Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 22
Eiríksstaðir
Framhald af bls. 642.
Suðurlandi, bæir hrundu og aðrir
skekktust.
Kláfferjur á köðlum milli kletta,
drættir svokallaðir, hafa brátt verið
settir yfir Jökulsá eftir hrap stein
bogans, ef ekki fyrr. Áin var ófær
yfirferðar á hestum milii steinbog-
ans og brúarinnar hjá Fossvöllum,
um sextíu kilómetra langa leið. Þeg-
ar Eggert og Bjarni fóru um Austur-
lar.d árið 1757, segja þeir, að tvær
og stundum þrjár kláfferjur hafi ver
iö á Efra-Jökuidai. Og þegar Sveinn
Pálsson var þar á ferð 37 árum síð
ar (1794), segir hann, að kláfferja.
sem verið hafi hjá Eiríksstöðum. sé
flutt að Brú. Auðsætt er af því. að
önnur (eða ein) kláfferjan 1757 hef
ur verið hjá Eiríksstöðum. Óvíst er
hvenær kláfferja var sett aftur hjá
EiríksstöCum. Kláfferjur fyrnast sem
annað cg verða ónothæfar. Getur þá
skipt árum. þangað til þær eru en'hu
byggðar.
Um búskaparhag og heimiiisþritn
að Eiríksstaðamanna má kalla, að
ókitnnugt sé fram til 1800. Sennilega
hefur það þó verið með því bezta,
sem gerðist fram tii þessa tíma Fjár
ræktartilþrif Gunnlaugs Þorkelsson-
ar benda til að eftir aldamótin hafi
hvort tveggja verið með þrifnaði. Af
búfremd og heimiiisháttum Jóns,
tengdasonar hans, fór mikið orð, og
eins var á búskapartíma Guðrúnar.
ekkju hans
Synir þeirra Jón og Gunnlaugur
bjuggu einnig vel, og mikið orð fór
af bóklegri mennt þeirra og höfð
ingslund
Steinunn. ekkja Gunnlaugs, h'élt
vel uppi reisn heimilisins meðan
hún bjó með ráðsmanni. Og eftir að
þau Einar Eiríksson giftust, fór vel-
gengni búskapar og vegur þess vax-
andi. Einar var maður vel menntur
til búskapar, fjölfróður, stálminn-
ugur, viðræðuléltur og vinsæll.
Hann varð brátt hreppstjóri
sveitarinnar og mikill ráðamað-
ur Hreppstjórnmni hélt hann
24 ár samfleytt. Snemma á
búskaparárum hans og Steinunnar
verður heimili þeirra kirkjustaður
Við það vex vegur staðarins og gesta
komur. Og aldrei varð lát á rausn.
höfðingsskap og fyrirgréiðslu.
Synir Steinunnar. Viihjálmur og
Jón Snædal, héldu uppi hróðri og
reisn staðarins eftir að þeir tóku þar
forræði (Gunnlaugur, sonur hennar
og Einars. gekk menntaveg til lækn
isnáms). Þeir bræður voru vinsælii
og gestaglaðir og húsfreyjurnar ekki
síður, vel menntai og örlátar á veit
ingar. Samlyndi var með ágætum.
þótt húsbændur væru að ýmsu ólíkir
að gerð. Drógust mjög að gestir og
því frpkar sem Elín kona Vilhjálms
var ljósmóðir sveitarinnar. Vilhjálm-
ur var víðlesinn, minnugur og fróður
og hélt uppi spaklegum samræðum
við gesti um landsins gagn og nauð-
synjar. Jón var gleðimaður meiri,
söngmenntur — hafði til dæmis ver-
ið um tíma söngkennari við Eiða-
skóla — og lék á harmóníum. Stóð
hann fyrir söng og léttri heimilis-
glaðværð. Þótt tvö væru heimilin, var
samlyndið slíkt sem eitt væri. Vildar-
gestir (frændur og vinir) komust
ekki hjá að vera gestir beggja.
Með breyttum samgönguháttum
hafa samgönguleiðir breytzt. Eiríks-
'staðir eru ekki orðnir slík miðstöð
samgangna sem áður. Framhald af
sögu staðarins er nútíðar- og fram
tiðar saga.
Ömefnaþættir
Framhald af bls. 630.
af er brugðið. Á jörð einni er lind,
sem í var sótt vatn bæði í fjós og
bæ Stór steinn var í henni miðri,
mönnum til ama, en þetta var álaga-
blettur og þar mátti engu raska.
