Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 21
Úr frumskógum Framhald af bls. 632. lítið, en það rúmar samt bæði ran- ann og mig sjálfan. Komdu rananum varlega inn fyrir.“ Fíllinn þakkaði vini sínum og sagði: „Þú hefur gert mér mikinn greiða, og einhvern jtímann skal ég launa þér góðsemdina." En hvað gerðist? Ekki var fíllinn fyrr búinn að stinga rananum inn í húsið, en hann tróð hausnum þangað rólega, og loks fleygði hann mann- inum út í rigninguna, en lagðist sjálf ur í makindum á gólfið í húsi vinar síns og sagði: „Góði maður, þú hefur sterkara skinn en ég, og fyrst ekki er rúm fyrir okkur báða inni, verður þú að vera úti í rigningunni, til þess að ég geti hlíft viðkvæmri húð minni við haglkornunum “ Maðurinn, sem sá, hvað vinurinn hafði gert honum, tók að mögla, og dýrin í skóginum heyrðu hávaðann og komu til að sjá, hvað væri á ferð- um. Öll stóðu þau og hlustuðu á deilu þeirra vinanna, mannsins og fílsins. Þegar hávaðinn stóð sem hæst, kom ljónið aðvífandi og urraði hárri röddu: „Vitið þið ekki, að ég er konungur skógarins? Hvernig dirfisl nokkur að rjúfa friðinn í ríki mínu?“ Þegar fíllinn, sem var háttsettur ráðherra í frumskógarríkinu, heyrði þetta, svaraði hann hógværiega: „Herra, enginn er að rjúfa friðinn í ríki yðar. Ég hef aðeins átt í smá- vægilegum rökræðum við vin minn hérna um eignarréttinn á þessu húsi, sem yðar hátign sér, að ég er setzt- ur að í.“ Ljónið, sem vildi hafa „frið og ró“ í ríki sínu, svaraði hátignarlega og sagði: „Ég skal skipa ráðherrum mín um að útnefna rannsóknarnefnd til að kanna þetta mál gaumgæfilega og skila síðan skýrslu.“ Síðan sneri hann sér að manninum og sagði: „Þér hafið gert vel að hafa vingazt við þjóð mína, og það sérstaklega fílinn, sem er meðal hinna ágætustu ráðherra minna. Kvartið ekki meira, þér hafið ekki glatað húsinu. Bíðið þess aðeins, að hin opinbera rann- sóknarnefnd mín komi saman, og þá verða yður veitt næg tækifæri til að skýra málstað yðar.“ Þessi fögru orð konungs frumskóg- arins glöddu manninn, og hann beið tækifæris síns í þeirri einlægu trú, að hann hlyti að fá hús sitt aftur. Fíllinn, sem varð að hlýðnast fyrir- skipunum húsbónda síns, tók nú til óspilltra málanna, ásamt hinum ráð- herrunum, við að skipa nefndina. Eft irtaldir öldungar voru tilnefndir til að sitja í nefndinni: 1. Hr. Nashyrn- ingur, 2. Hr. Vísundur, 3. Hr. Krókó- Afríku díll, 4. Hans hágöfgi, Refur lávarður, formaður nefndarinnar, og 5. Hr. Hlébarði ritari nefndarinnar. Þegar maðurinn sá útnefninguna, mótmælti hann og spurði, hvort ekki væri nauðsynlegt, að í nefndinni sæti ein- hver fylgismaður hans líka. En hon- um var sagt, að það væri ógerlegt, því að enginn hans manna væri nógu menntaður til að skilja hin flóknu lög frumskógarins. Auk þess hefði hann ekkert að óttast, því að nefnd- armenn væru allir kunnir fyrir óhlut- drægni sína og réttlætisást. Guð hefði kjörið þá til að gæta hagsmuna kyn- þátta, sem byggðu við vanþróaðar tennur og klær, og því mætti hann treysta því, að þeir myndu rannsaka málið m'éð fyllstu gaumgæfni og skila óhlutdrægri álitsgerð. Nefndin hóf vitnaleiðslurnar. Fyrst var fíllinn kallaður fyrir. Hann virtist öruggur með sig og núði víg- tennurnar með viðarteinungi, sem frú Fíll hafði látið hann fá, og cagði fyrirmannlega: „Frumskógaherrar, ég hef enga ástæðu til að sóa hinum dýrmæta tíma yðar með því að segja sögu, sem ég er viss um, að þér kunn ið allir. Ég hef ætíð talið það skyidu mína að vernda hagsmuni vina minna, og það virðist hafa komið af stað þessum misskilningi milli mín og vinar míns hér. Hann bað mig að koma i veg