Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.07.1964, Blaðsíða 10
trakti“ á góðbýlunum var jafnvel komið súkkulaði, meira að segja á kotbæjum. Og það voru fleiri en séra Gunnar í Laufási, sem hörmuðu gömlu tízk- greiningar. Og ég er sannfærður um una, sem nú hlaut að láta undan siga. Sigríður Gunnlaugsdóttir skálda, kunni ekki sem bezt v»Ið bringsmala- buxurnar og hinar þríseymdu treyj- ur og dró jafnvel í efa, að mikil gæfa fylgdi slíkum búningi: Betra er. að eiga mann á mussu, menjalín, en kauða á treyju. En menjalínarnar virtu hollráð skáldkonunnar að vettugi. Heimasæt ur og vinnukonur flykktust blygðun- arlaust til kirkjunnar með kollháa skjugghatta á höfðinu, prýddar klút- um af rándýra silki, í för með treyju- kauðunum, og það var kannski eitt- hvað annað og fleira en tóm guð- rækni og lofgerð og kristileg auð- mýkt, sem hvarflaði að þeim í kirkj- unni, þegar þær gjóuðu augunum suður yfir ganginn til bekkjanna, þar sem karlmennirnir sátu. Nei — kven þjóðin setti það ekki fyrir sig, þó að karlmennirnir hættu að ganga í mussum og hnjábuxum. Mitt í þessum flaumi umbreyting- anna voru samt til karlmenn, sem hefðu verið Siggu skáldu að skapi og ekki lögðu mussuna og stultbux- urnar fyrir róða. Þorvaldur Thorodd- sen ferðaðist um Hornstrandir sum- arið 1886. Hann segir í ferðalýsing- unni: „Fyrir fáum árum dó karl í Skjaldabjarnarvík, sem aSKaf var í stuttbuxum". Svo lífseig var þá þessi tízka, sem kom upp á siðasta fjórð- ungi átjándu aldar, að hún var ekki með öllu úr sögimni fyrr en nítjánda öldin var nálega úti. Það fer varla milli mála, hver það var, er svo lengi hélt tryggð við hnjá- buxurnar. Hann hefur án efa heitið Grímur Jónsson. Það er að sönnu ekki alveg rétt, að hann hafi dáið í Skjaldabjarnarvík, því að hann fór þaðan suður að Steingrímsfirði ári fyrir andlát sitt og dó í Bæ á Sel- strönd. En Við Skjaldabjarnavík mun hann hafa verið kenndur allan síðari hluta ævi sinnar, og það hefur Þorvaldi verið fast í minni. Grímur var bóndasonur frá Bæ í Trékyllisvík, og þar fæddist hann ár- ið 1798. Var hann kallaður „vandað- ur dánumaður". Þegar hann er ung- ur maður, er mussan enn hinn sjálf- sagði búningur í Víkursveit, og þó að veður skiptist í lofti og þorri manna taki upp nýtt fatasnið, held- ur Grímur fast við það, er hann hafði vanizt í æsku. Hann gerist bóndi á æskustöðvum sínum, en flyzt um miðja öldina til búskapar norður í Skjaldabjarnarvík. Og alltaf heldur hann tryggð við hnjábuxurnar, þó að enginn maður annar sjáist svo búinn. Búskap hans lýkur, þegar hann er kominn á áttræðisaldur, en hnjábux- urnar hafa 'verið hinn heilsusamleg- asti klæðnaður, því að Grímur á enn mörg ár fyrir höndum. Hann þrauk- ar í húsmennsku í Skjaldabjarnarvík, þar til hann er orðinn hálfníræður. vald Skógalín. Þá flyzt hann suður að Bæ vorið 1883 til þess að deyja, síðastur þeirra manna, er fylgdu gömlu klæðatízk- unni, hjá gömlum sambýlismanni sínum, Jóni Valgeiri Hermannsyni, er þangað fór búferlum þetta sama vor. Sjálfur var Grímur barnlaus, þótt tvíkvæntur væri. En nafni hans var samt borgið. Jón Valgeir átti son, er hét Grímur og varð síðar kunnur maður, kaupmaður í Súðavík, og hefur hann vafalaust borið nafn gamla Stuttbuxna-Gríms í Skjalda- bjarnarvík. Fleiri voru þeir þó en Grímur, sem héldu furðulengi tryggð við mussu- 4:' . Teikning, sem sýnjr vinnubrögð og klæðaburð fólks á höfðingjasetri seint á áfjándu öld. 634 T t N I N .1 — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.