Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 12
Á nesjunum beggja vegna við
Siglufjörð standa vitar, Sauðanes-
viti vestan fjarðar'ins og Siglunes-
viti austan hans. Þessa vita báða
heimsótti ég á trinitatis fyrsta sunnu
dag eftir hvítasunnu. Árvakur hafði
komið til Siglufjarðar um miðnætt-
ið, og þar lágum við af okkur blá-
nóttina, en í býtið var látið úr höfn
að nýju.
Veður var fagurt þennan morgun.
Nýrisin morgunsólin skein í heiði,
og sjórinn var sléttur, þótt golan
væri nokkuð stríð. Nú voru ákjósan-
leg skilyrði til að fara í land á
Sauðanesinu, en það er með van-
gæfari stöðum, sem vitaskipið verð-
ur að koma til. Þegar lagzt var fyrir
akkeri við Sauðanes þennan fagra
sunnudagsmorgun, hefðu reykvískir
skrifstofumenn enn talið langt til
fótaferðatíma, en um borð í Árvakri
^var kominn dagur og Tobba sett á
flot. Þegar við nálguðumst land
með fyrsta farminn, blasti lending-
in við: grýtt fjara og klappir, sem
sköguðu nokkuð fram í sjóinn. Það
var greinilegt, að þarna mátti ekki
súga mikið til að ófært yrði. Upp af
fjörunni risu allháir bakkar, vel bratt
ir. Á einum stað lá rennibraut úr
, tré upp bakkana, og við neðri enda
636
hennar var dálítill pallur. Skammt
þar frá var steinsteyptur pallur í
fjörunni, öllu stærri og viðameiri en
hinn, sem var gerður úr timbri eins
og brautin.
Þegar skammt er til lendingar,
birtist maður efst á brautinni og
hleypur niður hana. Þetta er tæpur
meðalmaður á hæð, snarlegur, og
hann hleypur fimlega niður bratt-
ann. Mér er ekki alveg ljóst, hvern-
ig hann fer að því að fóta sig í þess-
um hallaj en honum skeikar hvergi
í spori og er greinilega heimavanur
á þessum stað. Þegar ég er stokk-
inn á land, heilsa ég þessum manni
og tek hann tali. Og eins og ég hafði
ætlað, var þetta vitavörðurinn og
ábúandinn á Sauðanesi, Trausti
Magnússon.
Trausti er Strandamaður að upp-
'runa, en er búinn að vera á Sauða-
nesi í nokkur ár og lætur vel af vist-
sinni þar.
— Ég er ekkert á leið að gefast
upp, segir hann. —Hér er erfitt með
alla aðdrætti og samgöngur, en það
er eitthvað við svona staði, eitthvað,
sem gerir, að þar er gott að vera.
Ég spyr hann nánar um samgöng-
urnar.
— Þær eru engar neraa á sjó,
segir Trausti, og hér er yfirleitt ó-
fært í norðan- og norðaustanátt, og
hún getur verið hér langvinn, eink-
um á veturna.
— En er ekki gangandi manni
fært á Siglufjörð héðan?
— Jú, það má ganga það! þú hefð-
ir átt að koma hingað á betri tima,
og þá hefði verið gaman að ganga
það með þér og sýna þér leiðina.
Það er góð leið, ef menn eru ekki
lofthræddir. Annars er hægt að fara
á tveimur stöðum: yfir fjallið og
framan í klettabrúnunum. Ég hrap-
aði á efri leiðinni fyrir tveimur ár-
um, og síðan hef ég alltaf farið fram-
an í. Ég hafði oft áður farið efri
leiðina og stundum dálítið glanna-
lega. En að þessu sinni rann ég til
og hrapaði eina 250 metra niður í
gil. Það bjargaði mér, að ég fór ekki
hraðar en svo, að ég gat haldið mér
réttum alla leiðina, og þegar komið
var þétta neðarlega, varð lausara
fyrir, svo að ég gat stöðvað mig. En
þá voru ekki eftir nema fáir tugir
metra í stórgrýtisurð. Ég hef aldrei
orðið vel góður í bakinu eftir þetta.
— En svona svaðilförum linnir nú,
þegar vegurinn kemur.
— Jú, en ég er nú ekkert æstur í
hann. Hann átti upphaflega að vera
1 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