fyrir, að hvirfilvindur feykti húsi hans burt. Þar eð hvirfil- vindurinn notfærði sér hið ónotaða rými, sem var í húsinu, taldi ég nauð- synlegt til að vernda hag vinar míns að nýta hið vanþróaða rými á hag- kvæmari hátt og setjast þar að sjálf- ur, þessa skyldu hefðí hver yðar, rem er, áreiðanlega framkvæmt jafnfús- lega við svipaðar aðstæður:" Eftir að hafa hlýtt á vitnisburð fílsins, kallaði nefndin lafði Hýenu fyrir og aðra öldunga frumskógarins, sem allir studdu framburð herra Fíls. Síðan kölluðu þeir á manninn, sem byrjaði að rekja útgáfu sína af deil- unni. En nefndin greip fram í fyrir honum og sagði: „Góði maður, haldið ýður við efnið. Vér höfum þegar heyrt um atvikin frá mörgum hlut- lausum aðilum. Það eina, sem vér vilj um, að þér segið oss, er, hvort ein- hver annar hafi nýtt hið vanþróaða rými í húsi yðar, áður en hr. Fíll kom á vettvang?" Maðurinn svaraði strax: „Nei, en . . . “ En þegar þar var komið lýsti nefndin því yfir, að vitnisburði væri íokið af beggja hálfu og lokaði sig inni til að semja úr- skurðinn. Er hún hafði setið veizlu á kostnað hr. Fíis, kom hún sér saman um niðurstöðuna, kallaði manninn fyrir og gerði eftirfarandi kunnugt: „Vér teljum, að deila þessi hafi stafað af hörmulegum misskilningi, sem frurnstæður hugsunarháttur yðar á sök á. Vér teljum, að hélfra FíU hafi uppfyllt þá heilagu skyldu sína að gæta hagsmuna yðar. Þar eð yður er greinilega í hag, að rýmið sé nýtt á sem haganlegasta hátt og þar e3 þér hafið enn ekki náð því þenslu- stigi að geta fyllt allt rýmið, teJjum vér nauðsynlegt að gera málamiðlun, sem báðir aðilar geti sætt sig við, Hr. Fíll skal halda áfram að nýta hús yðar, en vér gefum yður leyfi til að finna lóð, þar sem þér getið byggt yður ný’tt hús, er betur samlagist þörfum yðar, og vér munum sjá um, að þér njótið öruggrar verndar.“ Maðurinn átti ekki annars úrkosta en gera eins og nefndin lagði til, því að hann óttaðist, að hann yrði tönnum og klóm nefndarmanna að bráð, ef hann neitaði. En ekki hafði hann fyrr reist sér nýtt hús, en hr. Nashyrningur stakk horni sínu inn og skipaði manninum að hypja sig. Konungleg rannsóknarnefnd var aft- ur skipuð til að kanna málið, og hún komst að sömu niðurstöðu og fyrr. Þetta endurtó’k sig, þar til hr. Vís- undur, hr. Hlébarði, lafði Hýena og öll hin viliidýrin höfðu orðið sér úti um ný hús. Þá sá maðurinn, að hann varð að taka upp aðrar aðferðir sér til haldkvæmrar verndar fyrst rann- sóknarnefndirnar komu að engu haldi. Hann settist niður og sagði: Ng énda thi ndeagaga motegi, sem þýðir bókstaflega „ekkert er það til, sem ekki er hægt að veiða í gildru** eða með öðrum orðum, það er hægt að blekkja menn um stundarsakir, en ekki til eilífðarnóns. Dag nokkurn, þegar húsin, sem herrar frumskógarins höfðu lagt una ir sig, voru farin að hrörna, fór mað- urinn og byggði sér stærra og betra hús spölkorn frá hinum. Ekki hafði hr. Hlébarði fyrr komið auga á nýja æúsið er hann kom þjótandi, en fann þá, að hr. Fíll var þegar kom- inn og lá sofandi á gólfinu. Næstur kom hr. Hlébarði inn um gluggann og Ljón konungur, Refur lávarður og lafði Hýena inn um dyrnar og hr. Krókódíll brölti á þakinu. Öll dýrin byrjuðu undir eins að deila um rétt sinn til innrásarinnar, og deilan endaði með bardaga. En þegar þau voru öll komin í hár saman, bar mað- urinn eld að húsinu og brenndi það til ösku með frumskógaherrum með öllu saman. Síðan hélt hann heim- leiðis og sagði: „Friðurinn er dýrkeyptur, en hann er þess virði,“ og hann lifði hamingjusamlega æ síðan. K.B. þýddi. 645* TIMINN - SIRVNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.