Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 16
Jörð og eígnarumráð
Eiríksstaðir á Jökuldal er mikil
jörð: víðlendi, sauðland kjarngott
beitarsæld, grasengi á harðvelli og
heiðaflóum og laufengi, silungsveiði
í heiðavötnum, álfta- og gæsaveiði
síðsumars og rjúpnaveiði á vetrum.
í landnámssögu Ara fróða
er Eiríksstaða ekki getið. En 1 ágripi
af fornsögu Jökuldæla skráðu eftir
munnlegri frásögn Péturs jökuls Pét
urssonar á Hákonarstöðum, sem
hafði lesið söguna í handriti hjá séra
Erlendi Guðmundssyni í Hofteigi
(1815 — 1846), er sagt, að sá hafi
heitið Eiríki orri, sem fyrstur bjó á
Eiríksstöðum. Koma þeir báðir við
sögu, Eiríkur og Hákon á Hákonar-
stöðum. Hafa Eiríksstaðir eftir því
byggzt þegar á landnámstíð.
Sigfús Sigfússon sagnaþulur hef
ur skráð sögn af deilum Jökuldæla
og Fljótsdæla. Kemur Eiríkur orri
(morri) þar einnig við sögu. Líklegt
er, að sú sögn sé brot úr hinni
glötuðu Jökuldæia sögu.
Eftir þetta koma Eiríksstaðir ekki
við sögu fyrr en við kaupgerning á
Eiðum 8 júní 1475. Þá kaupir Há-
karla-Bjarni jörðina af konu, að
nafni Guðrúnu Káradóttur, fyrir
Tókastaði í Eiðaþinghá og lausafé
í milligjöf. Milligöngu um söluna hef
ur sonur Guðrúnar, Stefán Helgason.
Ókunn í sögu að öðru eru þessi
mæðgin.
Tæpum tuttugu árum síðar (1493)
finnst þess getið, að tíund og ljós-
tollar af Eiríksstöðum sé goldið tii
Möðrudalskirkju. Mun svo hafa verið,
frá þvi að hún var byggð og fram
á síðasta fjórðung 18. aldar, sem
síðar getur.
Aftur hafa Eiríksstaðir gengið úr
eign Eiðamanna. Árið 1'523 selur
Jón Markússom prestur í Vallanesi
Bjarna sýslumanni Erlendssyni á
Ketilsstöðum, sonarsyni Hákarla-
Bjarna, þá fyrir Fjörð í Seyðis-
firði. Bjarni hafði þá fyrir stuttu
fengið sýsluvöld í Múlaþingi, en Jón
varð litlu síðar príor á Skriðuklaustri.
Á tímabilinu 1523—1550 komast
Eiríksstaðir svo í eign klaustursins á
Skriðu, annaðhvort keyptir eðá gefn
ir, sem aðrar jarðir klaustursins. Og
við siðaskiptin féll jörðin í konungs-
eign, sem aðrar jarðir klaustursins.
Stóð svo óbreytt um eignarhald og
umráð jarðarinnar langt fram á 17.
öld. En með konungsbréfi dagsett 3.
apríl 1674 lætur konungur jörðina,
ásamt ellefu jörðum öðrum í Múla-
þingi upp í skuld sína við Hinrik
Bjelke höfuðsmann. En hann lét þær
jarðir aftur til biskupsstólsins í
Skálholti í skiptum við sjóð, sem
stóllinn í biskupstíð Brynjólfs Sveins
sonar hafði eignazt fyrir selda
„ónauðsynlega" kirkjugripi — eflaust
frá kaþólskum sið — og vera skyldi
til styrktar fátækum prestum i tekju-
rýrum prestaköllum. Sjóður þessi var
í vörzlu höfuðsmanns. Þetta voru
eins konar hrossakaup á sjóðnum
og jörðunum milli konungs, höfuðs-
manns og biskupsstólsins. Jarðirnar
voru eftir þetta nefndar stólsjarðir
og var varið að bæta rýrustu presta-
köllin. Alls voru þær 86 á landinu,
þar af tólf í Múlaþingi, sem fyrr
segir. Eiríksstaðir voru lagðir til
Skeggjastaðakirkju, og voru þá með
einu kúgildi metnir sextán hundruð.
Stóð svo til 1862, er jörðin komst
aftur í bændaeign, sem síðar getur.
Af þessu yfirliti um eignarumráð
Eiríksstaða má ráða, að fram til 1523
eða litlu síðar hafi Eiríksstaðir verið
bændareign.