Bóndi, sem fluttist á jörðina, festi
ekki trúnað á fyrir mælin og reif
steinninn burt. Við það ofreyndist
hann svo í baki, að hann varð að
mestu frá verkum árum saman og
náði sér ekki fyrr en hann fluttist af
jörðinni. Annar bóndi vann að því að
breyta og byggja upp gamlar bæjar-
tættur, sem ekki mátti róta við,
nemá til þess að reisa húsin eins og
þau höfðu áður verið. Við starfann
hrökk steinflís í auga honum, svo að
síðan var hann eineygður.
Álfhóll er í túni Hörgslands á Síðu.
Hann má ekki slá, þvi að þá fýkur
hey af túni. Hann mun hafa verið
sleginn gíðast sumarið 1952, svo að
mér sé kunnugt. Það var varla búið
að slá hólinn, þegar hvessti svo, að
stórskaði' varð af heyfoki.
Þannig er fjölda sagna hvaðanæva
af landinu. Eklci er það ávallt, að
álögunum fylgi víti, sem menn verða
að varast. Neðst í túni á Vetleifs-
holti í Holtum stendur Kornhóll.
Meðan hann verður ekki fyrir neinu
jarðnámi, á aldrei að hrekjast taða
á honum. Bóndi slær því Kornhól,
þegar honum er þurrks vant og þykir
vel gefast. Til er það, að vörður
standa skammt frá bæjum og eiga
að vernda þá fyrir náttúruhamförum.
Álagablettirnir eru ekki tengdir
neinum sérstökum örnefnum, þótt
rn .......................
Lausn
23. krossgátu
álfhólar og álfaborgir séu venjulega
friðhelgir staðir. Ég minnist þeirra
hér, af því að þeim hefur aldrei ver-
ið sinnt að marki, og mér er kunn-
ugt, að þeir hafa jafnvel orðið út und
an við örnefnasöfnun. Nú fara jarð-
ir í eyði og stórvirkar vélar bylta
um holtum og hólum, og þess er
vart að vænta, að allir álagablettir
séu jafnkyngimagnaðir og brekk-
an við Sandaþorp í Hvalfirði, sem öll
áhlaup hefur staðizt til þessa. Álaga-
blettirnir týna því væntanlega töl-
unni, en sagnirnar, sem þeim eru
tengdar, geyma minjar um fornan
átrúnað feðra vorra, og mun hann
standa rótum djúpt í fyrnsku og eiga
sér skýringar, þótt nú séu þær okkur
huldar að mestu.
Hvalreki
Framhald af bls. 627.
Vorum við félagar nú alls hugar
fegnir þessari skipan mála og höfð-
um skjót handtök um að koma okkur
af stað.
í því er við vorum að leggja frá
landi, kom Árni með heljar-
mikið kjötflikki og fleygði upp í
barkann hjá okkur og sagði, að okk-
ur mundi ekki of gott að fá svolít-
inn bita af þessu drasli fyrir að róa
alla þessa leið. Rétt á hæla hans
fygldi hreppstjóri með anpað álíka
og bað okkur vel að njóta. Einhverj-
ir fleiri komu færandi hendi, og
kænan var orðin sökkhlaðin um það
er lauk. Þökkuðum við nú þessum
ágætu mönnum með virktum, ýttum,
frá landi og rerum glaðir og gunn-
reifir út á hið sólglitrandi haf. Tók-
um við stefnu fyrir Hornbjarg, en
að baki stóðu í hvalfjöru tíu bros-
hýrir Grunnvíkingar.
Víst er um það, að ekki þurftum
við að hafa fyrir því sjálfir að draga
af okkur vosklæði, er heim var kom-
ið þann daginn.
7J H M i n H Á M
F fí K H r> r> -> F ú >
M fí u R i) s h L lT 1*1
n N D B K n §5 K fí E
H 0 N D £ L n E D
m n R N I T
m L fl N_ s
§ VJ m n R fl^ K S
r § s § R Æ s 7 n
5 n u L n^ H lí □ T S K 6 R
S T R L) D n N n I ú 7 T C K T
1 Á T 1 Kl n' X n i K F 3
U n II 6 I sl h N U R § K Ú
h M N K TJ D o N /E V 1
W u u F p i? r r o U 1 hJ
s n' 1 p i L í K 0 n 1 ¥ N
*■> H £ F D fl R K O N fí 1 u >
1 n 1? K 1 V 1 N fl £ F a IJ
G M R J N U N lí c U
/. F q N s N U N N í) É i N
É U N E J i K N i 0i n M n É D
646
T I M I N (V - SUNNUDAGSBLAO