Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Qupperneq 11
sem eitt sinn átti sér þar stað. Einu útgerðarminjarnar eru verbúðatóft- irnar, en þær eru ekki einu mannvirk- i'.n á nesinu. Dýrfirðingar hafa komið þar upp skipbrotsmannaskýli af mikl- um dugnaði, og <má sjá af gestabók þess, að þar hafa menn oft leitað skjóls, aðallega fjárleitarmenn á leið í og frá Nesdal. Auk þess stendur þar viti, eins og áður er sagt. Fjallaskagaviti brennir gasi og er mannlaus. Sigurður heitinn Pétursson byggði* hann sumarið 1954, eftir árangurslausa tilraun til að byggja vita í Lundey á Skjálfanda og slímu- setu á Húsavík um nokkurt skeið. Því verki varð lokið á tiltölulega skömm- um tíma, og bar fátt til tíðinda, með- an á því stóð. Einn verkamannanna slasaðist að vísu við starfið og var fluttur suður, en meiðsli hans reynd- ust ekki alvarleg. Sumir töldu að vísu, að jarteikn hefðu gerzt í sambandi við það slys. Pilturinn, sem meiddist, hafði þann sama dag eitthvað verið að fíflast við félaga sína, þegar hald- ið var í kaffi, og hljóp inn á milli tveggja þeirra, lagði handleggina um axlir þeim og lét þá hálfdraga sig nið- ur hólinn, sem vitinn stóð á. Klukku- tíma eftir kaffið fellur þessi sami piltur milli hæða í hálfbyggðum vit- anum, og þá eru það þeir hinir sömu félagar hans, sem styðja hann og hálf- draga niður að tjaldbúðunum, á mjög svipaðan hátt og þeir höfðu gert fyrr um daginn. Dýrafjörður var á tíma einn helzti viðkomustaður franskra fiskiskipa hér við land, og eins og kunnugt er, sóttu Frakkar einu sinni um að mega setja þar upp fiskimannanýlendu. Á Fjalla- skaga eru nokkrar minjar um franska tímabilið við Dýrafjörð. Þar eru graf- ir eða dysjar tveggja franskra sjó- manna, sem munu hafa látizt í hafi og félagar þeirra komið þar fyrir til hinztu hvíldar. Þegar vitaflókkurinn kom til að reisa vitann á Skaga, mátti glögglega sjá grafir þessar vel vall- grónar, en annars hafði þeim enginn sómi verið sýndur. í vinnuflokki Sig- urðar Péturssonar, þetta sumar, var Einar Einarsson, nú Grímseyjar- djálcni, og eitthvað var hann ekki á- nægður með þann útbúnað, sem Frökkum hafði verið veittur. Einar tók sig því til og steypti tvo legsteina eftir vinnutíma á kvöldin, og þegar þeir voru fullgerðir, fékk hann fé- laga sína í lið með sér til að koma steinunum fyrir á gröfunum. Það var gert kvöld eitt, þegar vitinn var ná- lægt því hálfnaður, fyrst steyptir pallar á bæði leiðin og steinarnir reistir þar ofan á, en á steinana hafði Einar rist áletrunina „Franskur sjó- maður“. Að loknu þessu verki gat Einar aftur sofið í friði, en á því mun hafa verið nokkur misbrestur, þar til hann hafði lokið legsteinagerðinni, Lendingin á Svalvogum. þótt sjálfur vildi hann lítið þar um tala. Það er fljótlegt að koma hylkjun- um í land á Fjallaskaga, og þá er haldið yfir fjörðinn. Svalvogar standa framan í nesinu milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, og þar hefur lengi verið viti. Svalvogar eru gamalt býli, og þar er búið enn þann dag í dag, þótt landrými sé þar ekki mikið til land- búskapar. Eins og yfirleitt allir nesjabæir á Vestfjörðum hafa Sval- vogar átt gengi sitt undir sjónum og standa því illa að vígi við þær að- stæður, sem breyttir atvinnuhættir hafa skapað. Svalvogaviti brennir olíu, og því var viðdvöl þar lengri en á öðrum nesjum vestra, eftir að Horn- bjargsvita sleppti. Við komum þar nokkru fyrir fótaferðatíma um morg- uninn, og sólin baðaði spegilsléttan hafsflötinn í mynni Dýrafjarðar. En þegar við vorum komnir í land á Sval- vogum, naut sólarinnar ekki lengur við. Það mátti sjá sólskinið merla haf- ið nokkuð ffá landi, og handan fjarð- arins mátti sjá glampa á Fjallaskaga- vitann, en Svalvogabærinn og landar- eignin öll'lá í skugga. Sól kemur seint á loft í Svalvogum, því að upp af bænum gnæfir fjall, sem hindrar morgunsólina í að ná til bæjarins. Hins vegar er þar kvöldsól mikil og fögur á sumrin, en yfirleitt mun þar vera sólargangur í styttra lagi. Enda Framhald á 741. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ *31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.