Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 17
Kláfur er á Jökulsá, skammt frá ÉiríksstöSum. (Ljósm.: Þorstelnn Jósepsson). för séra Bjarna Jónssonar. — Bæn- hús hafði verið á Brú allt frá Kaþólskum sið.- Á búsetu- tíma Einars og Sólveigar, 1776, var það löggilt til messugerðar. Eftir það áttu Eiríksstaðarmenn messu- sókn þangað fram til 1911, sem síð- ar getur. Þeir feðgar, Einar og Þorkell, dóu 1810 og 1811. Við búi tók þá Gunn- laugur, sonur Þorkels. Hann var kvæntur Guðrúnu Finnsdóttur frá Skeggjastöðum á Jökuldal, systur séra Sigfúsar Finnssonar í Hofteigi. Árið 1816 hafa þau 13 manns í búi, þar af fjóra vinnumenn og þrjár vinnukonur —hafa því sýnilega rek- ið stórbú. Gunnlaugur Þorkelsson varð braut ryðjandi i ræktun sauðfjár og kyn- bótum þess af eigin stofni. Að dæmi hans í því efni fóru eðlilega fyrstir nágrannabændur á Brú, Hákonar- stöðum og í Möðrudal. Upphaflega var þessi kynbætti sauðfjárstofn nefndur Eiríksstaðafé, en síðar einnig kendur við Möðrudal, Brú og Hákonarstaði. Eftir að hann var orðinn útbreiddur á Efra-Jökul- dal, var hann nefndur einu nafni Jökuldalsfé. Brátt tóku bændur á Fljótsdalshér- aði að fá af Jökuldal hrúta til kyn- bóta á fé sínu. Páll sagnfræðingur Melsted getur þess í endurminning um sínum af Austurlandi, að faðir sinn, Páll Melsted sýslumaður á Ketilsstöðum, hafi bætt sauðfé sitt með hrútum af Jökuldal. Guttormur prófastur Pálsson í Vallanesi lýsir árangrinum af kynblöndun við Jökuldalsfé í Austfjarðalýsingu sinni. Þegar Þingeyingar tóku að bæta sauðfé sitt um 1850, fengu þeir til þess hrúta frá Möðrudal og af Jökuldal. Frumkvæðis Gunnlaugs bónda Þor kelssonar á Eiríksstöðum til kynbóta sauðfjár af innlendum stofni hefur minni athygli og viðurkenning verið veitt en vert er. Gunnlaugur bjó á Eiríksstöðum, til banadægurs, 1857. Alllöngu fyrr hafði hann sökum heilsubrests feng- ið Jón Jónsson, einn af Möðrudals- bræðrum, til að standa fyrir búi sínu og þá að sjálfsögðu einnig fyrir fjár- ræktinni. Gunnlaugur náði heilsu aft ur og tók við búsforráðum, en Jón kvæntist Guðrúnu, dóttur hans (1836), og fékk ábúð á jörðinni með tengdaföður sínum og alla jörðina eftir hans dag. Jón og Guðrún voru samvalin að atgervi og áliti. Hún var orðlögð fyr- ir greind og ættvísi, hann fyrir vöxt og vænleik, nær til jafns við Metúsalem, bróður hans 1 Möðrudal. Hann þótti og afburða fjármaður og mikill búhöldur. Stuttur var búskapur Jóns í ein- býlinu. Hann dó 23. marz 1860, tæp- lega sextugur að aldri. Séra Þorvald- ur Ásgeirsson í Hofteigi skrifaBi mjög lofsamlega um hann í blaðið Norðra á Akureyri. Guðrún bjó eftir mann sinn með forsjá sona sinna, Jóns og Gunnlaugs. Tveimur árum eftir dauða manns síns keypti hún jörðina. Vottar það þrifnaðinn í búskap þeirra Jóns. Síð- an hafa Eiríksstaðir verið í sjálfs- ábúð eftir aldalanga leiguábúð í tíu ættliði niðja Þorsteins jökuls. Með hjúskap Jóns og Guðrúnar tengdist Brúarætt og Möðrudalsætt, hvort tveggja þróttmiklar ættir. Dætur Jóns og Guðrúnar voru Aðal björg, gift ísaki Jónssyni verzlunar- stjóra á Seyðisfirði, Anna, síðari kona Gísla Jónssonar gullsmiðs á Seyðisfirði, Guðlaug, gift Jónasi Ei- rikssyni, síðar skólastjóri á Eiðum, Ragnhildur og Sigurbjörg (giftust ekki). Guðlaug og Jónas giftust á Eiríksstöðum haustið 1880 22. októ- ber og bjuggu þar á móti móður hennar fjögur næstu fárdagaárin, en síðar á Ketilsstöðum i Hlíð, áður en Jónas varð skólastjóri. Haustið 1867 (8. nóveinber) kvænt ist Jón, sonur Guðrúnar, systrungu sinni, Aðalbjörgu Metúsalemsdóttur frá Möðrudal, og fékk ábúð á móti móður sinni, en Gunnlaugur stóð fyrir búi hennar. Jón hafði fengið fótamein illkynja um öklalið og lézt af því — að talið va r— 21. septem.- ber 1873, rúmlega fertugur að aldri. Hann var sem faðir hans mikill mað- T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 64

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.