ákúendur
Um ábúendur á Eiríksstöðum er
ekki kunnugt umfram það, sem getið
hefur verið, fyrr en eftir pláguna
síðari, undir lok 15. aldar.
Sem kunnugt er af sögnum forðaði
Þorsteinn jökull á Brú sér tii
óbyggða (Arnardals) undan plág-
unni síðari, en fluttist aftur að Brú,
þegar hún var gengin yfir. Mannfátt
hefur þá verið í sveitum, og má vera,
að Eiríksstaðir hafi verið óbyggðir
og mannlausir fyrstu árin á eftir.
Eiríksstaðir er næsti bær við Brú.
Það er því að líkum, að afkomendur
Þorsteins jökuls fengju þar ábúð.
Fyrsti ábúandi á Eiriksstöðum eftir
pláguna, að getið sé, var Þorsteinn
Sigurðsson, sonarsonur Þorsteins jök
uls. Talið er, að hann hafi verið á
dögum um og eftir 1600 (E.J. Ættir).
Ábúð eftir Þorstein fékk Magnús,
sonur hans. Hann hefði getað búið
þar fram um miðja 17. öld eða leng-
ur. Sonur hans, Þorsteinn, bjó á Ei-
ríksstöðum, hjáleigu frá Möðrudal.
Á Eiríksstöðum bjuggu þá Guðrún,
systir hans, gift manni sem Eyjólfur
hét, Jónsson. Þau eiga þrjú börn og
hafa eitt fósturbarn, tvo vinnumenn
og tvær vinnukonur, auk þess einn
sveitarómaga á vinnufærum aldrl.
Tvo undanfarna vetur höfðu verið
hinir illræmdu harðinda- og fellis-
vetrar. Lurkur og Ríningsvetur. Hjúa
haldið á Eiríksstöðum bendir til, að
búskapurinn þar hafi bjargazt vel
fram úr harðindunum. Vinnufólk er
þá fátt á bæjum, en margt af þurfa-
mönnum. Guðrún er rúmlega fertug,
en Eyjólfur tæplega fimmtugur.
Gætu þau hafa búið á Eiríksstöðum
fyrsta fimmtung 18. aldarinnar eða
lengur. Árið 1723 er Þorsteinn, bróð
ir Guðrúnar, kominn að Eiríksstöð-
um aftur, en flyzt brátt þaðan að
Hákonarstöðum. '
Árið sem Þorsteinn Magnússon
fluttist að Hákonarstöðum, fékk ábúð
ina á Eiríksstöðum Þorkell, sonur
hans. Af honum fór það orð, að hann
væri einrænn í háttum, skapbráður
og orðskárr. Hann var kallaður Þor-
kell heimski. Bjó hann á Eiríksstöð-
um fram yfir miðja 18. öld. Atburða-
ríkt var í héraði á hans dögum:
Morðið í Hrafnkelsdal, sem víða er
getið í frásögnum, undrasýnirnar
miklu á Lagarfljóti (skrímslin) og
draugagangurinn á Hjaltastað
(Hjaltastaðafjandinn) allt um miðja
öldina.
Sólveig hét dóttir Þorkels. Hún
var heitbundin Gunnlaugi Árnasyni
frá Brú, sem drepinn var í Hrafn-
kelsdal 1749. Síðar giftist hún Einari
Jónssyni frá Görðum, hjáleigu frá
Valþjófsstað. Þau bjuggu á Eiríks-
stöðum eftir Þorkel, föður hennar,
nokkuð fram yfir aldamótin 1800.
Samhlíða þeim hin síðarí ár bjó Þor-
kell, sonur þeirra, með konu sinni,
Hróðnýju Pálsdóttur.
Á búskaparárum Einars og Sólveig
ar leyndust hin nafnfrægu útilegu-
hjón, Eyvindur og Halla, austan
lands. Vetrarlangt voru þau í Fljóts-
dal i skjóli Hans sýslumanns Wíums,
hann á Skriðuklaustri, en hún á
Hrafnkelsstöðum. Árí síðar varð vart
við vist þeirra i Brúardölum, og Jök
uldælir átta saman gerðu leit að
þeim, en fundu aðeins stöðvar þeirra.
Sem fyrr er getið áttu Eiríksstaða-
menn kirkjusókn að Möðrudal. Prest
setur þar lagðist niður 1716 við burt-
640
T I H I N N - SUNNUDAGSBLA9