Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 7
/ Einu sinni var mikill töframaður í Gíkúyúlandi, sem hét Mógó eða Móro wa Kebríó. Skyldustörf hans voru að segja fyrir um framtíðaratburði og ráðleggja þjóðinni, hvernig hún skyldi búa sig undir það, sem í vænd- um væri. Sagt er, að spámaðurinn hafi morgun einn vaknað af svefni, skjálfandi og mállaus, og líkami hans hafi verið þakinn sárum. Konur hans skelfdust, er þær sáu hann, því þær vissu ekki, hvað hafði komið fyrir mann þeirra, sem hafði gengið full- frískur til hvílu kvöldið áður. f öngum sínum kölluðu þær öldung- ana að beði hans til að bera fram' fórn til Ngai (guðs) og grennslast eftir því, hvað snillingurinn hefði séð, sem hefði skelft hann svo mjög. Þegar öldungarnir voru komnir, var geithafur (thenge) þegar tekinn og honum slátrað, og Mógó wa Keb- író var borinn yfir á húð hans. Elzti öldungurinn, sem viðstaddur var, tók blóð hafursins, blandaði það smyrsl- um, og síðan var blöndunni hellt yfir höfuð spámanninum eins og smurn- ingu. Um leið sungu öldungarnir helgisöngva og ákölluðu Ngai. Innan skamms fékk Mógó wa Kebíró málið aftur. Með hinni venjulegu spámanns rödd sinni hóf hann að segja frá því, sem fyrir hann hafði borið um nótt- ina. Hann sagði öldungunum, að Ngai hefði farið með hann í svefni til framandi lands. Þar hafði Ngai opinberað fyrir honum, hvað koma ætti fýrir Gíkúyúþjóðina í ná- inni framtíð. Þegar hann heyrði það, fylltist hann skelfingu, og þegar hann lagði sig fram við að fá Ngai til að koma í veg fyrir þær hörmung- ar, sem biðu Gíkúyúfólksins, særðist hann og varð fljótt örmagna og gat ekkert gert annað en hlýðnazt fyrir- mælum Ngais og snúið heim til að segja fólkinu, hvað gerast myndi. Eftir stutta þögn hélt Mógó wa Kebíró áfram spádómi sínum. Með lágri og dapurlegri röddu skýrði hann frá því, að ókunnir menn myndu koma til Gíkúyúlands frá vatninu mikla, hörundslitur þeirra myndi minna á vatnafroskinn litla og klæði þeirra á fiðrildisvængi. Þess ír komumenn myndu bera galdra- stafi, sem spúðu eldi, og þessir staf- ir myndu hafa mikiu meiri dráps- kraft en eiturörvar. Hann sagði, að útlendingarnir myndu síðar koma með járnorm, sem hefði eins marga fætur og monyongorinn, þúsundfætl- an, og þessi járnormur myndi spúa eldi og ná frá vatninu mikla í austri til annars mikils vatns vestan við Gíkúyúland. Auk þess sagði hann, að mikil hungursneyð myndi dynja yfir, og væri það tákn þess, að út- lendingarnir með járnorminn væru í nánd. Hann bætti því við, að þegar þeir kæmu, myndu Gíkúyúfólkið og nágrannar þess þjást mikið. Þjóðirn- ar myndu blandast og _sýna hver annarri miskunnarleysi, eins og þær ætu hver aðra upp. Hann sagði einn- ig, að synir og dætur myndu sýna foreldrum sínum meiri svívirðingu en áður væru dæmi til í Gíkúyúlandi. Mógó wa Kebíró skoraði á fólkið að grípa ekki til vopna gegn komu- mönnum, því að afleiðing þess yrði sú, að þjóðflokkurinn yrði afmáður, þar eð útlendingarnir gætu drepið menn úr órafjarlægð með töfrastöf- unum, sem spúðu eldi. Hermennirn- ir urðu afarreiðir, er þeir heyrðu þetta, og sögðust myndu grípa til vopna og drepa járnorminn og út- lendingana. En spámaðurinn mikli sefaði þá og sagði þeim, að bezt væri að koma vingjarnlega fram við út- Jómó Kenyatta hefur verlð forystumaður í siálfstæðisbaráttu Kenyabúa. Hann dvaldist um árabil í Lundúnum og lagði stund á þjóðfélagsvísindi og mannfræði auk þess sem hann vann að skigulagningu á stjórnmálabaráttu Afrfkubúa. — Árið 1938 kom út eftlr hann bókjn Faelng Mt. Kenya, mannfræðirit um líf og þjóðhætti Gíkúyúmanna f Kenya, en Kenyatta er af þelrri þjóð kominn. Þetta verk er fyrsta mannfræðiritlð, sem Afríkumaður semur um eigln þjóð, og þyk- Ir í alla staðl hin traustasta hemlild um þjóðhættl Gíkúyúmanna. — Hér birtist kafli úr þessari bók. T I M 1 N N — IIUNNUDAGSELAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.