Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 9
Frá Skialdabjarnarvík. Hér gekk Grímur um á hnjábuxum sínum.
(Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson).
Undir lok átjándu aldar barst
hingað til lands ný klæðatízka: Menn
tóku að ganga í mussum. Mussan var
treyja, sem náði niður á mjaðmir og
slóst þar mjög út, stundum með
mjóan standkraga, en oftar kraga-
laus og með dregluðu hálsmáll. Þess-
ar flíkur voru að jafnaði úr heldur
grófu vaðmáli og sortulitaðar, ófóðr-
aðar og tvíhnepptar og klauf með
þremur hnöppum á aðskornum erm-
um. Ekki var til þess ætlazt, að menn
linepptu mussunni að sér, og lágu til
þess gild rök: Innan undir henni
skyldu menn vera í bol með brydd-
um börmum og hálsmáli og tvöfaldri
röð hnappa upp úr. Þessi bolur, sem
líka var oft nefndur brjóstadúkur,
var iðulega blár og bryddingar og
hneppslur þá annaðhvort rauðar eða
grænar. Loks bundu menn um háls
sér klút úr lérefti, helzt með bekkj-
um, ef menn vildu halda sér til gildis,
og létu endana lafa niður sem hof-
s, mannlegast niður á bringuna.
Það hlýddi, að þessum búningi
fylgdi aðskornar hnjábuxur, er tóku
á mjaðmir, með hnepptri klauf utan
fótar, og hvítir eða blákembdir sokk
ar, og voru ofin sokkabönd bundin
um þá í hnésbótum. Parruk var
kennimerki lærðra manna og sigldra
og þeirra, sem mest kostuðu kapps
um að feta í fótspor þeirra, en venju
legir bændur létu sér vaxa hár á
herðar niður. Ofan á það settu þeir
svartan hatt, þegar nokkuð var við
haft. En unglingar og snauðir menn
urðu að láta sér lynda skotthúfu, oft
röndótta, og lafði mislitur skúfurinn
niður á annan vangann. Skegg sitt
rökuðu menn um þetta leyti, að
minnsta kosti að mestu leyti, og var
annað kallað sérvizka eða hirðuleysi.
Þannig tygjaðist þorri íslendinga
á tyllidögum um það bil, er ný öld
gekk í garð.
En það er nú einu sinni eðli tízk-
unnar að breytast sífellt, og þess
vegna urðu mussurnar ekki fastar f
sessi. Það voru ekki liðin nema tutt-
ugu eða þrjátíu ár af nítjándu öld-
inni, er þessi búningur vék. í stað
mussunnar og brjóstadúksins kom
vesti og stutttreyja með þremur
saumum í baki, og síðar lokubuxur,
sem náðu upp undir herðablöð, ásamt
axlaböndum, leystu hnjábuxurnar af
hólmi. Á þeim voru svo rúmgóðir
vasar, að bændur gátu haft sína pott-
flöskuna í hvorum þeirra. Það var
svo flest á hverfanda hveli um þetta
leyti: Nú rökuðu menn sig ekki leng-
ur nema í kringum munninn og nið-
ur á hökuna, og þóttist hver beztur,
er gat komið upp sem breiðustu
kragaskeggi. Hár sitt tóku menn aft-
ur á móti að stýfa, kljúfa það í öðr-
um vanga og greiða út af. Reyndum
og' ráðsettum mönnum leizt ekki á
blikuna á þessum árum. Þess vegna
skrifaði séra Gunnar Gunnarsson í
Laufási kunningja sínum veturinn
1835:
„Ekki er að byggja upp á, að menn
hafi vit fyrir sér, þegar komið er á
þennan rekspölinn: Það fer á reik
og verður vaklandi með nýju móðun-
um, og óþarfinn verður að hreinni
nauðsyn af ótta við að verða fyrir-
lýttur að fylgja ekki tízkunni. Loks-
ins skal kaffi strax á reiðum hönd-
um handa hverjum umkomulausum,
ef ei húsgöngurum, eða þá einhver
dýrindis drykkur, þar brennivín í
trakteringar skyni er mjög svo farið
að ganga úr gildi. í það minnsta
verður maður — eða sá, sem ekki
vill verða minna metinn en sá efna-
betri nábúi hans — að hafa fleiri
sortir af þessari vöru, svo velja megi
um. Eitt hús hérna í Laufási er nú
útgefið til geymslu fyrir skjugghatta
sóknarfólks mins, þar höfuð þess er í
veði, ef hvasst er, en hatturinn, ef
rignir. Þó endast þeir ekki öllu leng-
ur en eitt- eða tvö ár, svo vinnukon-.
urnar verða nú að fara að taka á sig
allt hvað þær mest geta fengið —
vill þó ekki hrökkva, þótt kaupið,
án aukahlunninda, verði tólf ríkis- .
dalir um árið, því klútarnir þurfa héf ^
að auk svo margir með fleira og>
fleira."
Þetta voru ískyggilegir tímar, og
til viðbótar „kaffi, sykri, brennivíni,
rommi, frönsku brennivíni og púnsex-
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB
633