum. ÞaS er Margrét Trausta* dóttir á Sauðanesi, sem stendur hjá, en hún er f góðu vinfengl vtð geitur föðuf- síns. {Ef tilbúinn nœsta sumar, en það dregst, því að þeir eru víst ekki enn búnir að ákveða, hvar á að grafa göngin í gegnum Strákana. Annars er ekki iangt í veginn hins vegar frá héðan, veginn úr Fljótunum, og ef unnið verður við hann í sumar, ætti hann að komast alla leið hingað fyrir haustið. — Þú ert með talsvert bú hér, er það ekki? — Ég er með kindur, þrjár geit- ur, tvær kýr og þrjá hesta í eldi. Það verður að hafa skepnur hér: ekki aðeins til þess að hafa mjólk og önnur gæði af þeim, heldur fyrst og fremst til að hafa líf í kringum sig. Þú ættir að.ganga upp og skoða þig um, krakkarnir geta sýnt þér féð og geiturnar. Þetta samtal okkar hefur íarið fram á hlaupum, því að ærið hafa vitaverðirnir að starfa, þegar Árvak- ur kemur með flutning. Á Sauða- nesi þarf að bera allt upp úr bátn- um upp á pallinn neðan við braut- ina. Þar er fyrir sleði, sem pokun- um er hlaðið á. Á brúninni er öfl- ugt spil, sem dregur sleðann upp, og þar stendur einnig dráttarvél með vagni aftan í. Ég legg á brattann, en ekki treystist ég til að fara brautina, heldur klöngrast upp utan við hana. Á brúninni dæsi ég og lít í kringum mig. Við spilið stendur unglingspiltur. Það er Baldur, son- ur Trausta vitavarðar. Hann dregur upp sleðann og ekur vörunum síðan heim á dráttarvélinni. Skammt ofan við dráttarbrautina er hús, en þar eru ljósavélar staðarins. Sauðanes- viti er rafknúinn eins og fjölmargir vitar aðrir, og því þarf ekki að flytja þangað gas. í staðinn kemur olía á ijósavélina, en Árvakur flytur hana ekki lengur til Sauðaness. Þar eins og á Siglunesi er olíunni dælt beint á iand úr olíubát, sem á sumrin er notaður til afgreiðslu á olíu til síld- veiðiflotans. Þetta er mikill vinnu- sparnaður og léttir á Árvekringum, því að olíutunnur eru erfiður flutn- ingur að skipa á land við örðug skil- yrði. Vitinn er þarna skammt frá, en dálítill spölur er heim að.bænum, sem er nokkuð vestan við uppgöng- una. Ég geng þangað heim, aðallega til að líta á geitur Trausta bónda. Vitaverðir virðast hafa undarlegar mætur á geitfé. Trausti er síður en svo sá eini þeirra, sem ræktar þess- ar ágætu skepnur. Á Siglunesi eru þó nokkrar geitur, og Jóhann Péturs- son á Hornbjargsvita er með geitur einar skepna. Hann fékk sínar geit- ur frá Trausta á Sauðanesi, og það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Alls konar nefndir og ráð þurftu að hafa af því afskipti, hvort og þá hvaðan nokkrir kiðlingar yrðu fluttir að af- skekktasta bæ á íslandi, þar sem úti- lokað eru öll samskipti við fénað frá öðrum bæjum. Mig minnir, að Jó- hann segði mér, að málið hefði geng- ið í tvö ár um pappírskvörn embætt- isverkanna, áður en hann fékk að taka við geitunum, sem Trausti hafði látið hann fá, og þá hefðu verið sett ýmis heimskuleg skilyrði, sem þó hefði verið hægt að falla frá, ef í staðinn væri fullnægt einhverjum öðrum skilyrðum og svo framvegis og svo framvegis. Það er í rauninni alveg makalaust, hvað pappírsmask- ínan getur gert vitleysuna ábúðar- mikla, þegar hún kemst í algleym- ing. íbúðarhúsið á Sauðanesi er mynd- arlegt og snoturt steinhús, og þar á hlaðinu hitti ég ellefu ára gamla dóttur Trausta, Margréti að nafni. Hún er fús til að sýna mér geiturn- ar og heldur, að þær geti ekki verið langt undan. Það reynist orð að sönnu, því að spölkom utan við bæ* inn finnum við þ*r innan um latpb* ærnar, sem flestar eru nýlega born- ar. Mér verður ljóst, þegar þarna er komið, hvílík landkostajörð Sauða- nesið er. Fyrir utan bæinn eru víð- áttumiklar mýrar og vellir, sem gætu verið mikið tún, ef þar væri lagt í! ræktun. Og Trausti segir mér, að’ þarna sé naumast til steinn í þúfu og því væri þetta tiltölulega auð- ræktanlegt land. Þegar Strákavegur- inn verður fullgerður (hvenær sent það nú verður), yrði auðvelt að koma mjólk til Siglufjarðar (verði þar ekki allt farið í eyði vegna sildarleysis), og þá ætti að skapast grundvöllur fyrir ræktun þessa lands. Þá j rði Sauðanes ekki lengur hálfgert kot á afskekktu útnesi, heldur stórbýli í þjóðbraut. Sigluties, handan fjarðarins, er af TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 637

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.